Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 64
Eggert, sem býr í bænum Goroka, seg ist ek k i viss um að útlendingar aðlagist nokkurn tíma fullkomlega samfélag-inu á eyjunni í Suð- vestur-Kyrrahafi. „Það er gjörólíkt því sem við eigum að venjast á svo margan máta. Hér býr obbi þjóðar- innar, eða í kringum 80 prósent, í dreif býli þar sem er stundaður sjálfsþurftarbúskapur og það sem er afgangs er selt á mörkuðum í þéttbýli. Þjóðin er samsett úr um 800 ættbálkum sem hver um sig á sitt tungumál eða mállýsku. Þegar þjóðin fékk sjálfstæði frá Ást- rölum árið 1975 varð það úr að þrjú tungumál urðu fyrir valinu: enska er stjórnsýslumálið og mál þeirra sem hafa náð einhverju menntunar- stigi. Motu er málið sem stærsti ætt- bálkurinn talar og loks pidgin sem er sett saman úr nokkrum tungu- málum. Megnið af landinu er í eigu ætt- bálkanna og oft er nokkuð heitt í kolunum þar sem þeir berjast svo hatrammlega að mannfall verður.“ Eggert segir barist um eðalmálma, gas, olíu og fleira sem landið gefur af sér. „Stjórnarfar hér er sett upp í ein- menningskjördæmum að breskri fyrirmynd og er oft fjör á þinginu þegar það situr.“ Fjölskyldur standa saman Eggert segir fjölskyldur stórar og að oftast búi þær saman. „Ef eitthvað bjátar á svo sem atvinnumissir eða veikindi kemur fjölskyldan iðulega til hjálpar. Það er mjög sterk tenging við fortíðina en með tilkomu krist- inna trúfélaga sem eru mjög öflug hér og þeirri staðreynd að þjóðin er að þróast eru þeir sem búa í borgum farnir að líkjast borgarbúum annars staðar í heiminum æ meira. Eins er farið að sjá fyrir endann á því að ættbálkahöfðingjar og þorpsbúar ráði hér ríkjum öllu lengur. Með menntun og áhrifum annars staðar frá hefur þjóðfélagið breyst mikið bara á þeim rúmu fjórum árum sem ég hef verið hér.“ Eggert starfaði lengst af við framleiðslu sjónvarpsefnis hér á landi og meðal annars sá hann um framleiðslu og leikstjórn á Stundinni okkar. „Ég vann við það verkefni í 13 ár þegar Björgvin Franz Gíslason var umsjónarmaður. Frá árinu 2006 rak ég mitt eigið framleiðslufyrirtæki sem gerði heimildamy ndir, einkum um listamenn, ódýr myndbönd og tónlistarþætti. Árin 2014 til 2016 framleiddi ég svo þættina um Ævar vísindamann sem unnu til Edduverðlauna fyrir allar þrjár, átta þátta seríurnar.“ Tilviljun réði för Það var einmitt þegar Eggert var að vinna að þriðju seríu Ævars vísinda- manns haustið 2015 að hann fékk tölvupóst frá Gísla Snæ Erlings- syni sem þá bjó í Singapúr. Vinur vinar hans var þá að leita að ein- hverjum sem gæti tekið við rekstri sjónvarpsstöðvar í Port Moresby á Papúa Nýju-Gíneu. „Ég veit ekki af hverju honum datt ég í hug en ég svaraði í hálf kæringi: Já, til er ég. Þar með fór ferli af stað og í byrjun árs var ég lentur í Port Moresby og farinn að vinna sem sjónvarpsstjóri TVWAN sem er í eigu írsks farsíma- fyrirtækis, Digicel. Ég kláraði auð- vitað að vinna þáttaröðina með Ævari áður en ég lagði í 32 tíma ferðalagið frá Íslandi til Papúa Nýju-Gíneu.“ Aðspurður hve ætlunin sé að vera lengi ytra svarar Eggert: „Ég hafði hugsað mér að vera hér til langframa en með tilkomu COVID-19 breyttust forsendurnar nokkuð og stutta svarið við þessari spurningu er: Ég bara veit það ekki.“ Myndir um loftslagsmál Eggert starfar nú fyrir Centre for Social and Creative Media, rann- sók narsetur við háskólann í Goroka, bæ á austurhálendi lands- ins. „Það var kærkomið að koma hingað eftir dvölina í Port Moresby sem er að mörgu leyti erfið borg að búa í vegna glæpa og mikils hita.“ Rannsóknarsetrið vinnur heim- ildamyndir um loftslagsmál og eins og nafnið gefur til kynna fleira sem við kemur þeim sem í landinu búa. „Þó setrið sé hér við háskólann ferðumst við mikið í tengslum við þær myndir sem við vinnum. Það hefur gefið mér færi á að ferðast um landið þvert og endilangt og á öllum hugsanlegum farartækjum, eins og svokölluðum bananabátum, smáum og stórum f lugvélum, jeppum, farþegabifreiðum og fótgangandi þegar farartæki komast ekki lengra.“ Landinu lokað Eggert segir Papúa Nýju-Gíneu vera eitt örfárra ríkja þar sem COVID-19 hafi ekki breiðst hratt út. „Það verður þó að hafa í huga að heilbrigðiskerfið hér er fjársvelt. Fyrir um einni og hálfri viku var landinu lokað, það er að öllu flugi til og frá erlendum áfangastöðum var hætt og innanlandsflug lagt niður tveimur dögum seinna.“ Eggert segir að þannig hafi í raun tekist að setja alla þjóðina í sóttkví enda vegasamgöngur á milli landshluta bágbornar. „Að auki er hér eins konar útgöngubann og fólk er hvatt til að vera heima.“ Aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að halda heim segir Eggert það vissulega hafa komið upp og sé enn í skoðun. „Það sem setti strik í reikninginn var það að hér lokaðist allt og eins og er kemst maður hvorki lönd né strönd,“ segir Eggert en ætlar að skoða málið á næstu dögum og vikum. Vísindaskáldsagan rætist Eggert hefur nýverið lokið við sína fyrstu skáldsögu sem hann segir virkilega eiga erindi nú þegar heimsbyggðin stendur á tímamót- um. „The Banana Garden varð að vissu leyti til af sjálfu sér. Ég hef lengi dundað mér við að skrifa allra handa prósa og leit á þá texta sem æfingar. Þegar frá leið sá ég svo að það var samhljómur í þessum textabrotum og fór að spinna lengri sögu úr þeim.“ Eggert segist flokka bókina sem vísindaskáldsögu en í henni verði heimurinn fyrir gríðar- legu veðrafári sem setji allt á annan endann. „Veðravítin eru af völdum loftslagsbreytinga og allt stjórnkerfi heimsins fer meira og minna úr sambandi. Kerfi sem okkur þykja sjálfsögð hætta að virka og útlitið er ansi svart.“ En ætli Eggert finni samhljóm með söguþræðinum og þeirri vá sem heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir? „Já, það geri ég. Faraldurinn sem nú geisar hlýtur að verða til þess að heimurinn allur verði að skoða sinn gang; efnahagslega og stjórnar- farslega, enda viðbrögð ríkisstjórna margra ríkja mjög ámælisverð. Í grunninn er þetta það sem skáldsaga mín fjallar um, að mannkynið þarf að skilja að við erum öll stödd á sömu plánetunni og hvort sem okk- ur líkar það betur eða verr eru örlög okkar samtvinnuð. Alheims plágan COVID-19 sýnir það og sannar. Þessi fyrsta skáldsaga Eggerts mun koma út á ensku í kilju og raf bók hjá Olympia Publishing í London og hóf Eggert söfnun fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund þar sem styrkjendum býðst að kaupa bókina fyrir fram. „Þegar þetta viðtal birtist eru aðeins örfáir dagar til stefnu á Karolina Fund. Ástæðan fyrir því að ég fór þá leið að reyna hópfjármögnun er sú að þar sem ég er enn óútgefinn höfundur og er ekki með umboðsmann þarf ég að taka þátt í kostnaði við útgáfu fyrstu bókarinnar,“ segir Eggert að lokum en söfnuninni lýkur þann 10. apríl næstkomandi. FARALDURINN SEM NÚ GEISAR HLÝTUR AÐ VERÐA TIL ÞESS AÐ HEIMURINN ALLUR VERÐI AÐ SKOÐA SINN GANG, EFNAHAGS- LEGA OG STJÓRNARFARS- LEGA. Erum stödd á sömu plánetunni Eggert Gunnarsson flutti alla leið til Papúa Nýju-Gíneu fyrir fjórum árum til að taka við starfi sjónvarpsstjóra hjá stöð í eigu írsks farsímafyrirtækis en hefur nú nýlokið við að skrifa vísindaskáldsögu um veðrafár í heiminum. Eggert fyrir utan Digicel HQ en í baksýn eru gervihnattamóttöku- og sendibúnaður stöðvarinnar. Eggert er hér ásamt tökumanni sjónvarpsstöðvarinnar TVWAN sem er að mynda rúgbýleik en rúgbý er mjög vinsæl íþrótt á Papúa Nýju-Gíneu. Mynd tekin á Goroka Show á síðasta ári, þar kemur fólk hvaðanæva af landinu saman, dansar þjóðdansa og klæðist hefðbundnum búningum. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.