Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 32
„Stjórnvöld verða að huga sérstak- lega að fólki sem býr við fátækt og fé- lagslega einangrun af hennar völd- um, bæði með tilliti til heilbrigðis- þjónustu nú þegar við glímum við kórónuveiru og COVID-19 faraldur en ekki síður í þeim efnahagsþrengingum sem eru framundan,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðg jafi, sem stýrir verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar innanlands. Auk Vilborgar starfa tveir félagsráðg jafar að því að veita fólki í félagslegri neyð ráðg jöf og efnislega aðstoð ásamt því að skipulegg ja verkefni sem öll miða að aukinni virkni og bættri sjálfsmynd og sjálfsöryggi þátttakenda. Vilborg sem er ötull talsmaður fyrir almenna farsæld hefur undanfarnar vikur rætt í fjölmiðlum um nauðsyn þess að samfélagið ráðist að rótum vanda fólks sem býr við fátækt og að aðgerðir stjórnvalda til að útrýma henni séu skipulagðar með þátttöku fólksins sjálfs. „Stjórnvöld eiga ekki að taka ákvörðun án þess að fólkið sjálft komi að borðinu og að sjónarmið þeirra heyrist,“ segir Vilborg. „Hér hjá Hjálparstarfi kirkjunnar breyttum við aðferðum okkar í starfi fyrir margt löngu til þess að þjónusta okkar leiddi til raunverulegra breyt- inga í lífi fólks. Við hurfum frá ölmusu- hugsun til þess að veita notendastýrða þjónustu sem byggir á réttindum fólks til mannsæmandi lífs. Ég vil taka það fram að með virðingu fyrir mannréttindum á ég ekki við að fólki eigi rétt án þess að bera samtím- is skyldur. Fagleg vinnubrögð felast í því að taka ekki ábyrgð á eigin lífi frá einstaklingnum. Við legg jum okkur fram um að hlusta á fólkið sem til okkar leitar og aðstoða það við að ná markmiðum sem það hefur sjálft sett sér. Reynslan okkar hér hefur sýnt okkur að valdefling er aðferð í starfi sem virkar.“ „Stjórnvöld verða að vernda fólk sem býr við fátækt gegn efnahagsþrengingum“ Júlía Margrét Rúnarsdóttir, Sædís Arnardóttir og Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar, hafa brugðist við breyttum aðstæðum fólks vegna COVID-19 faraldursins með því að bjóða upp á þjónustu símleiðis og á netinu. Auk efnislegrar aðstoðar felst þjónusta ráðgjafanna nú í auknum mæli í sálrænum stuðningi við fólk í félagslegri neyð sem ber kvíðboga fyrir framtíðinni vegna faraldursins. Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn skipuleggja í júní sumarfrí fyrir ölskyldur sem búa við kröpp kjör og eiga þess ekki kost að fara í sumarfrí saman. Fríið er í fallegu umhverfi við Úlfljótsvatn og áhersla er lögð á hvíld, sameiginlegar máltíðir og afþreyingu fyrir stóra sem smáa. Hver ölskylda fær sérherbergi í sumarbúðum skáta á meðan dvöld stendur. Samvera og góðar minningar Sumarfrí fyrir barna ölskyldur sem búa við kröpp kjör í sumarbúðum skáta við Úlfljótsvatn 9.– 12. júní 2020 Umsóknarfrestur er 24. apríl 2020 hjá Hjálpræðishernum eða Hjálparstarfi kirkjunnar. Boðið verður upp á boltaleiki, ratleiki, gönguferðir, sundferð, vatnasafarí og kanóa- og hjólabátasiglingu. Unglingaklúbbar og kvöldvökur verða einnig á dagskrá. Sumarfríið er þátttakendum að kostnaðarlausu en mikilvægt er að þátttakendur láti vita hvort þeir komi á einkabíl eða óski eftir að fara með rútu á vegum sumarfrísins. Við viljum vekja athygli á því að sumarfríið er fyrir ölskyldur með að minnsta kosti eitt barn yngra en 14 ára og elstu börn verða að vera yngri en 18 ára. Upplýsingar um staðinn er hægt að nálgast á www.skatar.is/ulfljotsvatn og www.ulfljotsvatn.is 6 – Margt smátt ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.