Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 19
Við eigum til
fjöldann allan af
viðurkenndum dekkjum
í góðum gæðum og á
mjög flottu verði.
Vönduð vinnubrögð eru aðalsmerki Sólningar.„Hjá okkur starfa gríðar-
lega reynslumiklir menn sem
flestir hafa unnið í bransanum í
áraraðir. Síðustu daga hefur verið
heilmikið að gera vegna dekkja-
skipta landans og höfum við tvö-
faldað starfsmannafjölda okkar
vegna þessara tarnar,“ segir Aron
Elfar Jónsson, framkvæmdastjóri
Sólningar/Dekkjasmiðjunnar.
Í Sólningu fæst úrval dekkja á
hagstæðu verði.
„Við eigum fjöldann allan af
dekkjum undir allar tegundir
bíla, í góðum gæðum og á mjög
flottu verði,“ upplýsir Aron. „Við
bjóðum meðal annars upp á
Hankook-dekk sem hafa verið í
gríðarlegri þróun og keppa nú við
flottustu merkin þrátt fyrir að vera
áberandi ódýrari. Einnig eigum
við Nexen-dekk sem upprunalega
voru hönnuð undir Porsche-bif-
reiðar, það eru gríðarlega flott
dekk sem eru einnig á góðu verði.
Nýlega tókum við í sölu amerísk
dekk frá Goodyear sem er það allra
flottasta á markaðnum í dag og
einnig bjóðum við upp á gott úrval
af ódýrari kostum í dekkjum.“
Skipt um dekk samdægurs
Hjá Sólningu á Smiðjuvegi er hægt
að komast að samdægurs.
„Við leggjum upp með að hægt sé
að sleppa við tímapantanir þar sem
Engar tímapantanir hjá Sólningu
Sólning veitir fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu með fullkomnum tækjabúnaði og dekkjum.
Hægt er að komast að samdægurs og alls staðar er farið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis.
Aron Elfar er framkvæmdastjóri
Sólningar/Dekkjasmiðjunnar.
Nú þegar tími
sumardekkja
er runninn upp
njóta margir
þess að komast
samdægurs í
dekkjaskipti
hjá Sólningu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
flestir okkar kúnnar vilja komast
að samdægurs. Á Smiðjuveginum
erum við með númerakerfi sem
við vörpum inn á heimasíðuna
okkar, solning.is, og þá þarf bara
að koma til að sækja sér númer í
röðina og hægt er að skjótast frá
á meðan beðið er eða einfaldlega
fylgjast með stöðunni á númerinu í
símanum,“ útskýrir Aron.
Á hinum stöðum Sólningar eru
klassískar biðraðir.
„Við pössum vel að fylgja öllum
fyrirmælum sóttvarnalæknis á
öllum okkar verkstæðum, höfum
sett upp gler fyrir framan starfs-
menn í afgreiðslum og erum að
sjálfsögðu með spritt við posa og
aðra snertifleti,“ segir Aron.
Fullkomin hjólastilling
Dekkjahótel er hluti af þjónustu
Sólningar.
„Þar bjóðum við fólki að geyma
dekkin sín á milli dekkjaskipta,“
segir Aron.
„Við höfum einnig til taks
fullkomna hjólastillingarbekki
á verkstæðum okkar á höfuð-
borgarsvæðinu. Rétt hjólastilling
skiptir sköpum til að auðvelda
ökumönnum stjórn á ökutækinu
og hámarka jafnvægi bílsins við
hemlun. Hún eykur líka líftíma
hjólbarðanna, dregur úr eldsneyt-
iseyðslu og gerir reksturinn þægi-
legri. Hjólastilling borgar sig upp
á afar skömmum tíma í dekkjasliti
og eldsneytiseyðslu bílsins.“
Hjá Sólningu er einnig boðið
upp á smáviðgerðir á bílum á milli
dekkjatarna.
„Þar lögum við allt í hjólabúnaði
bílsins og tökum einnig að okkur
hefðbundna smurþjónustu,“ upp-
lýsir Aron.
„Við erum hér til að aðstoða með
allt sem tengist bílnum og hvetjum
fólk til að hafa samband við okkur
í síma, tölvupósti eða á samfélags-
miðlum.“
Sólning er á Smiðjuvegi 34 í Kópa-
vogi, Skútuvogi 2 í Reykjavík,
Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði, Fitja-
braut í Njarðvík. Sími 544 5000.
Netfang: solning@solning.is. Sjá
nánar á solning.is.
RÚLLUM
SAMAN MEÐ
HÆKKANDI SÓL
Engar tímapantanir
bara mæta
Reykjavík • Njarðvík • Hafnarfjörður • Kópavogur
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Solning_Frettabladid_255x200.pdf 1 4/20/2020 3:27:30 PM
KYNNINGARBLAÐ 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 SUMARDEKK