Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 37

Fréttablaðið - 04.04.2020, Side 37
Faxaflóahafnir sf. auglýsa laust til umsóknar starf hafnarstjóra. Hafnarstjóri er framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, ber ábyrgð á daglegum rekstri og leiðir starfsemi Faxaflóahafna í samráði við stjórn. Hlutverk hans er að stuðla að stöðugum umbótum í takt við framsækna og nútímalega hafnarþjónustu. Leitað er að leiðtoga með gott orðspor, getu til að takast á við margvíslegar aðstæður og brennandi áhuga á verkefnum Faxaflóahafna. HAFNARSTJÓRI Ábyrgðarsvið hafnarstjóra • Daglegur rekstur félagsins í umboði hafnarstjórnar • Yfirmaður allra starfsmanna Faxaflóahafna • Ábyrgð á að fjárhags- og fjárfestingaáætlun sé fylgt og ábyrgð á fjárreiðum félagsins • Samskipti og upplýsingagjöf til hafnarstjórnar • Samskipti við eigendur, sveitarstjórnir, ríkisvaldið og atvinnulífið • Vinnur störf sín að öðru leyti í samræmi við ákvæði hafnalaga og hafnarreglugerða og samþykktir hafnarstjórnar Menntunar- og hæfnikröfur • Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri, þar með talið breytingastjórnun • Reynsla af stjórnun viðamikilla verkefna og áætlana • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi • Þekking á opinberri stjórnsýslu, hafnamálum, skipulags- og umhverfismálum æskileg • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til samstarfs og samvinnu • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum • Hæfni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur Faxaflóahafnir sf. eru sameignarfélag í eigu fimm sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar sem er stærsti eigandinn, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Faxaflóahafnir sf. eiga og reka fjórar hafnir, Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Hjá fyrirtækinu vinna um 70 manns en Faxaflóahafnir sf. annast almenna hafnarþjónustu við skip og eiga m.a. fjóra dráttarbáta. Allar nánari upplýsingar má finna á www.faxafloahafnir.is Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl nk. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is. Framkvæmdastjóri Capacent — leiðir til árangurs Þjónustuskrifstofa FS er þjónustueining fyrir fimm aðildarfélög Bandalags háskólamanna: Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarð, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga. Samtals eru félagsmenn nálægt 4800. Nánari upplýsingar má finna hér: www.stett.is Upplýsingar og umsókn capacent.com/s/24625 Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun/háskólapróf á sviði viðskipta, hagfræði, stjórnunar eða sambærileg menntun. Yfirgripsmikil þekking á vinnumarkaðsmálum og innsýn í breytingar sem eru framundan í þeim. Yfirgripsmikil þekking á starfsemi og starfsumhverfi stéttarfélaga. Stjórnunarreynsla og reynsla af störfum félagasamtaka. Þekking á samningagerð og reynsla af samningavinnu. Frumkvæði og metnaður til árangurs í starfi. · · · · · · · · · · · · · · Umsóknarfrestur 16. apríl Starfs- og ábyrgðarsvið: Daglegur rekstur skrifstofu og félaga. Starfsmannahald skrifstofu. Undirbúningur, gerð og eftirfylgni kjarasamninga. Þjónusta og upplýsingagjöf til félagsmanna. Móttaka og meðhöndlun gagna. Undirbúningur funda og gagnaöflun. Seta í nefndum og stjórnum í umboði skrifstofu og félaga. Ýmis tilfallandi verkefni og samskipti fyrir hönd aðildarfélaganna. Þjónustuskrifstofa FS leitar að öflugum framkvæmdastjóra til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og ríka samskiptahæfni. Hlutverk FS er að þjónusta fimm stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna. Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn FS og ber ábyrgð á þjónustuskrifstofu félaganna. Viðkomandi starfar náið með formönnum aðildarfélaganna að markmiðum FS. Leitað er að einstaklingi til að stýra og móta starfsemi mjög sjálfstæðra sérfræðinga í margþættu og síbreytilegu umhverfi. Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Viðar Ingi Pétursson, vip@frettabladid.is 550 5626 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.