Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 31

Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 31
Á þeim tuttugu og þremur árum sem Jónas Þórir veitti stofnuninni forstöðu tók bæði hún og allt umhverfi hennar miklum breytingum. „Ég var ráðinn framkvæmda- stjóri Hjálparstarfsins árið 1990. Það hafði þá lent í hremmingum þremur árum fyrr og við urðum að byggja starfið upp frá grunni. Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur leiddi það starf í þrjú ár og ég tók við af henni. Ég var nú líklega ráðinn vegna reynslu minnar af bæði neyðaraðstoð og þróunarsamvinnu á vettvangi,“ segir Jónas sem hafði þá starfað í tólf ár í Eþíópíu á vegum Kristniboðssambandsins. „Til að byrja með fólst starfið mikið til í að byggja upp traust á stofnuninni og afla fjár til verkefnanna. Við vorum þrjú á skrifstof- unni en verkefnin erlendis voru á Indlandi og í Eþíópíu. Við hófum svo verkefni í Mó- sambík og Keníu fljótlega eftir að ég kom til starfa líka. Árið 1997 ákváðum við svo að ráða félagsráðgjafa með þekkingu og reynslu til að tryggja faglegt og markvisst starf hér innanalands.“ Um breytingar sem urðu í umhverfi Hjálpar- starfsins á þeim tíma sem hann var fram- kvæmdastjóri segir Jónas að aukið sam- starf við stjórnvöld frá því sem áður var sé mjög af hinu góða. „Þegar ég kom til starfa var ekkert samstarf í gangi en nú er sam- starfið mjög gott og starfsfólk í utanríkis- ráðuneytinu býr yfir mikilli faglegri þekk- ingu. Faglegt samstarf milli hjálparsamtaka er líka mikið og gott. Allt starf er í raun orðið faglegra og samvinna miklu meiri milli allra sem koma að hjálparstarfi og það er öllum til heilla.“ Jónas vill leyfa sér að vera bjartsýnn fyrir hönd hjálparsamtaka í þróunarsamvinnu. „Fagleg þekking og reynsla er orðin það mikil að ég trúi því að við hér í þessu ríka landi munum efla okkar þróunarsamstarf enn frekar á komandi árum, þrátt fyrir tímabundnar hrakningar. Fjárskortur er reyndar alltaf stærsta hindr- unin og þótt fagleg samvinna sé mikil á milli hjálparsamtaka erum við þó í mikilli sam- keppni um fjármagn. Aðalatriðið er að nýta reynslu okkar og þekkingu þannig að við framkvæmum verkefnin á skilvirkan hátt.“ Jónas sem er enn fullur af eldmóð þrátt fyrir að vera sestur í helgan stein ítrekar mikilvægi þess að upplýsa almenning um starfið því þegar fólk sé meðvitað um ástandið og verkefnin vilji það eiga þátt í þeim og styðja starfið. „Það eru svo mikil forréttindi að vera í þeirri stöðu að geta gefið og lagt góðu mál- efni lið. Við erum lítil og við leysum ekki öll vandamál en það geta allir hjálpað ein- hverjum. Markmið Hjálparstarfs kirkjunnar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og verða að lokum óþarft í lífi þeirra sem við réttum hjálparhönd.“ „Það eru forréttindi að geta hjálpað!“ Jónas Þórir Þórisson gegndi starfi framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar frá 1990 til loka árs 2013 þegar hann afhenti Bjarna Gíslasyni skiptilykil með þeim orðum að hann væri til merkis um að starfið þyrfti að vera sveigjanlegt og þróast áfram; að sífellt þyrfti að finna nýjar lausnir og opna nýjar dyr. Jónas Þórir Þórisson á góðri stundu með samstarfsfólki í Jijigahéraði í Sómalífylki Eþíópíu en þar hefur Hjálparstarf kirkjunnar verið í þróunarsamvinnu í þrettán ár. Meginmarkmið eru að tryggja fæðuöryggi fólksins sem býr á harðbýlu þurrkasvæði með bættu aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu, umbótum í landbúnaði og auknum áhrifum kvenna í samfélaginu. Margt smátt ... – 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.