Feykir


Feykir - 23.05.2018, Síða 18

Feykir - 23.05.2018, Síða 18
Sagði -ja tak- og dreif sig til Danmerkur Það er Óli S. Barðdal Reynisson sem tjáir sig um dag í lífi brottflutts að þessu sinni. Óli er Króksari, sonur Reynis Barðdal og Helenu Svavarsdóttur og bróðir Svavars, Selmu, Sesselju og Magga. Hann fluttist til Árósa í Danmörku árið 2003 þar sem hann kynntist Pernille Sabroe og saman eiga þau þrjú börn; Selmu, Sofie og August Sabroe Barðdal. Óli var allur í golfinu hér í denn auk þess sem hann var eldsnöggur leikstjórnandi í körfuknattleiksliði Tindastóls í kringum síðustu aldamót og á að baki þrjá landsleiki með unglinga- og drengjaflokki Íslands í körfu. Hann starfar nú sem golfkennari í Danmörku. Á Wikipediu segir: „Á víkingatímabilinu voru Árósar umlukin af varnargarði í formi hálfhrings. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær myndun varnargarðsins átti sér stað en þó er talið að það sé nokkrum árum eftir fyrstu búsetu á svæðinu, fyrri hluta níundu aldar.“ Árósar eiga sér því langa og merka sögu. Í dag eru Árósar 92. stærsta borgin í Evrópu- bandalaginu en önnur stærsta borg Danmerkur, með ríflega 340 þúsund íbúa eða álíka marga íbúa og á öllu Íslandi. Árósar er mikil hafnarborg og Pernille og Óli með August. MYND: ÚR EINKASAFNI ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Óli S. Barðdal Reynisson / Króksari sem kennir golf í Árósum í Danmörku Dönunum hvernig hádegis- verðarhléið virkar á Sauðár- króki! Flestir fari heim og borði hádegismat, leggi sig jafnvel í leiðinni en þeir eru ekki að kaupa hugmyndina, enda líka oftast um mun lengri vega- lengdir að ræða. Vinnan sem ég er í býður því miður ekki upp á fasta hádegistíma. En hádegis- maturinn minn er yfirleitt rúgbrauð með einhverju áleggi, ef ég mæti með klassíkst heilhveitibrauð verða Danirnir alltaf hneikslaðir, þeir eru afar stoltir af rúgbrauðinu sínu. Hver er hápunktur dagsins? -Þegar ég er búinn að koma börnum í rúmið og get lagt mig í sófann og horft á einhvern góðan þátt á Netflix. Hvað er best við að búa í þínu nýja landi? -Ódýrt að lifa og búa, svo er veðrið betra sem skiptir máli þegar ég er að kenna golf alla daga! Hvað gerir þú helst í frístundum? -Þegar ég á frí þá reyni ég að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum mínum. Annars ef ég hef tíma á sumrin þá fer ég að spila sjálfur golf. Á veturna fer ég stundum í fótbolta og körfu. Hvers saknar þú mest að heiman? -Það er náttúrulega leiðinilegt að vera alltaf svona langt í burtu frá fjölskyldu og vinum. Að geta ekki komist í mat til mömmu öðru hverju. Íslenska nammið, sakna þess og að komast ekki í gufu með Alla Munda á föstudögum. Gætir þú deilt einhverri snið- ugri eða eftirminnilegri sögu frá dvöl þinni erlendis? -Ég var búinn að vera í Danmörku í 5 vikur og var frekar slappur í að tala og skilja dönskuna. En ég fór að vinna á golfvelli um leið og ég kom út og einn daginn kom yfirmaður minn eða kennarinn, Peter, og sagði við mig að hann yrði á fundi allan daginn og fundur á dönsku er sem sagt møde. En einhvern veginn skolaðist þetta orð eitthvað til í huganum á mér og ég tilkynnti öllum þeim sem spurðu um manninn að hann væri i mudder, sem hljómaði nokkuð eins og fundur á dönsku í mín eyru en þýðir víst leðja! Peter var ekki alveg sáttur við mig þann daginn en við hlógum að þessu síðar! Svo finnst okkur Íslending- unum alltaf pínu fyndið að segja Dönunum frá íslenskum bollu- degi! Hvor börnene boller alle i familien, faren boller og moren boller, alle boller hindanden. Skapast oft skemmtilegar um- ræður um íslenskar hefðir í framhaldinu! Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? 1–2 mínútur.. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? MacDonalds. Hvað kostar mjólkurlítr- inn? 6 kr. danskar (99 kr. íslenskar). Hver er skrítnasti mat- urinn? Makríll í tómatsósu og fleskesvær snak (puru- snakk). Hvert ferðu til að gera vel við þig? Finnst geggjað að komast í gufu og finna góðan burgerstað. 5 á 15 sekúndum þar er einnig háskóli þar sem um 34 þúsund nemendur stunda nám, en fjölmargir Íslendingar hafa stundað þar nám. Barnabókahöfundurinn Ole Lund Kirkegaard, sem skrifaði meðal annars um Gúmmí Tarzan og Fúsa froskagleypi, var frá Árósum og þá má geta þess að eitt vinsælasta listaverk borgar- innar, Your rainbow panorama, ofan á Aros-listasafninu, er eftir hinn íslensk/danska Ólaf Elíasson. – En snúum okkur að Óla Barðdal. Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst til viðkomandi lands? -Ég kenndi golf á sumrin á Króknum og fannst það alveg ótrúlega skemmtilegt og áhuga- vert. Á þeim tíma var ekki möguleiki á að fá PGA golfkennararéttindi á Íslandi og ég fór því að kanna möguleikana fyrir utan landssteinana. Ég frétti af skólum bæði í Svíþjóð og Danmörku og á þessum tíma bjuggu Selma systir og Róbert mágur í Árósum þannig að mér fannst tilvalið að sækja um þar. Eiginlega bjóst ég alls ekki við að komast inn þar sem ég talaði nánast enga dönsku, bjóst ekki við að danskir klúbbar hefðu áhuga á að fá einhvern Íslending til að kenna golf. En stuttu eftir að ég sendi inn umsókn þá var hringt í mig úr einum klúbbnum og ég spurður að því hvort ég væri klár eftir mánuð. Þannig ég gat ekki annað en sagt -ja tak- og dreif mig til Árósa. Hvernig myndir þú lýsa venjulegum degi hjá ykkur? -Á típískum degi þá vöknum við á milli sex og sjö, spurning hversu lengi börnin sofa á morgnana. Hvað morgunverð varðar þá er tvennt í boði, hafragrautur með rjóma, kanel og smjöri eða hafragrjón og mjólk. Um helgar græjum við yfirleitt rúnstykki, egg og beikon Ég hef reynt að útskýra fyrir Sumardagur í miðbæ Árósa. MYND: ÓAB Selma, Sofie og August Sabroe Barðdal farin í háttinn. MYND: ÚR EINKASAFNI 18 20/2018

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.