Fréttablaðið - 04.04.2020, Síða 58
Þökk sé hjartahlýju fólki á Íslandi útskrifast ár hvert fleiri en 500 unglingar úr
verkmenntasmiðjum í fátækrahverfum Kampala, höfuðborg Úganda. Eftir árs
nám í iðngrein í smiðjunum fær unga fólkið langflest vinnu í borginni og getur séð
fyrir sér á þann hátt sem þau kjósa.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur rekið smiðjur með innlendum hjálparsamtökum sem
heita Ugandan Youth Development Link, UYDEL, í þremur hverfum Kampala frá
byrjun árs 2017. UYDEL hafa áratuga reynslu af því að vinna með ungu fólki í fá-
tækrahverfum og eru leiðandi í baráttunni gegn mansali og barnaþrælkun í
Úganda. Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins í Úganda, hefur milligöngu
um samstarfið og gegnir eftirlitshlutverki með starfinu í Kampala.
Úgandabúar eru nær 46 milljónir talsins en nær helmingur þeirra (48,5%) er
yngri en 15 ára. Þrátt fyrir að langflestir, um 80%, búi í sveitum landsins og lifi af
landbúnaði flykkist fólk í síauknum mæli til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi.
Þar búa hins vegar um 700 þúsund af 1,7 milljónum íbúa við sára fátækt.
Fátæktin rekur unga fólkið til þess að taka þátt í glæpagengjum eða jafnvel til að
selja líkama sinn svo þau eigi fyrir mat og öðrum nauðsynjum. Aðstæðurnar gera
það einnig að verkum að unglingarnir verða auðveldlega fíkniefnum að bráð.
UYDEL rekur smiðjur fyrir börn og ungmenni á aldrinum 13–24 ára í fátækrahverf-
unum til þess að gefa unglingunum þar tækifæri til betra lífs. Árið 2020 mun
Hjálparstarf kirkjunnar senda alls 16 milljónir króna til reksturs þriggja þeirra út
árið.
Peningarnir koma frá fólki á Íslandi. Annars vegar frá íslenskum stjórnvöldum en
utanríkisráðuneytið hefur samþykkt að greiða 80% af kostnaði við verkefnið á
hverju ári til ársloka 2023. Hins vegar frá hjartahlýjum einstaklingum sem leggja
starfinu lið með mánaðarlegu framlagi sem Hjálparliðar eða með stökum styrk.
Draumarnir rætast með þinni hjálp!
Aðstæður í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda eru mjög bágbornar. Ekkert rennandi vatn er þar og engin sorphirða.
Börnin fara í skólann eldsnemma á morgnana, oft ekki nema með hnefafylli af hnetum til að borða yfir daginn.
Anna Nabulya yfirfélagsráðgjafi UYDEL og Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar í smiðjunni í Makindye-hverfi. Bjarni fer einu sinni á ári til Kampala til að ræða við
starfsfólk UYDEL um það hvernig verkefnið gangi og fylgist um leið með því að peningarnir frá Íslandi séu vel nýttir. Hann skoðar starfið í smiðjunum og hittir krakkana í þeim og líka
krakka sem hafa útskrifast úr smiðjunum.
8 – Margt smátt ...