Feykir


Feykir - 07.06.2017, Qupperneq 10

Feykir - 07.06.2017, Qupperneq 10
Öryggismál sjómanna Viðtal við Auði B. Guðmundsdóttur Auður um borð í skólaskiipinu Sæbjörgu ásamt Hilmari Snorrasyni skipstjóra og nokkrum nemendum. MYNDIR: VÍS Auður segir að margar af stærstu útgerðum landsins séu með tryggingar hjá VÍS og er áhersla lögð á forvarnir, auk þess að bjóða faglega trygg- ingaráðgjöf. Sem hluta af trygg- ingaþjónustu er fyrirtækjum í forvarnarsamstarfi boðið að taka upp atvikaskráningarforrit VIÐTAL Páll Friðriksson þeim að kostnaðarlausu. „Við leggjum áherslu á markvissa skráningu á slysum og næstum slysum, þannig kortleggjum við hvar hætturnar liggja. Forritið, sem við köllum Atvik, einfaldar og auðveldar skrán- ingu og einnig geta stjórnendur með einföldum hætti fengið góða yfirsýn yfir helstu atvik, vinnuslys og hættur sem skráð- ar eru í kerfið. Við vitum að slysin gera boð á undan sér,“ segir Auður. Hún segir að sýnilegur árang- ur sé af þessu starfi sem s k i l a r sér í Tryggingafélagið VÍS hefur verið í fararbroddi í öryggismálum sjómanna og m.a. fyrst tryggingafélaga til að ganga til liðs við Slysavarnarskóla sjómanna og á í góðu samstarfi við að bæta öryggismenningu hjá þeim útgerðum sem tryggja hjá því. VÍS hefur gefið skólanum 70 björgunargalla síðustu árin til þjálfunar og æfinga fyrir nemendur skólans og saman er unnið að því að fyrirbyggja slys og tjón með öflugri fræðslu, markvissri þjálfun og miðlun þekkingar. Feykir hafði samband við Auði B. Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs VÍS, og forvitnaðist um öryggismál sjómanna og tengsl hennar við Skagafjörð. fækkun slysa og tjóna og það sé allra hagur; starfsmanna, fyrir- tækja og samfélagsins í heild sinni. Að huga vel að forvarnar- og öryggismálum er samfélags- ábyrgð sem öll fyrirtæki eiga að tileinka sér. „Það er gaman að segja frá því að samstarf okkar við FISK Seafood hefur gengið feykilega vel og er fyrirtækið leiðandi fyrirtæki í öryggis- málum, ekki einungis meðal sjómanna heldur einnig í fiskvinnslunni. Það var árið 2014 sem við veittum FISK Forvarnarverðlaun VÍS fyrir framúrskarandi árangur í þessum efnum og er fyrirtækið gott dæmi um hve miklum árangri er hægt að ná í þessum efnum þegar yfirstjórn sýnir forvörnum og öryggismálum raunverulegan og sýnilegan stuðning. Það er horft til þeirra um hvernig inn- leiða eigi öfluga öryggis- menningu um borð í fiskiskipum og gaman er að fylgjast með því hvernig þessi menn- ing hefur smitað frá sér til annarra fyrir- tækja og í raun til samfélagsins í heild,“ segir Auður. Forvarnir skila árangri Að sögn Auðar hafa sjómenn almennt tekið vel á öryggis- málum og er sam- vinnan góð. „Áhersla okkar er að skapa öryggismenningu um borð í skipunum og er lykilatriði í þeim efnum að stjórnendur taki virkan þátt og verði til fyrirmyndar í þessum málum og sýni gott fordæmi. Í samstarfi okkar við Slysavarnarskóla sjómanna hafa verið haldin sérstök öryggis- námskeið fyrir áhafnir skipa sem tryggð eru hjá okkur. Námskeiðin fara fram um borð í hverju skipi og þar af leiðandi í umhverfi sem sjómennirnir gjörþekkja. Það kemur skip- verjum oft á óvart hversu margt má færa til betri vegar, án mik- illar fyrirhafnar, til að auka öryggi þeirra. Forvarnir byggja fyrst og fremst á góðri fræðslu og markvissri þjálfun því örugg, rétt og skjót viðbrögð áhafnar skipta sköpum þegar slys ber að höndum.“ Hún segir að unnið sé að forvarnarsamstarfi við fleiri fyrirtæki á svæðinu eins og með Kaupfélagi Skagfirðinga og Vörumiðlun. „Í fyrra tók Stein- ull hf. á Sauðárkróki á móti forvarnarverðlaunum VÍS og ein megináhersla okkar nú í samstarfi okkar við sveitarfél- agið Skagafjörð er að efla for- varnir og vinna að öryggis- málum íbúum sveitarfélagsins til heilla. Við höfum náð að efla öryggisvitund og aðstoða við að innleiða bætta öryggismenn- ingu hjá fyrirtækjum í viðskipt- um við okkur. Þetta skilar sér í fækkun slysa og tjóna,“ fullyrðir Auður enda sýnir reynslan að með öflugu forvarnarsamstarfi við fyrirtæki tekst ekki aðeins að efla öryggismál fyrirtækja, heldur myndast einnig bæði beinn og óbeinn fjárhagslegur ávinningur fyrir fyrirtækin og í raun fyrir samfélagið í heild. Tengslin við Skagafjörð Auður kemur reglulega í Skaga- fjörðinn þar sem fjölskylda hennar á lítinn sumarbústað á Reykjum á Reykjaströnd. Þar segir Auður dásamlegt að vera og reynir fjölskyldan að komast þangað eins oft og tækifærin leyfa. „Við njótum náttúrufegurð- arinnar á Reykjum og úti- verunnar á svæðinu. Á veturna förum við á skíði í Tindastól, veiðum rjúpu í fjalllendinu okkar þegar rjúpnatímabilið er og njótum þess að vera í ró og næði, borða góðan mat og hafa það kósí. Það er fastur liður í hverri ferð að fara í sund á Króknum og fá okkur kaffi og kruðerí í bakaríinu á eftir. Bakaríið á Króknum er uppáhalds bakaríið mitt. Á sumrin veiðum við silung úr sjó, förum í göngur um svæðið og eyðum sem mestum tíma úti við. Að horfa á sólarlagið við sjóndeildarhringinn og Drang- ey getur verið alveg magnað. Þvílík fegurð fyrirfinnst ekki víða,“ segir Auður. Mig langar til að óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn. Í auglýsingum frá VÍS sendum við kveðju að þessu sinni með táknmáli þeirra. Þannig bregðum við á leik með merkjafána sem tákna stafi í stafrófinu og eru notaðir til að koma skilaboðum frá skipum. Við bendum öllum sem vilja senda sjómönnum kveðju í tilefni dagsins á að heimsækja vis.is/sjomenn“ eða að fylgjast með Facebook síðu VÍS og senda sjómönnum skemmtileg skilaboð og kveðju. Til ham- ingju með daginn sjómenn! Góð samvinna við sjómenn tryggir árangur 10 22/2017

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.