Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 60
Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna ...
Hjálparstarf kirkjunnar sendi
síðasta haust 7,4 milljóna króna
framlag til mannúðaraðstoðar
við þúsundir íbúa sem áttu um
sárt að binda eftir að felli-
bylurinn Idai reið yfir landið í
mars 2019. Framlagið er að
meðtöldum frábærum stuðn-
ingi utanríkisráðuneytisins við
starfið.
Í kjölfar fellilbylsins hóf Hjálp-
arstarf kirkjunnar í Malaví að
aðstoða þá 8.800 íbúa í hér-
uðunum Phalombe og Chikwawa
sem verst urðu úti og útvegaði
þeim næringarríka fæðu og
tryggði þeim aðgengi að drykkj-
arhæfu vatni og hreinlætisað-
stöðu. Sérstök áhersla var lögð
á að börn yngri en fimm ára
fengju næga næringu en einnig
var unnið að því að íbúarnir og
þá sérstaklega börnin nytu sál-
ræns stuðnings til að takast á
við streitu í kjölfar hamfar-
anna. Þá hefur verið unnið að
því að styrkja viðbragðsgetu
samfélagsins við hamförum og
bændur hafa fengið aðstoð við
að koma hjólum atvinnulífsins
aftur af stað.
Stærsta verkefni Hjálpar-
starfs kirkjunnar í þróunar-
samvinnu til lengri tíma er með
sárafátæku fólki sem býr á
miklum þurrkasvæðum í Sóma-
lífylki í Eþíópíu. Frá ársbyrjun
2018 hefur Hjálparstarfið
starfað þar með 3.000 fjöl-
skyldum sem búa við mjög
slæm skilyrði í héraðinu Kebri
Beyah að því að tryggja fæðu-
öryggi þeirra. Meginmarkmið
verkefnisins eru að bæta að-
gengi að drykkjarhæfu vatni,
að fólkið geti aukið fæðuör-
yggi sitt með umhverfisvernd
og bættum aðferðum í land-
búnaði og að styrkja stöðu
kvenna, samfélaginu öllu til
farsældar. Verkefniskostnað-
ur nam 41 milljón króna
starfsárið 2018–2019 og nýtur
Hjálparstarfið stuðnings utan-
ríkisráðuneytisins við verk-
efnið samkvæmt verklagsregl-
um þess um styrki til verkefna
borgarasamtaka í þróunar-
samvinnu.
Í sveitahéruðum í Lyantonde og Rakai
í Úganda aðstoðar Hjálparstarf kirkj-
unnar börn sem búa við örbirgð. For-
eldrar barnanna eru annað hvort
látnir af völdum alnæmis eða mjög
lasburða og eru ekki færir um að
tryggja heilsu þeirra og tækifæri til
mannsæmandi lífs. Fjölskyldurnar
búa í kofahreysum og hafa hvorki
nægan aðgang að vatni og hrein-
lætisaðstöðu né næringarríkri fæðu.
Aðstoðin er veitt í samstarfi við inn-
lendu grasrótarsamtökin RACOBAO
en þau hafa starfað í þágu HIV-smit-
aðra í Úganda í meira en áratug. Hún
felst fyrst og fremst í því að reist er
einfalt múrsteinshús fyrir börnin,
aðgengi að drykkjarvatni er tryggt
með 4000 lítra tanki fyrir rigningar-
vatn, sem reistur er við hlið hússins
og útikamar er reistur til að stuðla að
bættu hreinlæti. Til þess að stuðla að
góðri heilsu barnanna fá fjöl-
skyldurnar geitur til ræktunar, áhöld
og útsæði til að hefja matjurtarækt á
landspildu sem nágrannar leyfa þeim
að nota. Á starfsárinu 2018–2019
varði Hjálparstarf kirkjunnar 11,2
milljónum til aðstoðarinnar og naut
góðs stuðnings utanríkisráðuneytis
til þess.
Börn í fermingarfræðslu þjóð-
kirkjunnar gengu í hús í sóknum
um land allt í október síðast-
liðnum með bauk frá Hjálpar-
starfi kirkjunnar í hönd. Börnin
gáfu þannig af tíma sínum til að
safna fé til verkefna Hjálpar-
starfsins í Afríku.
Alls söfnuðu tilvonandi ferm-
ingarbörn 7.102.351 krónu og
er framlag þeirra og fólksins
sem tók vel á móti þeim afar
dýrmætt.
Kærar þakkir!
Börn sem búa við sára fátækt
geta stundað nám og eru á
heimavist, þökk sé hjartahlýju
fólki frá Íslandi, en frá árinu
1989 hafa Hjálparstarf kirkj-
unnar og Fósturforeldrar stutt
starf Sameinuðu indversku
kirkjunnar, United Christian
Church of India eða UCCI, í And-
hra Pradeshfylki í austurhluta
Indlands.
UCCI rekur þar skóla, heimavist
og spítala ásamt því að gefa
fjölskyldum sem búa við sára
fátækt mat. Um mitt ár 2019
nutu 225 börn og unglingar
stuðnings Fósturforeldra og
Hjálparstarfsins til náms en
auk þess greiðir Hjálparstarfið
laun átta kennara við skólann.
Heildarframlag til starfs UCCI
nam 10,7 milljónum króna á
starfsárinu 2018–2019.
… í Malaví
… á Indlandi.
… í Eþíópíu
… í þágu munaðarlausra vegna
HIV/alnæmis í Úganda
Kærar þakkir fyrir
frábæran stuðning!
10 – Margt smátt ...