Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 66
á sjónarsviðið árið 1999, og var titlaður sem helsti andstæðingur Tigers, hefur sviðsljósið beinst að Sergio og hegðun hans. Strax á fyrsta ári sínu sem atvinnukylfingur missti hann stjórn á skapi sínu og grýtti öðrum skónum í auglýsingaskilti. Þegar umboðsmaður hans kom með skóinn aftur sparkaði hann sama skó í burtu og var skórinn hársbreidd frá því að lenda á dómara. Átta árum seinna náðist myndband af honum að hrækja í holu eftir að missa fugla- pútt í skolla. Árið 2010 slapp Garcia vel þegar hann trylltist eftir innáhögg  í sandglompu og tók út reiði sína á glompunni. Garcia var ekki refsað en hann missti aftur stjórn á sér í fyrra í Sádi-Arabíu og átti það hlut í ákvörðun mótanefndar um að reka hann úr mótinu. Á sama móti kvörtuðu leikmenn undan því að Garcia hefði eyðilagt fimm flatir í pirringi. Það reyndist ekki kenna honum neitt því stuttu síðar missti hann stjórn á skapi sínu á ný og réðst á teiginn með drivernum. Ekkert kemst þó í líkingu við tilhneigingu Garcia til að kasta kylfunum frá sér í bræðiskasti eftir slæmt högg. Árið 2011 sást hann fyrst kasta kylfu út í vatnið á móti í Taílandi og ári síðar kastaði hann kylfu í hljóðnema frá ESPN sem var að sýna frá mótinu. Sex árum síðar þurfti hann að troðast inn í runna og leita að drivernum sínum eftir að hafa kastað honum frá sér í bræði eftir slakt upphafshögg. Á opna breska meistaramótinu í golfi náði aðdáandi myndbandi af því þegar Garcia kastaði drivernum enn og aftur frá sér. Nú var það í blindni og var kylfusveinn Garcia heppinn að fá kylfuna ekki í sig. Enn þann dag í dag hefur Garcia aldrei verið dæmdur í bann og er ólíklegt að það verði nokkurn tímann gripið til þess. Leikmenn á mótaröðinni virðast hafa fengið nóg og sagði einn þeirra, sem vildi ekki koma fram undir nafni í samtali við  Telegraph, að leikmenn vissu ekki hvað hann þyrfti að gera til að honum yrði refsað. ÉG ER TILFINNINGARÍKUR LEIKMAÐUR, ÞAÐ ER BÆÐI EINN AF STYRKLEIKUM MÍNUM OG VEIKLEIKUM. ÉG ER AÐ VINNA Í ÞVÍ AÐ HAFA BETRI STJÓRN Á ÞVÍ. Sergio Garcia árið 2019 Sergio Garcia er tilfinn-ingaríkur á vellinum og átti erfitt með að ráða við tilfinningarnar þann 10. apríl fyrir þremur árum. Loksins tókst Spánverj- anum að landa fyrsta risatitlinum í golfi í 74. tilraun og nítjándu til- raun á Augusta-vellinum og það á 60 ára afmælisdegi hins sáluga Seve Ballesteros, átrúnaðargoðs Garcia, sem lést árið 2011 eftir baráttu við heilaæxli. Með því varð spænski kylf- ingurinn þriðji spænski kylf- ingurinn til að vinna eitt af r isamótunum f jór um á ef tir Seve og José María Olazábal. Garcia þurfti að fara í bráðabana gegn Justin Rose og var tölfræðin honum ekki hliðholl. Spánverjinn var búinn að tapa fimm sinnum í síðustu sjö bráðabönum, þar á meðal á Opna breska meistaramót- inu tíu árum áður, þar sem Garcia var með þriggja högga forskot fyrir lokadaginn en þurfti að horfa á eftir titlinum. Þetta árið var hins vegar komið að Garcia og fékk hann góða hjálp frá andstæðingi sínum, Rose sló upphafshöggið inn í skóg í bráða- bananum. Þar með tókst Garcia að koma í veg fyrir að vera í umræð- unni um besta kylfinginn sem aldrei vann risamót til framtíðar og mátti búast við því að fleiri titlar myndu fylgja eftir en árangurinn hefur látið á sér standa. Á þeim þremur árum sem liðin eru frá sigrinum á Augusta-vell- inum hefur Garcia ekki enn unnið mót á PGA-mótaröðinni. Þá missti hann af niðurskurðinum á f leiri mótum (8) en hann náði niður- skurðinum (6) árið 2018. Titilvörnin ári síðar fór í súginn strax á fyrsta degi þegar Garcia setti fimm bolta í sömu tjörnina og lék holu á þrettán höggum á sömu holu. Eftir að hafa unnið sinn fyrsta risa- mótstitil hafði Garcia orð á því að hann væri búinn að þroskast og full- orðnast en það er f lest sem bendir til þess að það sé ekki satt. Skapið er hans versti óvinur Allt frá því að hann skaust fram Skapheiti Spánverjinn Auðvelt var að samgleðjast Sergio Garcia þegar hann vann loksins fyrsta risamótið árið 2017 eftir langa bið. Síðan þá hefur hinn skapheiti Spánverji verið rekinn úr tveimur mótum og verið kallað eftir banni. Í golfíþróttinni er lögð mikil áhersla á góða hegðun og þykir óásættanlegt að kasta kylfunum í bræðiskasti þótt höggið hafi verið slæmt, eins og Garcia hefur lagt í vana sinn undanfarin ár. Það mátti sjá á Garcia að það var gríðarlegur léttir þegar honum tókst loksins að vinna sinn fyrsta risatitil á Masters árið 2017. MYND/GETTY Ekki í fyrsta sinn sem Garcia grýtir skóm en í þetta skiptið var það til aðdáanda til að þakka fyrir stuðninginn í Rydernum. Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.