Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 04.04.2020, Qupperneq 78
Sambíó býður í bílabíó þessa helgi á plani Smáralindar. Frítt verður inn á fjórar sýningar. Laugardagur kl. 16.00 Jón Oddur og Jón Bjarni kl. 20. 00 Dalalíf Sunnudagur kl. 16.00 Jón Oddur og Jón Bjarni Kl. 20.00 Löggulíf Tjald verður sett upp á efra plani Smáralindar þar sem inngangur Smárabíós er. Jón Oddur og Jón Bjarni er kvik- mynd frá árinu 1981 í leikstjórn Þráins Bertelssonar, gerð eftir samnefndri sögu Guðrúnar Helga- dóttur. Í helstu hlutverkum eru: Páll Jósefs Sævarsson, Wilhelm Jósefs Sævarsson, Egill Ólafsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Herdís Þorvalds- dóttir og Gísli Halldórsson. Dalalíf er önnur kvikmyndin í þríleik Þráins Bertelssonar um Þór og Danna. Í þessari mynd fara þeir í sveit og stofna nýja og undarlega tegund af ferðaþjónustu. Myndin var frumsýnd árið 1984 og í aðal- hlutverkum eru Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir og Sigurður Sigur- jónsson. Löggulíf er þriðja og síðasta kvik- myndin í þríleik Þráins Bertelsson- ar um félagana Þór og Daníel. Í þetta sinn fá þeir óvænt vinnu í lögregl- unni. Myndin er frá árinu 1985 og í helstu hlutverkum eru: Karl Ágúst Úlfsson, Eggert Þorleifsson, Lilja Þórisdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Flosi Ólafsson. Ha n d r i t i n t i l barnanna er viða-m i k ið verke f n i sem Guðrún Nor-d a l , f o r s t ö ð u -maður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Eva María Jónsdóttir, sérfræðingur hjá stofnuninni, vinna að ásamt fleirum. Það var 21. apríl 1971 sem Danir skiluðu handrit- unum til Íslands. Eva María fæddist nokkrum dögum síðar en Guðrún var þá tíu ára og man vel eftir deg- inum. „Þetta var hátíðisdagur og fólk mætti sparibúið niður á hafnar- bakka. Það var mikil stemning.“ „Ve r k e f n ið H a nd r it i n t i l barnanna skiptist í nokkra hluta, en það miðar að því að á næsta ári, þegar 50 ár eru frá heimkomu hand- ritanna, verði allir sjöttu bekkingar landsins meðvitaðir um þá miklu menningararfleifð sem býr í mið- aldahandritunum,“ segir Eva María. „Við erum meðal annars að vinna að kennsluefni fyrir skólana og höfum sent skoðanakönnun til kennara og spurt hvaða efni þeir geti nýtt sér í kennslunni og hvað muni virka fyrir þann hóp barna sem við erum að stíla inn á sem eru sjöttu bekkingar. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta tekst. Við miðlum eins miklu efni og við getum til kennara sem skapa einnig sitt eigið efni og svo tökum við utan um þetta allt eftir ár,“ segir Guðrún. Börn skrifa á kálfskinn Safnkennari Árnastofnunar er í hópi þeirra sem koma að verkefn- inu. „Við erum með nokkur hand- rit á sýningu í Safnahúsinu þar sem safnkennarinn okkar Svanhildur María Gunnarsdóttir hefur haft aðstöðu síðustu árin. Hún tekur þar á móti krökkunum, er með handritasmiðju og sýnir hvernig handrit eru búin til og hvernig þau eru skrifuð og leyfir þeim að skrifa á kálfskinn með jurtableki sem hún býr til sjálf. Þannig að það er ævin- týralegt fyrir krakkana að koma til hennar. Árið 2013 fór hún í mjög marga skóla víðs vegar um landið og nú stendur til að endurtaka það. Hún mun fara í skóla sem víðast um landið næsta vetur,“ segir Guðrún. Enn einn þáttur verkefnisins er barnabók eftir Arndísi Þórarins- dóttur um sögu Möðruvallabókar. „Þar verður fjallað um ótrúleg ævin- týri Möðruvallabókar á langri ævi,“ segir Eva María. Ungmennahandrit ársins Í Hörpu verður haldin vegleg hand- ritahátíð fyrir börn og þar verða veitt verðlaun fyrir ungmenna- handrit ársins 2021. „Handrita- hátíðin verður hluti af dagskrá ba r na menninga rhát íða r sem verður haldin á næsta ári,“ segir Eva María. „Góðar hugmyndir sem voru skrifaðar niður hafa lifað með okkur frá því ritöld hófst. Við eigum til dæmis þessar frábæru upplýs- ingar um norræna goðafræði vegna þess að Snorri Sturluson vann úr heimildum, kom þeim á kálfskinn og sameinaði þar hug og hönd. Á handritahátíð geta börn komið hugmyndum sínum á framfæri með því að skrifa þær niður eða slá þær inn í tölvu. Okkur langar til að þarna verði til sambland af hand- verki og hugverki. Hugmyndirnar geta síðan haldið áfram að lifa í sögu, ljóði, kvikmyndahandriti, sjónvarpsþætti eða öðru. Í dag er orðið handrit skemmtilega víð- feðmt, þótt það hafi upprunalega táknað þessa útgáfu af handriti.“ „Það verður mikið í gangi á næsta skólaári og það er búið að skapa samstarfsferli við ansi marga. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig til tekst,“ segir Guðrún. Færa handritin til barnanna Guðrún Nordal og Eva María Jónsdóttir vinna að verkefni sem á að gera alla sjöttu bekkinga landsins meðvitaða um menningararfleifðina í miðaldahandritunum. Guðrún Nordal og Eva María eru að undirbúa viðamikið verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Boðið í bílabíó Hægt verður að sjá hrekkjalómana þá Jón Odd og Jón Bjarna í bílabíói. GEISLADISKUR Víkingur Ólafsson Tónlist eftir Rameau og Debussy í flutningi Víkings Heiðars Ólafs- sonar Deutsche Grammophon Tónskáldið Jean-Philippe Rameau var maður nokkuð skapstór. Einu sinni var hann í heimsókn hjá konu í íbúð á þriðju hæð. Hún átti hund sem var að gelta. Þetta fór í taug- arnar á Rameau, sem greip hundinn og henti honum út um gluggann. Konan æpti af skelfingu: „Monsieur! Af hverju gerðuð þér þetta?“ Rameau svaraði: „Hundurinn var falskur!“ Ef Rameau væri á lífi í dag myndi hann örugglega ekki gera þetta við Víking Heiðar Ólafsson píanó- leikara. Geisladiskur með tónlist eftir Rameau og líka Debussy kom út á dögunum. Leikur Víkings er allt annað en falskur og því lítil hætta á að honum verði hent út um glugga. Röð verkanna á diskinum er auk þess listilega samansett. Samvera þessara tveggja tón- skálda á geisladiskinum kann að vekja upp spurningar. Rameau fæddist seint á sautjándu öld, Debussy um miðbik nítjándu aldar. Þeir voru hins vegar báðir franskir, og framsæknir, hvor á sinn hátt. Debussy dáðist mjög að Rameau og síðasta verkið á geisladiskinum, hægi kaflinn úr Images I eftir þann fyrrnefnda, er saminn sérstaklega í anda gamla meistarans. Tónlist beggja er fremur fínleg. Rameau samdi alls konar líf leg lög sem gnægð er af á diskinum. Hann skrifaði þó einnig dreymandi mel- ódíur á borð við millispilið The Arts and the Hours úr síðustu óperunni sinni, Les Boreades. Víkingur hefur sjálfur útsett það einkar smekk- lega fyrir píanó. Án efa er þetta einn af hitturunum á diskinum, sérlega grípandi lag sem ekki fæst nóg af. Þarna eru líka húmorísk smáverk. Þau eru full af trillum og skrauti, ógnarhröðum tónarunum og hnyttnum laghendingum, sem allar skína skært í öguðum, en kraftmiklum píanóleiknum. Debussy er mýkri, og dulúðin í tónlist hans skapar áhrifamikið mótvægi. Í framtíðarsögunni The Stand eftir Stephen King er sena þar sem kona setur á tónlist eftir tónskáldið, en vini hennar, sem er rokkari, finnst það þunnur þret- tándi. Ef maður ætlar að hafa klass- ík á fóninum, hugsar hann, af hverju þá ekki að fara alla leið og hlusta á Beethoven eða Wagner. „Why fuck around?“ Tsjajkovskí var ekki heldur hrifinn af Debussy og fannst hann vinna illa úr hugmyndum sínum. En Debussy gefur í skyn, skáld- skapurinn hans er undir yfirborð- inu, og það er einmitt það sem gerir tónlist hans svo heillandi. Eitt magnaðasta verkið á diskinum er Sporin í snjónum, prelúdía sem er svo myrk og þunglyndisleg, svo full af vonleysi að mann setur hljóðan. Túlkun Víkings þar er fyllilega í stíl verksins. Hún er í senn harð- neskjuleg og ljóðræn, svo tónlistin hittir beint í mark. Geisladiskur inn er nok kuð óvanalegur að því leyti að hann er samsettur eins og lagalisti. Plötur í gamla daga innihéldu yfirleitt heildarflutning eða bara verk eftir eitt tónskáld. Hér er aftur á móti sköpuð áhrifarík heild úr tveimur ólíkum þáttum, og útkoman er furðulega áhrifamikil og ánægjuleg. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Glæsilegur geisla- diskur með frábærri spilamennsku og skemmtilegri tónlist. Skín skært í kraftmiklum píanóleiknum Frábær diskur segir Jónas Sen. Laddi og Karl Ágúst Úlfsson í hinni mjög svo vinsælu mynd Löggulíf. HUGMYNDIRNAR GETA SÍÐAN HALDIÐ ÁFRAM AÐ LIFA Í SÖGU, LJÓÐI, KVIK- MYNDAHANDRITI, SJÓNVARPS- ÞÆTTI EÐA ÖÐRU. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 4 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.