Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 28
ÞAÐ ER GOTT AÐ FÁ ÁMINNINGU UM AÐ TILVERAN ER EKKI AUÐVELD OG AÐ VIÐ VERÐUM AÐ TAKA HENNI EINS OG HÚN ER. Ragnhildur ÞEGAR ARMARNIR EYÐAST AF VIÐ ÞVOTTINN BER ÞAÐ VITNI UM AÐ HENDUR SÉU HREINAR. HÚN VIRKAR LÍKA SEM ÁMINNING UM MIKILVÆGI HANDÞVOTTAR. Margrét Systurnar Ragnhildur Lára og Margrét Helga Weiss-happel hafa nýtt tímann vel undanfarið og hafa sameinað listina og prak-tíkina og gert sérstakar kórónasápur. Ragnhildur lærði myndlist við Listaháskóla Íslands en Margrét kláraði grafíska hönnun við sömu stofnun. Þessi f lókna staða sem er uppi er þeim ofarlega í huga en þær segjast sjálfar hafa reynt að einblína á það jákvæða sem hægt er að draga af reynslunni undanfarinn mánuðinn. „Mér finnst þetta að mestu leyti hafa verið jákvæð lífsreynsla, í það minnsta hingað til. Auðvitað hefur verið vont og átakanlegt að fylgj- ast með fréttum, en það er alltaf vont og átakanlegt að fylgjast með fréttum. Faraldur eða ekki, að vera myndlistarmaður er alltaf besta staðan til að vera í, í blíðu og stríðu, allavega fyrir mér. Listamaður er eins og kameljón eða kakkalakki. Góður í aðlaga sig hverju sem er,“ segir Ragnhildur. Magga samsinnir systur sinni, henni líður ágætlega miðað við aðstæður en saknar þess þó sérstak- lega að komast í sund. Viðkvæmt kerfi „Í svona ástandi, þar sem normið er rifið upp, sjáum við allt í nýju ljósi. Við sjáum betur hvað virkar og hvað er mikilvægt. Kerfið er langt frá því að vera fullkomið, hvort sem það er í mars 2019 eða mars 2020,“ segir Margrét. „Já, kerfið er greinilega mjög við- kvæmt, því það virðist geta fallið eins og spilaborg. Við sjáum skýrt hvaða samfélög heimsins hafa komið verst út úr þessu. En ég er viss um að við f lest séum að læra margt nýtt. Við viljum ekki að samfélagið fari aftur í sama farið. Hvað viljum við að breytist? Það væri gaman að grípa tækifærið sem nú býðst til að breyta ýmsu „status quo“, en kannski verður allt verra en það var áður. Það er gaman að pæla í því en mér finnst auðveldara að vera óþolandi jákvæð og bjartsýn,“ segir Ragnhildur. Ragnhildur segist meðvituð um mikilvægi þess að fólk upplifi öryggi. „Annars er ekki mikið pláss í hausnum fyrir annað held ég, en mér finnst margt spennandi við tímana sem við fáum að lifa, ég þrífst vel í smá kaosi. Ég veit að það eru ekki allir þannig, og ég er með- vituð um að ég er heppin að segja að ég upplifi þetta sem jákvæða lífsreynslu. Hljómar ef laust mjög dekrað. Ég geri mér grein fyrir að það geta ekki allir horft á þetta sem forvitnilega tíma en ég er bara að tala út frá mér. Það er gott að fá áminningu um að tilveran er ekki auðveld og að við verðum að taka henni eins og hún er,“ bætir hún við. Þær systur eru sammála um að þeim sé ekki farið að leiðast, þrátt fyrir samkomubannið. „Okkur hefur líklega aldrei leiðst í lífinu. Við erum bara að njóta þess ótrúlega vel að þurfa ekki að vera að fara neitt að óþörfu og þurfa að gefa vandræðaleg knús,“ segir Magga. „Það gleður mig líka þegar Víðir segir „kommon“ á blaðamanna- fundum, eins og hann sé að spjalla við vin sinn. Það er svo hressandi að heyra fólk tala eðlilega í sjón- varpinu. Oft talar fólk sem á að vera að útskýra eitthvað fyrir okkur í marga hringi kringum spurninguna og segir í raun ekkert. Svo er við- talið búið og maður er engu nær. Ég er eiginlega bara hissa hversu vel er tekið á ástandinu hér á landi og hvað það er fínt fólk að sjá um þetta. En auðvitað er alltaf stutt í fyrirsagnir á borð við „Ísland er að bregðast langbest við“,“ segir Ragn- hildur. Falleg óværa Kórónusápan er samspil listar og nauðsynjavöru. „Kórónusápan er sápa sem er í laginu eins og kórónuveira. Það hefur verið mikið í umræðunni að það sé sérstaklega mikilvægt að halda puttunum temmilega óklístr- uðum núna. Það lá beint við að gera sápu í laginu eins og kórónuveiru. Kom bara ekkert annað til greina, Sápugerð hefur alltaf heillað mig síðan ég prófaði heimagerðar lækn- andi sápur frænku okkar á Mýrum í Skriðdal. Það er hægt að segja margt um veiruna, margt ömurlegt og sorglegt en annað jákvætt. Það verður þó ekki tekið af henni að hún er undurfögur í laginu,“ segir Ragnhildur. „Með sápu skal veiru verjast, eru einkennisorð vörunnar. Pabbi fann upp á þessu spakmæli sem toppar f lesta gula miða sem leynast í páskaeggjum. Sápan fer vel í hendi og á sápudiski. Þegar armarnir eyð- ast af við þvottinn ber það vitni um að hendur séu hreinar. Hún virkar líka sem áminning um mikilvægi handþvottar,“ segir Margrét. „Vegna forms sápunnar breyt- ist handþvotturinn að auki í 20 sekúndna handanudd. Vorum við búnar að minnast á ilminn?“ spyr Ragnhildur systur sína. „Nei, bleika sápan er með laven- derilmi og sú græna með pipar- myntuilmi. Eiginleikar olíanna gera ýmislegt fyrir sálarlífið sem er mikill plús á óvissutímum sem þessum. Sápan er auðvitað mjög „current“ vara og er fullkomin sem gjöf til að gleðja vini og vandamenn í sóttkví en hún verður vonandi líka Með list skal líf og líðan bæta Systurnar Ragnhildur og Margrét blanda saman list og nauðsynjavöru og gera falleg­ ar kórónasápur. Vonast til að einstakt útlit sápanna verði fólki áminning um að gefa ekkert eftir þegar kemur að handþvotti. Margrét og Ragnhildur í stúdíói sínu við Seljaveg þar sem þær framleiða sápurnar, en þær fást með piparmyntu- og lavanderilmi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Sápurnar fást á síðu systranna, skyjaverksmidjan.is. FRÉTTBLAÐIÐ/SIGTRYGGUR minning um þetta ástand og áminn- ing um að þvo okkur alltaf vel um hendurnar þrátt fyrir að þetta til- tekna veirugrey verði ekki lengur á sveimi,“ segir Margrét. Skapandi fólk auðgar lífið Ragnhildur og Margrét standa ásamt f leirum að baki sjónlista- smiðjunni Skýjaverksmiðjunni, sem gerir sápuna. „Svo höldum við líka úti vefritinu Hús og Hillbilly, þar sem við opnum inn í heim íslenskra listamanna,“ segir Ragnhildur. „Innan veggja Skýjaverksmiðj- unnar eru margir hæfileikaríkir einstaklingar. Móðir okkar, Ragn- hildur Stefánsdóttir myndhöggvari, hjálpaði okkur til dæmis að gera mót fyrir sápuna. Svo hafa menn- irnir í lífi okkar verið hjálplegir, hver á sinn hátt,“ segir Margrét. „Það er nauðsynlegt að hafa skapandi fólk í kringum sig og að geta átt samtal við einstaklinga sem eru á öðrum stað gagnvart verkinu manns. Maðurinn minn, David, kom til dæmis með hugmyndina að því að nota golf-tí fyrir anga veirunnar. Ég hafði sjálf hugsað mér að nota skrúfur og leira í kringum þær. Það tók nokkrar tilraunir að fatta að tí-hugmyndin væri frábær til að skapa hina fullkomnu frum- mynd,“ segir Ragnhildur. „Það er svo fyndið að veiran er svolítið eins og golf kúla. Svo við erum bara að pota golf-tí-um inn í golfkúlu,“ segir Margrét. „Mjög skemmtilegt. Hver tenging- in á milli kórónuveirunnar og golfs er, það verður bara að fá að koma í ljós síðar,“ bætir systir hennar við. „Tengingin gæti verið sú að fólk bíður oft eftir eftirlaunaárum til að komast í golf og slökun, en við eigum bara að gera það núna,“ segir Margrét. „Skarplega athugað, þið lásuð það fyrst hér félagar. Kórónuveiran dul- býr sig sem partur af golfsetti til að minna okkur á að lifa í núinu,“ segir Ragnhildur. steingerdur@frettabladid.is 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.