Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 30
Á prestastefnu sumarið 1969 hvöttu prestar landsins kirkjuna til að koma á legg hjálparstofnun er sinnti hjálpar- starfi og líknarmálum á hennar vegum. Þeir ákváðu jafn- framt að leggja 1% af launum sínum til hjálparstarfsins. Þjóðkirkjan hafði árin á undan meðal annars tekið virkan þátt í aðstoð við sveltandi fólk í Bíafrahéraði í Nígeríu. „Það nægir ekki í heimi nútímans að vakna upp með andfæl- um, þegar neyðin hrópar svo, að jafnvel dauðir hljóta að heyra, en sofa á milli. Þetta skilur kirkjan í öllum löndum í vaxandi mæli. Vér skiljum það líka. Íslenska kirkjan þarf að eignast sína hjálparstofnun eða hjálparsamtök,“ sagði dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, í skýrslu til kirkjuráðs árið 1969. Á fundi sínum þann 9. janúar 1970 ákvað kirkjuráð formlega að stofna Hjálparstofnun kirkjunnar sem svo hét en nafninu var síðar breytt í Hjálparstarf kirkjunnar. Skipulag og hlutverk Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun með eigin stjórn sem er í höndum fulltrúaráðs en í því er kirkjufólk af öllu landinu. Frá upphafi hefur hlutverk þess verið að starf- rækja mannúðar- og hjálparstarf í nafni íslensku þjóðkirkj- unnar hérlendis og á alþjóðavettvangi. Nú starfa þrír félagsráðgjafar að verkefnum stofnunar- innar á Íslandi, tveir fulltrúar á skrifstofu ásamt fræðslu- fulltrúa og framkvæmdastjóra. Hjálparstarfið nýtur auk þess ómetanlegs vinnuframlags sjálfboðaliða sem vinna í fatamiðstöð stofnunarinnar. Síaukin skilvirkni Fyrstu árin var neyðaraðstoð veitt jafnt innanlands sem utan. Innanlands var einstaklingum veitt aðstoð fyrir milli- göngu presta en auk þess studdi stofnunin ýmis líknarfé- lög með fjárframlögum. Aðstoð var meðal annars veitt í kjölfar eldgossins í Vestmannaeyjum og í kjölfar snjóflóða á Neskaupsstað og í Súðavík. Eftir því sem árin hafa liðið hefur hjálparstarf innanlands orðið hnitmiðaðra. Líknarfélög sem fengu aðstoð í upphafi eru orðin sjálfstæð og Hjálparstarfið einbeitir sér nú að því að aðstoða fólk í félagslegri neyð. Eftir að félagsráðgjafi var ráðinn til starfa á tíunda áratug síðustu aldar fór af stað greiningarvinna sem leiddi til þess að hægt var að ráðast í meira mæli að rótum vandans með fólkinu sjálfu. Þjónustan varð notendastýrðari með árunum og aðferð í starfi hefur í sífellt auknum mæli snúist um valdeflingu þeirra sem starfað er með. Neyðarstoð var veitt erlendis í kjölfar náttúruhamfara og vegna stríðsátaka eftir því sem efni leyfðu. Fyrstu ára- tugina fólst hún mikið til í því að matvæli og hjálpargögn voru send frá Íslandi. Með aukinni samvinnu kirkjutengdra hjálparstofnana og stofnana Sameinuðu þjóðanna og með meiri þekkingu breyttist framlag Hjálparstarfsins sem nú sendir fjármagn til hjálparstarfs sem heimamenn sinna að mestu og hjálpargögn eru keypt svo nærri vettvangi sem unnt er. Styrkur Hjálparstarfs kirkjunnar felst meðal annars í því að vera hluti af tengslaneti grasrótarsamtaka sem þekkja staðhætti á hverjum stað. Fyrsta langtíma þróunarsamvinnuverkefni sem Hjálpar- starfið tók þátt í var í samstarfi við Hjálparstarf norsku kirkjunnar í Suður-Súdan og þangað fóru líka fyrstu starfsmenn til starfa á vegum stofnunarinnar árið 1982, þau Samúel Ólafsson viðskiptafræðingur og Elísabet Júlíusdóttir hjúkrunarfræðingur. Alls áttu hátt í þrjátíu starfsmenn eftir að starfa á vegum Hjálparstarfsins á alþjóðavettvangi fyrstu áratugina. Verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru nú einn af meginþáttum í allri starfseminni. Markmiðin eru skýr og snúast um hjálp til sjálfshjálpar. Fólk vill hjálpa! Hjálparstarf kirkjunnar hefur frá upphafi reitt sig á frjáls framlög frá þjóðkirkjunni og prestum hennar, fyrirtækjum, félagasamtökum og í auknum mæli síðustu ár á framlög frá stjórnvöldum. Mestu hefur þó munað um ótrúlegan stuðn- ing alls almennings sem hefur allt frá byrjun svarað kalli í sérstökum söfnunarátökum og með því að gerast regluleg- ir styrktaraðilar sem nú hafa hlotið heitið Hjálparliðar, en þeir eru nú um 2.200 talsins. Hjálparstarf í fimmtíu ár Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, var einn helsti hvatamaður að skipulögðu hjálparstarfi á vegum íslensku þjóðkirkjunnar og varð hann fyrsti formaður stjórnar Hjálparstofnunar kirkjunnar sem stofnuð var þann 9. janúar 1970. Mynd: Kristinn Ingvarsson/Morgunblaðið „Mannkyn lifir ekki, eins og nú er komið málum, nema með samhjálp.“ Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, í skýrslu til kirkjuráðs árið 1967. 4 – Margt smátt ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.