Feykir


Feykir - 23.05.2018, Page 16

Feykir - 23.05.2018, Page 16
X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Þóra Sverrisdóttir sveitarstjórnarmaður og rekstrarfræðingur E-listi Nýtt afl Húnavatnshreppi Nýtt afl er breiður hópur öflugra frambjóðenda sem hafa mikinn áhuga á að efla samfélagið og stuðla að framþróun og nýsköpun á öllum sviðum mannlífsins, m.a. má nefna atvinnumál, skóla- og æskulýðsmál og ferðaþjónustu. Nýtt afl hefur þá sýn að það séu grundvallar mannréttindi að öllum íbúum sé gert kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu á jafnréttisgrunni. Nýtt afl leggur áherslu á jafnrétti í verki með því að bjóða fram fjölbreytt val fulltrúa og jafnt hlutfall karla og kvenna. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Íbúar Húnavatnshrepps og hagsmunir þeirra eru í öndvegi hjá Nýju afli. Efla þarf þjónustu við íbúana og huga að þáttum sem eru grundvöllur búsetu, náms og atvinnustarfsemi í dreifbýli svo sem fjarskipti, samgöngur o.fl. Nýtt afl vill auka aðkomu íbúanna að stefnumótun, skipa ungmennaráð í sveitarfélaginu og halda íbúafundi/ íbúaþing varðandi stefnumótun málefna sveitarfélagsins. Nýtt afl vill bjóða upp á gjaldfríar máltíðir fyrir börn í leik- og grunnskóla, bjóða upp á tómstundaakstur fyrir börn og leita eftir samstarfi við nágrannasveitarfélög og íþróttafélögin um samþættingu íþrótta- og tómstundastarfs. Einnig vill Nýtt afl koma til móts við þarfir foreldra 9-12 mánaða barna með því að bjóða upp á ungbarnadeild í leikskólanum Vallabóli eða heimgreiðslur. Nýtt afl mun beita sér fyrir því að íbúar Húnavatnshrepps fái tækifæri til að greiða atkvæði um sameiningartillögu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu í janúar 2019. Fulltrúar Nýs afls munu gæta hagsmuna íbúa Húnavatnshrepps af kostgæfni við alla vinnu og undirbúning. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? -Mikil íbúafækkun hefur orðið í Húna- vatnshreppi frá stofnun sveitarfélags- ins 2006 en árið 2007 voru íbúar 465 en í dag eru þeir ekki nema 383, og hefur íbúum því fækkað um 18%. Á sama tíma hefur fjöldi grunnskólanemenda farið úr 72 niður í 42 í dag, og hefur grunnskólanemum því fækkað um 41%. Þess má geta að árið 2002 voru grunnskólanemendur í Húnavatns- hreppi 102. Þessar miklu breytingar kalla að mínu mati á endurskoðun fræðslu- og æskulýðsmála í sveitar- félaginu og kanna þarf hvaða framtíðarsýn íbúar hafa varðandi þessi mál. Einnig er staða sauðfjárræktar mikið áhyggjuefni þar sem aðal- atvinnuvegur í Húnavatnshreppi er landbúnaður. Því er afar brýnt að styrkja og treysta grundvöll sauð- fjárræktar sem atvinnugreinar. Nýtt afl vill vinna að eflingu atvinnumála, nýta þau tækifæri sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða, t.d. varðandi upp- byggingu ferðamannastaða m.a. menn- ingartengda ferðaþjónustu. Það er löngu tímabært að orka Blönduvirkj- unar verði nýtt til atvinnusköpunar í heimabyggð og vill Nýtt afl leggja sitt af mörkum svo að af því geti orðið og vísar til þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi 15. janúar 2014 þar sem ríkisstjórninni var falið að koma á samstilltu átaki heimamanna og stjórnvalda um atvinnuuppbyggingu í héraði til nýtingar þeirrar orku sem verður til þar. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? -Nýtt afl er góður valkostur fyrir íbúa Húnavatnshrepps, frambjóðendur E-listans eru breiður hópur kraftmikils fólks sem vill leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag í Húnavatnshreppi enn betra, í samvinnu við íbúana. X18 SPURNINGAR TIL ODDVITA : Halldór Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarmaður H-listi Skagastrandarlistans Skagaströnd Framboð Skagastrandarlistans er ekki tengt neinu sérstöku stjórnmálaafli. Að framboðinu stendur fólk sem ber hag Skagastrandar fyrir brjósti og er tilbúið vinna að því að gera gott samfélag enn betra. Hvaða mál eru sett á oddinn hjá þínu framboði? -Skagastrandarlistinn hefur sent frá sér metnaðarfulla stefnuskrá sem tekur á flestum málaflokkum. Atvinnumál skipa þar stóran sess en lagt er upp með að styrkja það sem fyrir er og halda áfram að styðja við sprotastarfsemi. Framboðið telur mikilvægt að sjá til þess að innviðir ferðaþjónustu haldi áfram að styrkjast enda séu fjölmargir vannýttir möguleikar á því sviði. Í mennta- og uppeldismálum er afar mikilvægt að tryggja að það frábæra starf og þjónusta sem skólastofnanir hafa verið að byggja upp á undanförnum árum geti þróast áfram. Börn og ungl- ingar á Skagaströnd eru hvar sem þau koma samfélaginu til mikils sóma og eru áþreifanlegur mælikvarði á gæði skóla- starfs og gott samstarf heimila og skóla. Áfram viljum við tryggja vistun fyrir börn á leikskóla frá 9 mánaða aldri. Íþrótta-, æskulýðs- og lýðheilsumál teljum við mjög mikilvæg. Við viljum áfram styðja myndalega við frábært starf Umf. Fram og tryggja að frí- stundastyrkir til fjölskyldna verði í boði. Á Skagastönd er nýbúið að opna nýja glæsilega líkamsræktarstöð og opnunartími sundlaugar hefur tekið jákvæðum breytingum. Í þessum málum viljum við vera hvetjandi og gera enn betur enda hefur aðsókn fólks verið til fyrirmyndar. Við viljum vinna undir slagorðinu „Heilsubærinn Skaga- strönd“ enda er líkamleg hreyfing alger forsenda fyrir góðri lýðheilsu íbúanna. Við teljum mikilvægt að það ferli sem sett var af stað varðandi samein- ingu sveitarfélaga í A-Hún. verði klárað og íbúar fái að taka afstöðu í málinu með kosningu. Okkur er mikið í mun að fram- kvæmdir við nýjan Skagastrandarveg hefjist á kjörtímabilinu og haldið verði áfram með uppbyggingu vegar um Skaga. Umhverfismál eru okkur hugleikin bæði stór og smá. Í því sambandi verður sveitarfélagið að vera góð fyrirmynd og búa til jákvæða hvata fyrir íbúana til þess að taka til hendinni. Við setjum okkur jafnframt það markmið að fráveitumálum sveitarfélagsins verði komið í ásættanlegt horf. Á Skagaströnd er höfnin ákaflega mikilvæg. Tryggja verður að Skaga- strandarhöfn sé samkeppnisfær í þjón- ustu og aðbúnaði og einnig verður að sjá til þess að nauðsynlegu viðhaldi hafnarmannvirkja sé sinnt. Bundnar eru vonir við að aðbúnaður fyrir smábáta muni batna til mikilla muna með tilkomu nýrrar smábátahafnar sem að öllum líkindum verður tekin í notkun fyrir áramót 2019. Áfram verður myndarlega stutt við félagsstarf eldri borgara og fyrirhugað er að skoða hvort grundvöllur er að byggja sérstakar íbúðir fyrir þann hóp fólks. Hver er helsta áskorunin sem þitt sveitarfélag stendur frammi fyrir? Helstu áskoranir nýrrar sveitarstjórnar eru að reyna að hafa áhrif á neikvæða íbúaþróun og aldurssamsetningu íbúanna. Leiðir til þess eru að hlú að því atvinnulífi sem er til staðar á staðnum og reyna að hafa áhrif á að nýjum sprotum sé sáð. Slíkt mun skapa tækifæri fyrir fólk á öllum aldri. Í þessu sambandi er ákaflega mikilvægt að halda á lofti því frábæra starfi sem unnið er í skólum sveitarfélagsins þ.e. grunn-, leik- og tónlistarskóla. Slíkir þættir eru alger forsenda fyrir því að ungt fólk á barneignaraldri geti hugsað sér að setjast að jafnvel þó atvinnu- tækifæri séu til staðar. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn flokk? Á Skagastrandarlistanum er fjölbreytt- ur hópur jákvæðs og kraftmikils fólks með margsháttar bakgrunn sem er tilbúið að leggja sig fram um að bæta samfélag og menningu á Skagaströnd. Helmingur fólks á listanum hefur áður setið í sveitarstjórn og býr því yfir reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er til þess að takast á við þau krefjandi verkefni sem framundan eru. 16 20/2018

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.