Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 10
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði
til nýsköpunar- og þróunarverkefna árið 2020.
Styrkir
Ekki eru sérstök áherslu- eða forgangssvið en umsóknir skulu taka
mið af þeim áskorunum sem markhópur framhaldsfræðslunnar
stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða
íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina.
Verkefni sem raunhæft er að koma í framkvæmd fyrir lok árs 2020 og uppfylla önnur skilyrði
auglýsingarinnar, Skilmála og úthlutunarreglna Fræðslusjóðs, njóta forgangs.
Telji stjórn Fræðslusjóðs að umsóknir fullnægi ekki forsendum auglýsingarinnar, eða falli
ekki að þörfum markhóps framhaldsfræðslu, áskilur hún sér rétt til að hafna einstökum
eða öllum umsóknum.
Umsækjendur þurfa að hafa faglega þekkingu og reynslu af að vinna verkefni sem sótt eru
um styrki til.
Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Vera vandaðar og skýrt fram settar.
Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu.
Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu.
Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn.
Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun.
Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt.
Umsóknarfrestur er þrjár vikur eða til 27. apríl 2020.
Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum á viðeigandi umsóknareyðublöðum.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is
Í Fréttablaðinu í gær sagði að
framlagningu fjármálaáætlunar
væri frestað til hausts. Rétt er að
stefnt er að því að leggja áætlunina
fram nú á vorþingi.
LEIÐRÉTTING
SAMFÉLAG „Útivinna við grunn-
inn hefur ekkert raskast. Henni á
að ljúka í lok apríl eða byrjun maí.
Mannskapurinn hjá verktakanum
er nægjanlegur. Þetta er á tíma og er
í lokafasa,“ segir Gunnar Svavars-
son, framkvæmdastjóri Nýs Land-
spítala ohf., sem heldur utan um
Hringbrautarverkefnið.
Starfsemi verkefnaskrifstofunnar
að b a k i u ppby g g i ng u ný s
Landspítala hefur raskast aðeins
vegna COVID-19 en ekki svo að
áætlanir standist ekki. Fólkið er
komið að mestu heim og vinnur
rafrænt þaðan.
Næsta skref er að klára grunn-
inn og hefja smíði á um 70 þúsund
fermetra meðferðarkjarna og í kjöl-
farið hliðsettum bílakjallara.
„Það er búið að ljúka forvali á
uppsteypu á meðferðarkjarnanum,
það er von okkar að innan nokkurra
daga fái verktakafyrirtækin fimm,
sem sendu inn þátttökubeiðni, öll
útboðsgögnin í kjölfar heimildar.
Þá er gert ráð fyrir því að uppsteypa
hefjist, miðað við stöðuna í dag, í
júní,“ segir Gunnar. „Þegar ÍAV sem
eru að vinna núna á staðnum fer í
burtu þá kemur eitt af þessum fimm
verktakafyrirtækjum og tekur við
beint í kjölfarið.“
Ýmis önnur útboð eru í farvatn-
inu, bæði tengd meðferðarkjarnan-
um og öðrum verkefnum á svæðinu.
„Þetta útboð um uppsteypuna, sem
hljóðar upp á nokkuð marga millj-
arða, er stóra málið, en Alþingi veitti
því brautargengi á fjárlögum ársins.
Uppsteypan mun taka um tvö og
hálft ár. Þetta er mjög umfangsmikið
en verktakinn mun ráða við það. Í
tilboðsfasanum munu fyrirtækin
reikna út verð á steypu, járnum,
stjórnun o.þ.h. svo er þetta hrein
samkeppni þeirra á milli um verðið
því hæfis- og hæfnisvalinu er lokið í
forvali,“ segir Gunnar.
Verktakarnir fimm sem um ræðir
eru Eykt, Íslenskir aðalverktakar,
Ístak, Rizzani De Eccher og ÞG verk-
takar.
Veðrið í vetur hefur lítillega sett
strik í reikninginn við vinnuna
utandyra á verkstað, meira en
COVID-19 faraldurinn, og hafa
nokkur verk þurft að bíða vors,
sem sagt frágangur grassvæða.
„Gatnamótin við Snorrabraut voru
opnuð seinna en áætlað var, en það
kom ekki að sök.“
Í j a n ú a r a u g l ý s t i
H r i ngbr aut a r verkef n ið ef t i r
verkefnastjórum til að styrkja
innviði félagsins, mjög mörg störf
verða þó útvistuð. Talsverður fjöldi
umsókna barst og var sú vinna
komin langt á leið þegar hún var sett
á bið vegna COVID-19 faraldursins.
„Þetta mun ekki setja strik í
reikninginn. Við erum í dag með
verkefnastjóra í vinnu sem geta
sinnt núverandi verkefnum, nýtt
fólk og nýir útvistaðir aðilar verða
komnir þegar uppsteypuverkið fer á
fulla ferð í sumar. Áætlanir taka mið
af agaðri uppbyggingu. Aðalmálið
er að allir standi saman um að koma
verkinu í loftið.“ arib@frettabladid.is
Veðrið sett stærra strik í
reikninginn en faraldurinn
Lengi hefur verið beðið eftir nýjum spítala sem á að rísa við þann gamla.
Framkvæmdir við
Landspítala á Hring-
braut raskast ekki
vegna COVID-19 farald-
ursins. Ráðningum
hefur verið frestað en
veðrið hefur haft meiri
áhrif en faraldurinn.
FRAKKLAND Dauðsföll í Frakklandi
af völdum COVID-19 eru að aukast
en í gær létust 1.120 manns af völd-
um veirunnar í Frakklandi. Tæplega
65 þúsund tilfelli af kórónaveirunni
hafa fundist í Frakklandi og má
búast við að útgöngubannið sem
gildir til 15. apríl verði framlengt.
Heilbrigðismálaráðherra Frakk-
lands, Jérôme Salomon, tilkynnti í
gær að 5.091 manns hefðu látið lífið
á sjúkrahúsum landsins af völdum
COVID-19 en inn í þá tölu vantar þá
sem létust á elliheimilum. Frönsk
yfirvöld birtu í fyrsta sinn í gær
fjölda látinna á elliheimilum og það
voru þá 1.416 manns. Aðeins á Ítalíu
og Spáni hafa fleiri látist af völdum
kórónaveirunnar í Evrópu. –kpt
1.120 dauðsföll
í Frakklandi á
einum degi
Það er tómlegt við Eiffel-turninn í
París á vordögum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Uppsteypan mun
taka um tvö og hálft
ár. Þetta er mjög umfangs-
mikið en verktakinn mun
ráða við það.
Gunnar Svavars-
son, fram-
kvæmdastjóri
Nýs Landspítala
ohf.
BANDARÍKIN Bill de Blasio, borgar-
stjóri New York, hefur biðlað til
Donalds Trump Bandaríkjaforseta
um að senda heilbrigðisstarfsfólk af
öllu landinu til borgarinnar.
„Ef það verður ekki farið af stað
með átak til að fá lækna, hjúkr-
unarfræðinga og sjúkraliða af öllu
landinu á þá staði þar sem þeirra
er mest þörf þá sé ég ekki fram á að
við verðum með nóg af fólki til að
koma okkur í gegnum þetta,“ sagði
de Blasio við MSNBC í gær.
New York-borg er miðpunktur
COVID-19 faraldursins í Bandaríkj-
unum. Þar hafa meira en 50 þúsund
tilfelli verið staðfest. Þá hafa meira
en 1.500 manns látið lífið, þar af um
þúsund í vikunni sem er að líða.
Búist er við því að ástandið komi
til með að versna næstu tvær til
þrjár vikurnar. Andrew Cuomo,
ríkisstjóri New York, fyrirskipaði
í gær að öllum öndunarvélum og
öðrum lækningatækjum í ríkinu
skyldi forgangsraðað til sjúklinga
með COVID-19.
Yfirlæknir á bráðamóttöku á spít-
ala í New York sagði við Telegraph í
gær að það væru komnar öndunar-
vélar en það þyrfti starfsfólk sem
kynni á þær. „Margt af okkar fólki er
veikt heima og enginn vill koma til
að hjálpa, ég skil það mjög vel. Þetta
er helvíti á jörðu,“ hefur Telegraph
eftir lækninum.
Staðan fer einnig versnandi ann-
ars staðar í Bandaríkjunum. Í öllu
landinu eru tilfellin orðin f leiri en
261 þúsund, þar af 15 þúsund í gær.
Alls hafa 6.699 látist.
Útgöng uba nn er á veg u m
ríkjanna sjálfra, en ekki alríkisins.
Mikill þrýstingur er nú á Trump að
setja á útgöngubann á landsvísu,
úrræði sem hann telur óþarfa á
svæðum þar sem engin tilfelli hafa
greinst.
Mikill fjöldi tilfella hefur greinst
í Louisiana, Pennsylvaníu og Kali-
forníu.
Alls er gert ráð fyrir að allt að
240 þúsund manns muni deyja af
völdum veirunnar í landinu. – ab
Þetta er helvíti á jörðu
Sjúkratjöldum hefur verið komið fyrir í Central Park í New York. MYND/EPA
4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð