Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 20
Íslendingar farnir að horfast í augu Fararstjórinn og fyrrverandi fréttaritar-inn Kristinn R. Ólafsson segir fjarlæga samkennd áberandi í Krónunni. Þótt ég geti slett úr klaufunum í góðra vina hópi er ég er ekki mikill samkvæmismaður og enn minni samkomumaður. Ég hef ekki farið á samkomu síðan ég fór í æsku á slíkt í KFUM eða í Betel heima í Eyjum. Rýmra í Krónunni Það er eftirtektarvert hvað fólk er orðið miklar mannafælur í Krónunni en f líkar samt einhvers konar samkennd – fjarlægri samkennd, þegar það horf ir jafnvel í augun á manni, af tveggja metra færi, eins augnsambandsfælnir og Íslendingar eru nú. Stundum eru það meira að segja hinar fallegustu konur sem gjóa að manni auga; konur sem halda bláglófaðar og nýsprittaðar um handfangið á innkaupakerrunni og sniðganga mann af tillitssemi, náungakærleik og smithræðslu. Sumt fólk hálfpartinn hneigir sig líka eða vindur einhvern veginn upp á sig til að halda boðinni firrð og brosir til manns. Mannhelgin Sumt elskulegt fólk hliðrar til fyrir manni, bíður eftir því að maður kræki kjúkum í kjúll- ann í frystiborðinu eða grípi mjólkurfernu í kæliskápnum; gætir sín að vera ekki að káss- ast upp á mann. Mér finnst sumsé jákvætt að almennt séð virði fólk þessa „mannhelgi“, eins og Þórar- inn Eldjárn vill nefna það sem kerfiskallarnir kalla „félagslega fjarlægð“ eða hvað þetta nú heitir í þeirra munni. Á hinn bóginn hefur þessi mannhelgi alveg verið að drepa mig hér heima. Eiginkonan skrapp til Kanaríeyja og fór beint í sóttkví þegar heim var komið. Og við höfum þurft að sniðganga hvort annað, halda okkur utan við mannhelgislínuna, nú í tvær vikur. Það er andskotanum erfiðara fyrir forfallna snertla og þuklara með snertifíkn á háu stigi. En hún verður komin – og vonandi veirulaus – úr kvínni þegar þetta birtist á prenti. Kærleikur og fjarlæg samkennd Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Nú þegar þjóðir heims halda sig heima til varnar þeirri vá sem að steðjar er eitt og annað gott sem hlýst af, eins og núllstilling hugans og minni útgjöld. Bergþór segir skemmtilegt að fólk kynnist upp á nýtt þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Edda segir fjölskylduna skipta miklu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Anna Þóra bakar mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kristinn segir Íslendinga loks farna að horfast í augu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nándin skringilega mikil Edda Björgvinsdóttir leikkona segir gildis-matið endurfætt og nándina verða skringi-lega mikla. Endurfæðing Endurfæðing! Ekki bara alls mannkyns heldur endur- fæðing gildismats. Gjörbreyttur hugsunarháttur og bestu eiginleikar fólks ná að skína í gegn og blómstra. Fjölskyldan og vinir Ég finn það sem aldrei fyrr, hvað fjölskylda mín og vinir skipta mig óendanlega miklu máli. Nánd fólks verður svo skringilega mikil nú á þessum tímum sem við megum einmitt ekki snerta fólk og eigum að halda okkur í hæfilegri fjarlægð við alla. Mengun minnkar Ég vona að gráðugir valdamenn þessa heims átti sig á því að það verður að færa rándýrar fórnir til að bjarga jörðinni. Mengun og umhverfissóðaskapur eru í sögulegu lágmarki. Húmorinn Aukabónus er svo að við finnum mjög mörg aukna þörf fyrir að nýta styrkleikann húmor – sem betur fer. Klæðist kjól upp á hvern dag Anna Þóra Björnsdóttir, uppistandari og gleraugnasali, segir vísa-reikninginn hafa lækkað. Hvíldin Það er ómetanlegt að fá að sofa og leggja sig endalaust. Maturinn Ég hef loksins tíma til að baka, elda og dúlla mér. Fataskápurinn Ég fer á hverjum degi í kjól. Það er mismunandi hvað ég er í honum lengi en þetta algjörlega reddar deginum. Stundum fylgir hvítvínsglas eða kokteill með í boðinu. Lækkaður vísareikningur Það er mikill sparnaður að vera svona heima, Port 9 og fleiri fara mjög illa út úr þessu hangsi mínu heima. Maðurinn minn Ég hef unnið með þessari elsku í 25 ár en nú erum við í fæðingarorlofi sem aldrei var tekið eftir að yngsti sonur okkar fæddist fyrir 24 árum. Við njótum þess að knúsa krakkann og leika við hann, eða þannig. Yfirvöld hvetja lands-menn til að halda sig sem mest heima og það reynir á þolrif margra, samvera fjölskyldna verður meiri og þykir sumum jafnvel nóg um. Þótt ekki sé gert lítið úr alvarleika faraldursins sem nú ríður yfir heiminn né afleið- ingum hans fyrir efnahag heimila og fyrirtækja þá er ekki alslæmt að þurfa að skipta um gír og læra hvað það er sem skiptir máli. Við fengum nokkra landsþekkta gleðigjafa til að nefna nokkur atriði sem gleðja þá í samkomubanni og komumst að því að kostirnir eru fjölmargir. Nándin er öðruvísi þegar snerting er nánast bönnuð og fólk finnur nýjar leiðir til að njóta samvista við sína nánustu. Svo er landinn farinn að baka og prjóna sem aldrei fyrr. Æfing í elliárunum Bergþór Pálsson söngvari segir samkomu-bannið ágætis æfingu í elliárunum sem hann heldur að verði skemmtileg. Samveran heilsusamleg Þurrger er víst að verða uppselt svo að margir eru að hafa það notalegt með ilmandi brauði, margir spila og tala meira saman en venjulega. Við hreinlega kynnumst upp á nýtt. Bragi sonur minn hittir vini sína í tölvupartíum og segist ekki hafa hitt þá jafnoft í langan tíma. Svo var afmælisveisla á netinu í fjölskyldunni hans Alberts. Allir voru með veitingar heima hjá sér og spjölluðu á Teams. Byrjaði að prjóna Við Albert maðurinn minn tókum upp á því að prjóna saman. Það er eiginlega eins og hug- leiðsla og mjög heimilislegt. Einn vinur okkar sagði að þetta væri nú það hommalegasta sem hann hefði heyrt. Við fengum auðvitað hlát- urskast, en sannast sagna prjónuðu afi minn og amma í Hvítársíðu saman og afi var hið mesta karlmenni! Núllstilling hugans Yfirleitt erum við flest í kapphlaupi við tím- ann, en mörgum verður skyndilega ljóst að margt af þessu stressandi óðagoti er engin lífsnauðsyn. Namaste! Að vísu á þetta ekki við um þau sem vinna í tölvunni heiman frá sér, með börnin hangandi á öxlunum eða hnjánum, en að minnsta kosti þarf enginn að eyða tímanum í umferðarteppum. Kærleikur finnur sér farveg Pabbi, sem er 97 ára, finnur svo sem ekki mikinn mun í sam komu banni, því hann er oft einn og er alveg snillingur í að búa sér til rútínu og sökkva sér í hugðarefni. Nú þarf maður að taka sér hann til fyrirmyndar. Ég held að eftirlaunaaldurinn verði bara skemmtilegur! Það kemur ekki allt í fréttum. Til dæmis fór Hlynur, systursonur minn, með fjölskylduna að svölunum hjá pabba og þau sungu Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt. Þetta voru áreiðanlega þeir tónleikar sem hafa snert pabba mest á lífsleiðinni. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.