Fréttablaðið - 30.03.2020, Síða 6
Einhverjir munu
deyja. Sem er leitt.
En svona er lífið.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu
MENNING „Mér barst fjöldinn allur
af áskorunum strax eftir að verkið
var afhjúpað á Listahátíðinni Cycle
haustið 2018. Aðallega voru þetta
hvatningarraddir um að steypa
skúlptúrinn í brons og koma
honum svo aftur fyrir í Tjörninni,“
segir Steinunn Gunnlaugsdóttir
listakona.
Verk hennar Litla hafpulsan
vakti mikla athygli þegar það stóð
í Reykjavíkurtjörn í desember árið
2018 og nú hefur Steinunn boðið
Reykjavíkurborg verkið að gjöf.
Nýtt eintak af verkinu yrði afhent
borginni á þessu ári.
„Verkið var á sínum tíma mjög
umdeilt svo ég geri ráð fyrir að í
Borgarráði muni misjafnar skoð-
anir koma fram,“ segir Steinunn
aðspurð um væntanleg viðbrögð
borgarinnar. „Ég hef þó enn sem
komið er aðeins mætt jákvæðni en
ég bíð spennt eftir svari hvort að
skúlptúrnum verði veitt viðtaka,“
bætir hún við.
Í tillögu Steinunnar til borgar-
innar kemur fram að hún sjálf muni
standa allan straum af kostnaði við
gerð verksins. Hún segir kostnaðinn
afar háan og að leiðir til fjármögn-
unar verksins verði í takt við verkið
sjálft, í gegnum einhverskonar lýð-
virkjun. „Það er ekki steypt í brons
hér á landi og því þarf að láta steypa
verkið erlendis og flytja það heim,“
segir Steinunn.
Þann tíma sem verkið stóð uppi
í Tjörninni segir Steinunn að það
hafa vakið athygli um allan heim.
„Viðbrögðunum er best lýst sem
sprengingu, svo mikil voru þau, og
það var mér gersamlega ómögulegt
að sjá þau fyrir,“ segir hún. Daginn
eftir að verkið var sett upp fékk
Steinunn hundr uð sk ilaboða
frá bæði íslenskum og erlendum
blaðamönnum, allir vildu þeir vita
um hvað Litla hafpulsan snerist.
Verkið hafði þá strax farið sem
vírus um internetið.
„Á meðan verkið stóð uppi var
það ljósmyndað í bak og fyrir og
einnig mikið notað í sjálfumyndir.
Svo hafði fólk líka sterkar og ólíkar
skoðanir á því og hafði gaman af
að tjá þær á netinu og í raunheimi.
Mest afgerandi fannst mér þó vera
að verkið vekti upp gleði og kátínu,“
segir Steinunn.
„Þegar styttan svo brotnaði
í miðjum desember 2018, rétt
eftir fullveldisafmælið, þá höfðu
margir samband við mig og voru
hreinlega sorgmæddir yfir þessu. Í
kjölfarið komu enn fleiri áskoranir
um endurgerð Litlu hafpulsunnar
og ég vona svo sannarlega að það
takist því hún virðist eiga erindi við
marga,“ segir Steinunn.
birnadrofn@frettabladid.is
Býður Reykjavíkurborg
Litlu hafpulsuna að gjöf
SA M FÉ L AG „Okkur langaði að
ef la tæknifærni fullorðinna. Við
náðum einu góðu námskeiði áður
en öllu var skellt í lás. Núna erum
við að leita leiða til að vera með fjar-
kennslu,“ segir Rannveig Ernudóttir,
virkniþjálfi og umsjónarkona í
félagsstarfi fullorðinna í Reykja-
vík. Í febrúar fór af stað námskeið
í tæknilæsi fyrir eldra fólk, allt frá
því að nota heimabanka til sam-
félagsmiðla.
Margt eldra fólk er nú í sjálf-
skipaðri sóttkví vegna COVID-19
faraldursins. Félagsmiðstöðvar
fyrir fullorðna hafa verið lokaðar
og heimsóknir á hjúkrunarheim-
ili bannaðar. Þórunn Sveinbjörns-
dóttir, formaður Landssambands
eldri borgara, sagði við Fréttablaðið
nýverið að skrifstofan hefði vart
undan að útvega leiðbeiningar fyrir
snjalltæki.
„Þetta er oft lokaður heimur sem
margir veigra sér við að fara inn í.
Bæklingarnir sem Landssamband
eldri borgara gaf út eru algjör
snilld, en það er ekkert sem kemur í
staðinn fyrir beina kennslu og end-
urtekningar, fá fólk til að vera ekki
smeykt við að prófa alla takkana á
símanum,“ segir Rannveig.
Huginn Þór Jóhannsson, sonur
Rannveigar, átti hugmyndina að
námskeiðinu. Hann starfar einnig
á velferðarsviði Reykjavíkurborg-
ar ásamt því að vera nemandi í
Tækniskólanum, þar áður var hann
kennari hjá Skema, fyrirtæki sem
heldur tækninámskeið fyrir börn og
unglinga. Sjálf starfar Rannveig við
félagsstarf á Dalbraut í Reykjavík.
Fengu þau mæðginin gott teymi til
liðs við sig við námskeiðið sem hófst
í febrúar.
„Fyrsta námskeiðið gekk alveg
glimrandi vel. Við vorum byrjuð að
tala um einhvers konar fjarkennslu.
Svo hefur lítið getað unnist í þessu
vegna ástandsins. Núna hefur þörf-
in samt aldrei verið meiri,“ segir
Rannveig. „Með því gefst okkur kost-
ur á að vera með kennslu fyrir miklu
fleiri og á öllum stöðum á landinu.“
Vandinn er núna hvernig skipu-
leggja megi kennslu í gegnum tækni
fyrir fólk sem þarf að læra tækni.
„Við stefnum á að byrja að taka upp
kennslumyndbönd á mánudaginn
og setja þau á Facebook. Þeir sem
kunna á tölvupóst geta nálgast
efnið með því að senda okkur
póst á taeknilaesifullordinna@
g ma il .com,“ seg ir R a nnveig .
„Óskastaðan væri svo að koma
þessu í sjónvarpið.“
Rannveig veit vel hvernig fólki
líður þegar það kann ekki á tækni.
„Ég gleymi því aldrei þegar amma
mín, sem lést árið 2011, sagði mér
að hún væri hætt að fá símreikn-
inginn sinn. Svörin sem hún fékk
þegar hún hringdi var að hún gæti
nálgast allar upplýsingar á netinu.
Hún sagði mér að henni fyndist hún
hreinlega ekki vera læs á umhverfið
sitt lengur. Þetta hefur setið í mér
síðan.“ arib@frettabladid.is
Leita að tækni til að
kenna fólki á tækni
Mæðgin settu á fót námskeið til að kenna eldri borgurum á ýmis snjalltæki.
Í samkomubanninu hyggjast þau nú nýta aðferðir fjarkennslu, en standa
frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að nota tækni til að kenna fólki á tækni.
Mæðginin Rannveig og Huginn Þór standa að námskeiðinu fyrir eldri borgara ásamt góðum hópi. AÐSEND MYND.
Uppi voru sterkar og ólíkar skoðanir á Litlu hafpulsunni þegar hún stóð
uppi í Tjörninni fyrir rúmu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR GUNNARSSON
BRASILÍA Jair Bolsonaro, forseti
Brasilíu, hótaði á laugardag að
reka heilbrigðisráðherrann, Luiz
Henrique Mandetta, ef hann
gagnrýndi aðgerðir sínar til að
bregðast við COVID-19 faraldrinum
opinberlega. Mandetta hefur verið
gagnrýninn á Bolsonaro, sem hefur
talað hættuna niður og hagar sínu
eigin lífi með lítilli varúð. Nærri
4 þúsund tilfelli hafa komið upp í
landinu og 114 hafa látist.
Ríkisstjórar í einstökum fylkjum
landsins hafa reynt að beita hörðum
aðgerðum, en hinn hægripopúlíski
forseti beitti valdi sínu til að koma í
veg fyrir það.
Værukærð Bolsonaro kom til að
mynda fram á blaðamannafundi
síðastliðinn föstudag. Þar var
hann spurður um dánartíðnina.
„Einhverjir munu deyja. Sem er leitt.
En svona er lífið,“ sagði forsetinn.
Samkvæmt dagblaðinu Estado
de Sao Paulo reyndi Mandetta
að s a n n f ær a B ol sona ro u m
alvarleika faraldursins á fundi
á laugardag, en þar voru einnig
v a r n a r m á l a r á ð h e r r a n n o g
dómsmálaráðherrann viðstaddir.
Spurði Mandetta meðal annars
hvor t landið vær i undirbúið
undir verstu sviðsmyndina, að sjá
hertrukka keyra um götur með
líkpoka og fólk streyma myndum
af því í símum sínum á netið. Tók
forsetinn fálega í þessar spurningar.
Fáar prófanir hafa verið gerðar
í Brasilíu, sem var fyrsta Suður-
Ameríkulandið þar sem COVID-
19 greindist. Talið er að allt að
1,1 milljón manns gætu látist úr
faraldrinum í Brasilíu ef ekkert
verður að gert, en aðeins rúmlega
44 þúsund ef hörðum aðgerðum
verður beitt. – khg
Hótar að reka heilbrigðisráðherrann
Bolsonaro er harðlega gagnrýndur
fyrir aðgerðaleysi. MYND/EPA
Verkið var á sínum
tíma mjög umdeilt
svo ég geri ráð fyrir að í
Borgarráði muni
misjafnar
skoðanir
koma fram.
Steinunn
Gunnlaugsdóttir,
listakona
3 0 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð