Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 9
Aðeins eru rétt rúmir þrír mánuðir liðnir f rá þv í fyrstu fregnir bárust um nýja hópsýkingu lungnabólgu í Kína, sem síðar hefur verið gefið heitið COVID-19. Í frétt á heima- síðu landlæknis 13. janúar er vísað í upplýsingar frá Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni (WHO) og Sótt- varnastofnun Evrópusambandsins (ECDC) um þennan nýja sjúkdóm. Þar segir að ekkert smit á milli manna hafi verið staðfest og ekki sé talin ástæða til ferðatakmark- ana til og frá Kína. Tíu dögum síðar segir að smit á milli einstaklinga hafi verið staðfest en virðist ekki vera algengt. Þá var talið að mikil útbreiðsla innan Evrópu væri talin ólíkleg að mati ECDC og að veiran virtist ekki valda jafn skæðum sjúk- dómi og SARS-veiran árið 2002. Atburðarásin síðan hefur verið nokkuð hröð. Ríkislögreglustjóri og sóttvarna- læknir hófu formlega vinnu 24. janúar í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlun um alvarlega smit- sjúkdóma. Örfáum dögum síðar var lýst yfir óvissustigi og síðan hættustigi þegar fyrsta smitið hafði verið greint hér á landi 28. febrúar. Ríkislögreglustjóri lýsti loks yfir neyðarstigi almannavarna 6. mars í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Fyrstu smit innanlands voru stað- fest þann dag. Neyðarstigið er enn í gildi og verður á meðan einhverjar takmarkanir eru við lýði. Takmark- anir um samkomubann og tveggja metra nálægðarreglu gilda áfram þó að létt verði á þeim takmörkunum í skrefum frá og með 4. maí. Þá hefur Ísland tekið þátt í ferðatakmörk- unum á ytri landamærum Schengen frá 20. mars. Viku áður hafði Banda- ríkjastjórn sett á strangar ferðatak- markanir frá Evrópu. Ferðatak- markanir þessar verða í gildi til 15. maí. Tvennt vekur athygli við framan- greinda atburðarás. Annars vegar hve seint alþjóðlegar stofnanir virð- ast hafa áttað sig á alvarleika farald- ursins, en þær fengu vitneskju um hann í lok desember. Hins vegar hve íslensk almanna- og sóttvarnayfir- völd voru fljót að grípa til aðgerða þegar upplýsingar fóru að berast í lok janúar um að smit bærist á milli manna. Aðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á líf okkar allra. Þær hafa nú borið þann árangur að COVID-19 er í rénun hér á landi. Alltaf er þó sú hætta fyrir hendi að faraldurinn blossi upp aftur ef ekki er varlega farið. Mikilvægt er að fylgja áfram tilmælum á grundvelli sóttvarna því enn eru smit að greinast hér á landi og verkefninu er ekki lokið. Þá mun ríkisstjórnin kynna nýjar efnahagsaðgerðir í þessari viku til að styðja áfram við bakið á heimil- um og fyrirtækjum þar til ástandið færist í eðlilegra horf. Mikilvægt er að taka næstu skref að yfirlögðu ráði. Tímabært er orðið að huga að öðrum mikil- vægum hagsmunum. Ein helsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir lýtur að því hvernig best verður staðið að því að opna landamærin fyrir frjálsri för fólks á nýjan leik. Það verður naumast gert alveg á næstunni, líklega í nokkrum áföngum og í samstarfi við önnur ríki. Þjóðin hefur sýnt samstöðu á þessum erfiðu tímum. Öllu skiptir að sú samstaða rofni ekki því þolin- mæði þrautir vinnur allar. Þolinmæðin þrautir vinnur allar SPORTIÐ Í KVÖLD ÞRI • MIÐ • FIM 20:00 #bestasætið Áslaug Arna Sigurbjörnsd. dómsmála- ráðherra Það er ótrúlegt hvað veiran sem veldur Covid-19 f læðir yfir heiminn þrátt fyrir bönn yfir- valda og nær jafnvel inn í konungs- hallir, þjóðþing og fangelsi. Enginn er viðbúinn slíkum faraldri. Viðbrögð þjóða hafa verið mis- munandi og jafnvel síbreytileg samkvæmt „vísindalegri“ ráðgjöf. Áhugaverð voru gjörólík viðbrögð t.d. Svíþjóðar með Karólínska að bakhjarli sem upphaflega leyfði allt að 50 manns í hópi og vildi taka tillit til atvinnulífsins og hins vegar Dan- merkur sem fór niður í tíu manna hóp. Í tveimur löndum a.m.k. mega ekki f leiri en tveir koma saman. Í flestum löndum er deilt um aðferðir. Geta þetta allt verið vísindi? Ekki er þó véfengt að viturlegt sé að halda ákveðinni fjarlægð milli einstaklinga. Talað er um fjarlægð upp í allt að 4 metrum. Suður-Kórea sem hefur náð hvað bestum árangri í að hefta útbreiðslu lætur þó einn metra nægja. Almannavarnanefndin íslenska sveipar sig vísindayfirbragði og telur sig ganga framar öðrum með prófum og rakningu snertitilfella. Tuttugu manna hópar voru upp- haf lega leyfðir í atvinnurekstri. Tuttugu og eins manns þörf varð- aði sektum allt að hálfri milljón. „Mannslíf að veði.“ Það er virðingarvert að nefndin hefur viðurkennt veigamikla yfir- sjón, þ.e. að banna ekki fyrr áhorf- endur á kappleiki eins og þá hafði víða verið gert í Evrópu. Þetta hefði getað forðað því að annar hver Vest- mannaeyingur væri í einangrun eða sóttkví. Upphaf lega var sett á 4 vikna samkomubann og 20 manna hópar leyfðir og tveggja metra fjarlægð. Svo er víðar og raunhæft. Þetta var vel kynnt með allt að tveggja sólarhringa fyrirvara til undirbún- ings. Svo á að vera til 4. maí og þá leyfðir 50 manna hópar. Biðlað er til almennings að skilja og treysta yfirvöldum. Einhver vanhugsaðasta aðgerðin verður að telja fyrirvaralaust harka- legt heimsóknarbann ættingja á hjúkrunarheimili 6. mars. Engar aðrar varúðarráðstafanir voru kynntar. Þar dvelja veikustu ein- staklingar þjóðfélagsins. Enginn möguleiki var fyrir ættingja að kynna sjúklingum bannið, kveðja og undirbúa mögulegar samskipta- leiðir. Takmarkaðar heimsóknir hefðu verið sjálfsagðar. Ég benti strax á veikleika þessa fyrirkomulags með bréfi til Embættis landlæknis 7. mars og aftur 10. mars og að smit gæti borist með öðrum og stakk upp á lausn. Þessu var fylgt eftir með blaðagrein 11. mars. Þetta var algjörlega virt að vettugi. Tugir til hundrað veikburða ein- staklingar vítt og breitt um landið sem jafnvel að hluta hafði verið sinnt af ættingjum voru settir í félagslega einangrun. Brosandi starfsfólk, fag- uryrði og iPadar sem virðast vera orðnir að helgitákni, gera ekkert fyrir jafnvel sjón- og heyrnarskerta einstaklinga með dvínandi minni sem gagnast ekki einu sinni sími. Þeir eru sviptir því eina sem skiptir þá máli, samskiptum við ættingja sem þeir enn þekkja. „Minni háttar fórn“, „enginn skaði“, heyrist frá þríeykinu. Meðal marg ra v iðmælenda minna er tæplega níræður karl- maður sem kom daglega til að hitta heilasjúka málstola eiginkonu, lífsförunaut til um 70 ára. Annar eiginmaður hafði um langan tíma tekið virkan þátt í umönnun konu sinnar. Báðum var nánast sparkað burtu vegna „velferðarumhyggju“ þríeykisins. Vistmenn á hjúkr- unarheimili úti á landi mega ekki fá póstinn sinn. Forstjóri hjúkrunarheimilis rök- studdi þessar aðgerðir fjálglega og gaf í skyn að þær kæmu í veg fyrir smit inn á heimilin og tryggðu öryggi. Fyrsti smitberinn inn á hjúkrunarheimilið er síðan hans eigin starfsmaður. Á Landakoti greindust margir starfsmenn með Covid-19 og margir sjúklingar sýktust. Á Vestfjörðum greindust nokkrir starfsmenn á hjúkrunarheimili með Covid-19 og komu upp alvarleg veikindi á hjúkrunarheimilinu og leiddu til mannsláts. Smit hefur komið að a.m.k. þremur öðrum stofnunum með heimsóknarbann. Þessar smitanir komu ekki frá ættingjum. Talsmenn stofnana hvetja til að ekki sé leitað að sökudólgi vegna þess að veiran smýgur um allt (og hlýðir ekki Víði)! Ég tek undir það. Það mátti vera augljóst að þetta gæti gerst. Heimsóknarbannið hefur alger- lega brugðist. Engar upplýsingar liggja fyrir um tímasetningu á takmörkun heim- sóknarbanns en það gæti orðið á þriðja mánuð. Hver mun muna eftir hverjum? Heimsóknarbann og falskt öryggi Nú eru sannarlega óvenjulegir tíma í íþróttum um allan heim. Risamótum hefur frestað, margir Íslandsmeistaratitl- ar verða ekki veittir og skipulagðar æfingar liggja niðri. Vonandi mun góður árangur okkar í sóttvörnum hér á landi þó skila sér og við getum horft fram á ágætt íþróttasumar, eftir allt saman. Við vitum þó að öll él birtir um síðir og því mikilvægt að horfa fram á við. Í dag er til umræðu í borgarstjórn ný íþróttastefna Reykjavíkur til ársins 2030. Stefn- an er afrakstur ársvinnu Reykja- víkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Framtíðarsýn stefnunnar er að árið 2030 stundi 70% Reykvíkinga reglulega íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu. Með stefnunni eru sett mælanleg markmið sem stuðla eigi framgangi hennar. Markmiðin eru: Að 70% Reykvíkinga hreyfi sig rösklega í 30 mín þrisvar í viku, að 70% barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulegu starfi, að meirihluti íslenskra þátt- takenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum og að 40% félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvísk, að tímanýting íþróttahúsa á tímanum 8-22 á virkum dögum verði 70%, að 90% íþróttafélaga sem eru með barna- og unglingastarf verði fyrirmyndar- félög ÍSÍ. Með stefnunni er sleginn sá tónn að íþróttir eigi að vera fyrir alla, að öll börn hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Í því samhengi þurfum við að rýna vel þá hópa sem ekki hafa hingað til nýtt sér skipulagt íþrótta- starf í jafnmiklum mæli, má þar til dæmis nefna börn með annað móðurmál en íslensku og börn í ákveðnum hverfum borgarinnar. Stefnan kallast þannig á við mann- réttindaáherslur borgarinnar. Með stefnunni er líka mælt með nýrri aðferð við forgangsröðun nýrra íþróttamannvirkja. Með aðferð- inni verður val á framkvæmdum skýrara. Forgangsröðunin á einn- ig að leiða til þess að þau íþrótta- mannvirki sem Reykjavíkurborg fjárfestir í nýtist sem flestum, sem stærstan hluta ársins, stuðli að fjölbreytni en geti jafnframt borið sig fjárhagslega til lengri tíma. Að setja slíka forgangsröðun í skýrari farveg er nauðsynlegt enda eru aðstöðumálin ávallt mjög ofarlega í umræðunni innan íþróttahreyf- ingarinnar, hugmyndirnar margar en fjármagnið eins og venjulega, takmarkað. Það er gaman er að sjá hve margir hafa nýtt tímann í samkomubann- inu til að stunda hreyfingu með öllum tiltækum ráðum. Þegar fjöl- skyldan fór að kaupa hjól urðum við frá að hverfa því röðin í hjólabúðina náði út fyrir hornið. Það er því ljóst að áhuginn á að stunda hvers kyns hreyfingu er svo sannarlega til stað- ar, og það eina sem þarf að gera er að tryggja innviðina til að allir sem vilji það geti það. Ný íþróttastefna fyrir alla Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar Birgir Guðjónsson læknir S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.