Feykir


Feykir - 19.12.2018, Qupperneq 17

Feykir - 19.12.2018, Qupperneq 17
48/2018 17 Sagan af Bjarna vellygna Þjóðsögur Jóns Árnasonar Maður er nefndur Bjarni; hann bjó á Bjargi í Miðfirði; hann var kvongaður og átti Snælaugu dóttur Björns hins auðga austan af Meðallandi. Þeirra synir voru þeir Jón er síðar var kallaður tíkargola, og Ari. Koma þeir lítt við þessa sögu því ungir voru þeir er þetta gjörðist. Bjarni átti oft þröngt í búi; var hann þó búsýslumaður hinn mesti; fór hann árlega til sjóar og var formaður suður í Garði, en sem hér var komið var vetur í harðara lagi; byrjaði hann því verferð sína í seinna lagi og voru vermenn allir farnir af stað. Fer nú Bjarni að búa sig til ferðar og járna hesta sína; var það bleikur hestur og jörp hryssa góðgeng. Er ei getið hvað hann hefur í böggum sínum nema tvö hálfanker af sýru er Þórður frá Meiðar- stöðum hafði pantað hjá honum; fer hann nú á stað og ríður sem leiðir liggja suður á Holtavörðuheiði, en þá hann kemur norðan til á Norður- árdal fer veður að kólna og hvessa svo valla hafði Bjarni út í hvassara veður komið; en þá hann hafði riðið um hríð lítur hann aftur til hests þess er hann teymdi og sá hann að ei var annað en hausinn eftir af hestinum; hafði þá veðrið slitið hann úr hálsliðnum; sleppti þá Bjarni hausnum. Hvessti þá enn meir svo hann fauk af þeirri jörpu og kom víðs fjærri niður, en til allrar lukku þá náði hann með þumalfingri í hestfax og dinglaði þar sem strá fyrir straumi í þrjú dægur. Slotaði þá veðrinu svo Bjarni sezt á bak, og getur ei ferða hans fyr en hann kemur út á Akranes; hafði þá þar niður komið annað kvartilið og var mjög svo brunnið utan af hita sólar þar það hafði svo nær henni sveimað að lítt kunni standast hita hennar. Fær þá Bjarni sér far suður í Garð og byrjar formennsku sína. Getur ei um aflabrögð fyrr en á sumardag hinn fyrsta; þá réri Bjarni snemma; gjörði þoku mjög svarta, en þegar Bjarni var kominn á mið fiskar hann vel, SAMANTEKT Páll Friðriksson en þegar hann tekur stjórann þá setur hann flatningssax sitt í þokuna og þangað réri hann sex daga samfleytt og hafði hnífinn fyrir mið, en á sjöunda degi þegar hann var kominn á mið sitt fór að hvessa og þokan að ryðjast af hnífblaðinu. Hafði hann þá dregið eina keilu. Lét hann þá fara að taka stjóra og bera í land. Flatti þá Bjarni keilu sína og lagði á skut aftur, en þegar ein vika sjóar var til lands þá ætlaði þorsk- hausahríðin úr landi að drepa hann því fjallháir hausahlaðar fuku sem lausamjöll. Hertu þeir þá róðurinn og létu koll fylgja kili, rykktu á og rifu aftur úr unz þeir náðu sinni lendingu. Var þá Barni mjög matlystugur; snæddi hann því með lyst mikilli hvar af hann fékk vindgang mjög harðan svo honum þótti undrum gegna. Tók hann þá fanga- merktan stjóra D. H. s. og lét fyrir eftri enda sér, en af þeim yfirnáttúrlega vindgangi fór stjórinn á stað og kom niður austur undir Eyjafjöllum, en keila sú er Bjarni flatti var orðin sleggjutæk þá í land kom og var þó l ½ fjórðungur að vikt. Ó, vökur er sú stutta Fáum dögum þar eftir gengur Bjarni á stað inn í Keflavík, en á leið sinni mætir hann manni á Hólmsbjargi; spyrjast þeir tíðinda; segir þessi ei annað í fréttum en nógan fiskiafla í Hafnarfirði. Hugsar þá Bjarni með sér að þar væri sér hentugt að róa einn róður um leið og lúðunnar mjög svo stór, ristir því á hann; þar innan úr komu tólf vöðuselir hverja hann lét reka norður á Holtavörðuheiði. Fer nú Bjarni að búa sig til norðurferðar, ríður inn í Reykjavík og er þar nóttina. Um morguninn er hann snemma á fótum og fer að járna þá jörpu með sexbor- uðum skaflaskeifum, en þá hann er ferðbúinn og á bak stiginn kemur þjónustustúlka út með kaffibolla sem Bjarni átti að drekka. Var þá svo mikið æði á honum að hann sinnti því lítt nema slær í þá jörpu, en stúlkan gat sett bollann á lend hryssunnar, en um leið og Bjarni sló í, þá brá sú jarpa svo hart við að skeifur undan báðum eftri fótum stóðu fastar á sköflunum í næsta timbur- húsvegg; hélt hún sprettinum upp að Galmanstungu; þar fer Bjarni af baki og lítur þá kaffibollann kjuran á lendinni, svo var hún nett að ei hafði út úr farið og var þá mátulega heitt til að drekka. Þar áir hann litla hríð, ríður svo sem leiðir liggja norður Tvídægru, en þá hann er skammt á leið kominn fer veður að hvessa með stórrigningu, en þegar Bjarni finnur fyrstu regndropa þá slær hann í hryssu sína og ríður slíkt er af tekur, en svo var sú jarpa fljót að aldrei hvessti svo mikið að regnið næði nema á lend merarinnar, og þá sungu englarnir í loftinu: „Ó, vökur er sú jarpa.“ Sagði þá Bjarni: ,,Vakrari er hann Jarpur undan henni; herðið þið á skúrinni, ég skal herða á merinni,“ En svo reið hann norður Miðfjörð að aldregi náði skúrin honum. hann færi norður. Býr hann þá ferð sína og inn að Görðum í Hafnarfirði; þaðan réri hann snemma morguns og út í fjörðinn, en varð ei fiskvar; setur hann því upp segl og siglir landsynning vestur á Svið; þar verður hann var við handstinna fiska, dregur þar og einn flatan fisk þann er vér flyðru köllum; var hún stór svo að ei gat hann innbyrt hana, varð því á eftir að hafa. Hvessti nú veðrið mjög með stórum élum svo allir héldu galdra- veður mundi vera; en þá þeir voru mjög svo nær komnir landi sér Bjarni svarta flygsu í lofti fara og koma mjög svo nær sér; rís hann þá upp í skut og nær í þetta; var það þá Garðakirkja; hafði hana þá upp tekið í veðri því; hnýtir Bjarni henni þá aftan í og nær svo lendingu sinni, dregur upp aflann, en nennir ei að para lúðu sína í það sinn; líður svo nóttin; en um morguninn tíðlega kemur fjósamaður frá Mosfelli; hafði þaðan kýr hrakið frá vatni um kveldið; voru þær fjórar og uxi enn fimmti; var það jafnsnemma er Bjarni fór til sjóar að skipta lúðu sinni; varð fjósamaður honum samferða að sjá lúðu hans; en þegar þeir þangað koma sjá þeir að allar kýr hans voru undir rafabeltinu, en uxinn stóð upp í henni; rekur hann nú kýr sínar heim, en Bjarni fer að para lúðu sína; gjörir hann rikling úr flök- unum og er mælt að það færi vart á fimm hesta þegar hart var orðið. Þótti Bjarna magi EFTIRMINNILEGASTA JÓLAGJÖFIN Agnes Hulda Agnarsdóttir Sauðárkróki Ofsagleði yfir splunkunýjum skíðum Þær eru nú margar eins og fyrsta jólagjöfin frá eiginmanninum og armband sem ég fékk frá börn- unum mínum nýlega með nöfnunum þeirra á. Ef ég hugsa langt aftur kemur tvennt í hugann. Ofsagleði yfir splunkunýjum skíðum frá pabba og mömmu en ég hafði dröslast á tréskíðum, brotnum og bættum með járnplötu, þau runnu ekki neitt. Síðan það að við fjölskyldan vorum oft hjá afa og ömmu á aðfangadag. Við áttum ekki bíl svo það var farið labbandi til þeirra með jólapakkana í léreftspokum eins og jólasveinar nota. Ég var minnsta barnið á heimilinu og var sett í kerrupoka á skíðasleða (sem sumir Skagfirðingar kalla sparksleða) sem pabbi eða bræður mínir ýttu. Í minningunni var alltaf snjór, kyrrt og stjörnubjart, yfir þessum göngu/ sleðatúr var alltaf einhver töfraljómi. Eitt svona aðfangadagskvöld fékk ég mjög stóra dúkku frá ömmu og afa, ég hafði aldrei séð svona stóra dúkku, hún lá í pappírsklæddu pappaburðarrúmi með mjög flottum rúmfötum, ég lék mér með hana í mörg ár.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.