Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 24
Laddi og hlær. „Þannig að það er
svolítið skemmtilegt og við vorum
alveg vön því að leika svona par sko.
Bara komin á efri ár. Þetta var bara
næstum því eins hjá okkur í þáttun
um. Að ég hitti semsagt hana, æsku
ástina, bara upp úr öðru leikriti.“
Spennandi dramatík
Þótt Laddi dragi kannski ekkert
upp sérstaklega aðlaðandi mynd
af Benedikt er persónunni ekki alls
varnað og leikarinn kemur honum
til varnar með sálfræðilegum
rökum.
„Hann lenti í áfalli og þá fór allt
í baklás hjá honum. Skildi við kon
una og allt og var bara, þú veist, einn
þarna í sjálfsvorkunn og aumingja
skap í meira en 30 ár. Var svona
svolítið einmana og bara í vosbúð
og volæði.“
Jarðarförin mín var lengi í þróun
en Laddi segir tíu ár síðan Jón Gunn
ar Geirdal lagði hugmynd sína að
þáttunum fyrir hann. „Svo vorum
við að hittast svona annað kastið
einu sinni á ári. Þetta var alltaf að
teygjast og þetta hefur nú breyst
svolítið frá fyrsta handritinu sem
ég fékk að sjá.
Þá var þetta meira farsakennt.
Átti að vera meira grín en svo
breyttist þetta þannig að þetta er
orðið meira drama. Eða hvað heitir
þetta, kómedídrama?“
Einn í skel
Dramedía er einnig tilnefnd en Laddi
hallast að lokum að því að gamla
góða tragikómedían lýsi þáttunum
ef til vill bara best. „Þótt mér hafi
fundist handritið skemmtilegt í
byrjun þá fannst mér þetta verða
eitthvað allt annað og miklu meira
spennandi. Fyrir mig allaveganna.
Þannig að ég las handritið alveg
fram og aftur og fór að hugsa um
þennan karakter, Benedikt. Og
fann, eins og ég segi, svona aðeins
tengingu við hann. Ekki það að ég sé
svona ofboðslega fúll eins og hann,“
segir Laddi en bætir við að í gegnum
tíðina hafi honum alltaf fundist gott
að vera einn með sjálfum sér.
„Hann var svolítið svoleiðis.
Hann lokaði sig inni í sinni skel og
ég var nú svolítið svoleiðis lengi
Laddi er ekkert að djóka með kórónumálverkinu sem hann kláraði nýlega.
framan af. Maður var svona inni í
skelinni. Var feiminn og allt þetta.
Þannig að ég náði alveg að tengja við
kallinn.
En þótt hann hafi verið þumbari
og svona þá held ég að Benni sé nú
góður kall sko. Innst inni. Hann er
samt svolítið leiðinlegur við son
sinn en það er ástæða fyrir því.
Hann lenti í þessu áfalli þannig að
sonurinn gleymdist bara. Fékk voða
litla ást frá pabba sínum. Þannig að
það er mikil dramatík í þessu.“
Heima yfir sjónvarpinu
Jarðarförin mín verður aðgengileg
í Sjónvarpi Símans um miðja
næstu viku, rétt fyrir páska í
miðju kóróna veirufárinu. Kannski
viðeigandi að Laddi birtist þá í grá
glettnum þáttum þar sem feigðin
svífur yfir vötnum.
Laddi segist fara að öllu með gát
á þessum viðsjárverðu tímum enda
þau hjónin, hann og Sigríður Rut
Thorarensen, komin á áhættualdur
og hann þar að auki með háan blóð
þrýsting.
„Maður er næstum því bara í
sjálfskipaðri sóttkví heima og við
horfum á sjónvarpið út í eitt. Maður
fer aðeins út og við komum hingað
á Krúsku að borða þegar hádegis
traff ík in, sem hefur náttúrlega
minnkað, er búin. Það er ekki hægt
að segja að það sé traffík lengur,“
segir Laddi um ástandið í sam
komu banninu.
„Þannig að þegar við komum
hérna þá eru mjög fáir þannig að
það er ekkert smit. Svo fer ég niður
á verkstæði seinni partinn og mála.
Og svo bara heim að horfa á sjón
varpið.“
Slakað á striga
Laddi byrjaði að fást við máln
ingu á striga upp úr sextugu eftir
að Sigríður Rut reið á vaðið þegar
hann var lítið heima við í kringum
afmælissýninguna Laddi 6tugur.
„Þá var ég voða lítið heima,“ segir
Laddi og rifjar upp það sem löngu
frægt er orðið að sýningarnar sem
áttu að vera örfáar enduðu í 130.
Slík reyndist eftirspurn þjóðarinnar
vera eftir sínum ástsælasta grínara
undanfarna áratugi.
„Þá byrjaði konan að teikna og
mála,“ segir Laddi sem hafði ekki
hugmynd um þennan falda hæfi
leika Sigríðar. „Ég hafði aldrei neitt
spekúlerað í þessu en hún var bara
mjög flink í þessu og þá byrjaði ég.
Ákvað bara að gera þetta.“
Þegar betur er að gáð var þetta þó
ekki alveg út í bláinn hjá Ladda. „Ég
hef alltaf verið teiknandi alla mína
hundstíð en hafði aldrei málað eða
farið út í olíumálningu, akrýl eða
eitthvað svoleiðis.“
Laddi segist áður hafa grínast
með að það væri svo mikið að gera
að hann myndi byrja að teikna aftur
og mála í ellinni. „En ég er byrjaður
á því á fullu og búinn að halda tvær
einkasýningar.
Það er voðalega fínt að hafa þetta
einmitt núna þegar það er nægur
tími og þarna er maður bara einn
og smitar engan og smitast ekki,“
segir Laddi sem eins og fleiri finnur
hugarró fyrir framan strigann og
ekki þarf hann heldur að kvarta yfir
viðtökunum á þessum vettvangi en
allar myndirnar á síðustu sýningu
seldust. „Þýðir ekkert að vera að
mála þetta vegna þess að þetta selst
alltaf upp.“
Leðurblökur á sveimi
Laddi telur ekki nokkra einustu
ástæðu til þess að draga úr alvar
leika ástandsins í samfélaginu og
heiminum öllum síðustu daga og
vikur en þó hljóti að mega gera
örlítið grín að þessu. Rétt bara
svona til að halda geðheilsunni.
„Eins og einhver sagði, það má
gera svona góðlátlegt grín að kórónu.
Enda er ég búinn að mála eitt mál
verk af henni,“ segir hann og brosir
sínu Laddaglotti. „Ég setti verkið nú
reyndar á netið um leið og ég kláraði
það í síðustu viku. Svona bara af því
að það er þessi tími og fólk var mjög
ánægt með það og þetta er ekkert
grín sko. Þar er bara fólk á gangi með
sitt fyrir andlitinu og allt og svo eru
kórónuveirur fljúgandi út um allt og
leðurblökur í staðinn fyrir fugla.“
Veiruskaup 2021?
Laddi er eldri en tuttugu vetra
þegar áramótaskaup RÚV eru ann
ars vegar og aðspurður segist hann
ekki geta metið strax hvort tíma
bært verði að gantast með veiruna
í næsta skaupi.
„Ég veit það ekki. Þetta verður
náttúrlega um allan heim alveg
fram eftir árinu. Það verður pott
þétt mál og margt sem breytist.
Til dæmis íþróttir og alls konar
keppnir og svona,“ segir hann og
nefnir sérstaklega sitt sport, golfið,
þar sem allt er upp í loft. „Ég var
í landsliði öldunga og við áttum
að spila úti í sumar. Það er búið að
hætta við það.“
Trufluð tilvera
Sömu sögu er að segja af árlegri
golfferð til Spánar sem 150 Íslend
ingar fara alltaf í apríl. „Þetta er
agalegt og mjög erfitt af því þetta
er svo skemmtilegur túr en hann
verður færður til haustsins. Það
verður vonandi hægt að fara þá,“
segir Laddi og bætir við að hugsan
lega séu þeir bræður og sveitungar
hans úr Hafnarfirði, Jakob Bjarnar
og Atli Geir Grétarssynir, þeir einu
sem taki þessu verr en hann. Þeir
þykja enda heldur kvartsárir og þá
sérstaklega sá fyrrnefndi. „Ég held
að þeir séu verri en ég.“
Laddi segist þó binda vonir við að
þessi truflun tilverunnar muni að
lokum láta eitthvað gott af sér leiða.
„Maður er að hugsa að kannski leiði
þetta eitthvað gott af sér. Vonandi.
Heimurinn verður ekki samur á
eftir og maður vonar að það fari
ekki allt í sama farið aftur. Að fólk
hugsi áfram örlítið um sjálft sig og
náungann og svona. Og að öll þessi
veikindi, smit og dótarí verði til
þess að fólk fari almennt varlega.
Ég veit að ég geri það og þvæ mér
núna miklu oftar um hendurnar.
Það er alveg pottþétt og vonandi
fer þetta bara í vana og að það
fyrsta sem maður gerir þegar maður
kemur heim sé að þvo sér um hend
urnar.“
ÉG LAGÐIST TIL DÆMIS
OFAN Í KISTU OG ALLT
ÞAÐ FYRIR EINHVERJAR
MYNDATÖKUR OG ÞÁ FÓR
MAÐUR NÚ AÐ HUGSA SKO.
Laddi segist ekki vera jafn ofboðslega fúll og sá sem hann leikur í Jarðarförin mín en þeir eiga þó sitthvað sameiginlegt. Til dæmis að hafa kúrt hlédrægir í skeljunum sínum.
4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð