Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 4
Þú hringir í síma 517 5500
eða sendir póst á
lyfsalinn@lyfsalinn.is
Fáðu lyn send frítt heim
LYFSALINN GLÆSIBÆ
Álfheimum 74 104 Reykjavík
Sími 517 5500
www.lyfsalinn.is
lyfsalinn@lyfsalinn.is
OPNUNARTÍMI
Mán.- fös. kl. 08:30-18:00
Laugardaga: Lokað
GLÆSIBÆ
GLÆSIBÆ
UMHVERFISMÁL „Blýmengunin er
grafalvarleg og getum við ekki séð
hvernig hægt verður að hreinsa í
hið minnsta tugi tonna af blýi sem
liggja í sjónum og fjörunni í Kolla-
firði,“ segir í bréfi sem ber undir-
skriftir 49 einstaklinga sem búa
undir Esjunni gegnt Álfsnesi og
krefjast þess að skotæfingavæði á
Álfsnesi verði lögð af.
Félögin sem eru með æfingasvæði
á Álfsnesi eru Skotfélag Reykjavíkur
og Skotfélagið Reyn. Skotæfingarn-
ar hófust sumarið 2005 og um langt
árabil hafa íbúar þar nærri kvartað
undan hávaða og annarri mengun
frá svæðunum. Fyrir rúmum fimm
árum keypti Reykjavíkurborg eign-
ina Skriðu eftir áralangar kvartanir
frá eigendunum þar. Íbúasamtök á
Kjalarnesi hafa lengi látið málið til
sín taka. Farið er ítarlega yfir stöðu
málsins frá sjónarhóli íbúanna í
bréfinu sem er 48 síður með ljós-
myndum af vettvangi, aðstæðum á
svæðinu og ýmsu öðru efni. Fullyrt
er að skotmenn á Álfsnesi noti mjög
mikið af blýhöglum.
„Ísland er eina landið á Norður-
löndunum sem bannar ekki blý á
æfingar-skotvöllum og eitt af fáum
löndum í Evrópu, sem ekki bannar
notkun blýs á vatnafugla né í kring-
um votlendi, þvert á móti þá gefur
Reykjavíkurborg tveimur skot-
félögum land á Álfsnesi alveg við
ströndina í Kollafirði (mikilvægt
votlendi) þar sem allir haglabyssu
vellirnir eru hannaðir þannig að
þeir skjóta beint út í sjóinn, þar sem
blýin liggja að lágmarki í tugum
tonna við ströndina og í sjónum,“
segir í bréfi íbúanna.
Rakið er að margir fuglar éti litla
steina til að hjálpa við meltingu.
Þeir ruglist á blýhöglum sem festist
í meltingarveginum og dragi þá til
dauða. „Í hverju haglabyssuhylki
er að finna 300 til 500 högl, aðeins
nokkur þeirra lenda á skotmarkinu
(leirdúfum) hin halda ferð sinni
áfram og enda flest öll í sjónum en
einnig við fjöruna í Kollafirði við
þessa mikilvægu sjófuglabyggð,“
segja íbúarnir.
Að sögn bréfritaranna hefur Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur dauf-
heyrst við athugasemdum þeirra og
ekki gert sér grein fyrir vandanum.
Þar sem heilbrigðiseftirlitinu þyki
kvartanir þeirra ekki svaraverðar
muni þeir láta þýða samantekt sína
á ensku og senda til hlutlausra aðila
erlendis enda séu margar fugla-
tegundirnar sem eru í hættu vegna
blýeitrunar í Kollafirði farfuglar.
Segjast þeir meðal annars munu
senda skrif sín til umhverfisráð-
herra hinna Norðurlandanna.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
lagði til í mars í að Skotfélag Reykja-
víkur fengi framlengingu á sínu
leyfi á Álfsnesi til eins árs á meðan
nýtt starfsleyfi sé í vinnslu. „Tíminn
sem vinnst með framlengingu yrði
notaður til frekari rannsókna á
mengun af völdum starfseminnar
og niðurstöður nýttar við útgáfu
nýs starfsleyfis,“ segir í bréfi heil-
brigðiseftirlitsins.
Þó að borgin hafi nú samþykkt að
framlengja leyfi Skotfélags Reykja-
víkur í eitt ár virðist sem þar sé
vilji til að starfsemin hverfi annað.
„Æskilegt væri að hafin yrði vinna
við að finna Skotveiðifélaginu nýjan
stað fyrir æfingasvæði sitt í ljósi
þeirra kvartana sem borist hafa
frá íbúum í nágrenni svæðisins.
Tilvalið væri að nota næsta ár í þá
vinnu,“ segir í umsögn skipulags-
fulltrúa vegna málsins.
gar@frettabladid.is
Yfirvöld sökuð um að hunsa
mengun frá skotæfingasvæði
Íbúar á Kjalarnesi segjast munu leita til ráðamanna á Norðurlöndunum til að knýja yfirvöld hér til að
bregðast við mikilli blýmengun frá skotæfingum á Álfsnesi. Tugir tonna af blýi hafi borist í Kollafjörð. Ís-
land, eitt Norðurlandanna, banni ekki blý á skotæfingasvæðum. Skipulagsfulltrúi vill starfsemina annað.
Frá skotæfingu á Álfsnesi árið 2006. Slíkar skipulagðar æfingar hafa staðið þar frá því sumarið 2005.
REYK JAVÍK Borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisf lokksins leggja til að öll
svið Reykjavíkurborgar innleiði
tæknilausnir á borð við fjarfundi
og fjarkennslu til frambúðar. Til-
lagan, sem lögð verður fram á fundi
borgarstjórnar í dag, byggir á því
að vel hafi tekist til við að inn-
leiða tæknina á tímum COVID-19
faraldursins. Verður fundurinn í
dag að hluta til haldinn í gegnum
fjarfundabúnað þar sem einungis
pláss er fyrir fjórtán borgarfulltrúa
í salnum.
„Við leggjum til að borgin nýti
tæknina í meiri mæli í starfsemi
sinni og þjónustu. Innleiðing á
snjalltækni verði f lýtt á öllum
sviðum Reykjavíkurborgar. COVID-
19 faraldurinn hefur orðið til þess
að mjög margir hafa notað fjar-
fundabúnað og stundað fjarnám,“
segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík. „Þessa
reynslu er hægt að nýta í skólastarfi,
velferðartækni og í stjórnsýslunni.
Með þessu sparast bæði fjármunir
og tími fólks. Það er allra hagur.“ – ab
Leggja til fleiri
fjarfundi
á fjarfundi
Eyþór Arnalds,
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins
í Reykjavík
STJÓRNSÝSLA Ekki er að vænta efnis-
legra viðbragða frá sjávarútvegsráð-
herra og umhverfisráðherra vegna
bráðabirgðaálits Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA) um að tiltekin ákvæði
í löggjöf og reglugerð á Íslandi
stangist á við Evróputilskipun um
umhverfismat.
„Sérfræðingar beggja ráðuneyta
fara nú yfir bráðabirgðaniðurstöðu
ESA og ráðuneytin munu senda við-
brögð sín fyrir miðjan júní,“ segir
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi beitti í nóvem-
ber 2018 lagaákvæði og reglugerð
sem heimilar að veita megi leyfi til
bráðabirgða í þágu fiskeldisfyrir-
tækjanna Arctic Sea Farm og Fjarða-
lax. Kristján Þór Júlíusson sjávar-
útvegsráðherra beitti sambærilegu
lagaákvæði svo fyrirtækin tvö gætu
haldið áfram starfsemi eftir að
úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála úrskurðaði leyfin ógild.
„Of snemmt er að segja til um
hvernig brugðist verði við, en þegar
endanleg niðurstaða ESA liggur
fyrir munum við að sjálfsögðu fara
gaumgæfilega yfir hana og huga að
næstu skrefum,“ segir umhverfis-
ráðherra sem kýs að svara ekki
frekari spurningum um málið í bil.
Sjávarútvegsráðherra svaraði
ekki skilaboðum vegna málsins í
gær. – gar
Ráðherrar segja ekkert að sinni um álit ESA
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
umhverfis- og auðlindaráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ísland er eina
landið á Norður-
löndunum sem bannar ekki
blý á æfingar-skotvöllum.
Úr bréfi andstæðinga skotæfinga-
svæða á Álfsnesi
STANGVEIÐI Silungsveiðitímabilið
fyrir landi Þjóðgarðsins á Þing-
völlum hófst í gær en fáum sögum
segir af aflabrögðum.
„Í dag var kalt og blautt og engar
spurnir af veiðimönnum,“ sagði
Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðs-
vörður í gærkvöldi. Vindáttin hafi
verið óhagstæð, beint í fang veiði-
manna.
„Það er einnig íshröngl hér og þar
upp undir strönd. En það birtir upp
og þá glæðist það,“ lofar þjóðgarðs-
vörðurinn. – gar
Þingvallavatn
gaf lítið í gær
Þingvallaurriðinn freistar veiði-
manna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð