Fréttablaðið - 04.04.2020, Page 88

Fréttablaðið - 04.04.2020, Page 88
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Margrétar Kristmannsdóttur BAKÞANKAR © Inter IKEA System s B.V. 2020 Margt smátt ... Páskablað Hjálparstarfs kirkjunnar fylgir Fréttablaðinu í dag! Allir foreldrar vilja vera börnum sínum góð fyrir-mynd og stundum tekst okkur vel upp og stundum miður. Ég veit af eigin raun að börnin mín tvö hafa stundum hugsað með sér: „Ókei – sú gamla er ekki alveg glötuð.“ En ég hef einnig upplifað að ljósið í augum þeirra hefur hreinlega slokknað við eitthvað sem ég hef sagt eða gert – og á þeirri stundu hefðu þau gjarnan viljað að jörðin gleypti mig í heilu lagi. Hafandi átt son og síðan dóttur var ég komin með frábært tækifæri til að breyta heiminum – allavega heima fyrir. Og ég byrjaði snemma að blása dóttur minni baráttu- og jafnréttisanda í brjóst! Þegar hún var lítil og ég var að keyra hana í skólann sagði ég oft við hana þegar hún fór út úr bílnum: „Og vertu nú svolítið óþekk í dag,“ og átti þá við að hún tæki sér svolítið pláss í lífinu. Er þeir tímar komu að þau systkinin hættu að vilja vera í dagvist eftir skóla og voru ein heima um tvo tíma á dag, reyndust sumir dagar erfiðari en aðrir. Einn daginn hafði dóttir mín hringt óvenju oft í mig í vinnuna, ég eitthvað upptekin og á endanum var farið að þykkna í mér. Erindin voru enda ekki merkileg: mátti hún fá kex, mátti hún horfa á vídeó, mátti hún hringja í vinkonu og svo framvegis. Þessu hafði ég öllu svarað samviskusamlega en þegar hún hringdi enn einu sinni með álíka merkilegt erindi svaraði ég – en byrsti mig síðan og sagði við hana: „Og næst þegar þig vantar eitthvað hringdu þá í hann pabba þinn.“ Þá heyrði ég að dóttirin dró að sér andann með vandlætingartón og sagði hneyksluð: „Ertu brjáluð mamma, hann er í vinnunni!“ Þegar uppeldið bregst ARIZONA 500 ML 299 KR/STK 598 KR/L

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.