Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 10
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Okkar ástkæri, Ingólfur Magnússon Víkurgili 19 á Akureyri, lést þann 16. apríl á Öldrunarheimili Akureyrar, Hlíð. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey þann 8. maí. Starfsfólki Furuhlíðar eru færðar alúðarþakkir fyrir einstaka aðhlynningu í krefjandi aðstæðum. Jenný Karlsdóttir Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir Brynjar Bragason Bjargey Ingólfsdóttir Brynjar Hólm Bjarnason Magnús Ingólfsson Jóhanna Sveinsdóttir Karl Ingólfsson Dagbjört Ingólfsdóttir barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, María Helgadóttir lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum laugardaginn 18. apríl. Jarðarför mun fara fram í kyrrþey. Stefán Stefánsson Sólveig Hjördís Jónsdóttir Ragnheiður Stefánsdóttir Anna Guðfinna Stefánsdóttir Sigurður Sveinn Jónsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Hjartans þakkir fyrir alla samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, og langömmu, Maríu Bæringsdóttur Skólastíg 14a, Stykkishólmi. Árþóra Ágústsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Harpa Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Axel Kvaran lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni páskadags 12. apríl. Jónína Ósk Kvaran Ágúst Kvaran Ólöf Þorsteinsdóttir Brynjar Kvaran Ingibjörg Fjölnisdóttir Svavar Kvaran Hildur Halla Jónsdóttir Axel Kvaran Sandra Baldvinsdóttir Elskulega móðir mín, tengdamóðir og amma; Birna Björnsdóttir lést á Landspítalanum þann 16. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey. Ingi Þór Ólafsson Hildur Þórarinsdóttir Elvar Örn Ingason Þórarinn Ólafur Ingason Anna Birna Ingadóttir Hilmir Hugi Ingason Hún Fanný Jónmundsdóttir segist hamingjusöm að f lestu leyti, þó auðvitað séu erfiðir tímar í heim-inum vegna veirunnar. „Við verðum að vera bjartsýn,“ segir hún, þó að hún hafi misst vinnuna. „Síðustu átta ár hef ég verið leiðsögu- maður á Íslandi og fíla það í tætlur. Hef aðallega unnið hjá Iceland Travel og aðeins hjá Bus Travel sem eru tvö sterk og góð fyrirtæki. Þetta hefur verið dásamlegur tími. Ég fór í Leið- söguskólann í Kópavogi, það var mjög skemmtilegt. Ég elska Ísland og nátt- úruna og ekki er verra að geta farið með fólki og sagt því frá landi og þjóð. Þegar ég kveð hópa þakka ég þeim oft fyrir að taka mig með í fríið. Ég hef haft bilað að gera en svo einn daginn er allt búið. Leiðsögumenn eru illa staddir þegar kemur að atvinnuleysisbótum, hvað þá þegar þeir eru orðnir sjötugir en ég ætla bara að vera jákvæð því ég veit að það kemur dagur eftir þennan dag. Ég var svo heppin að komast í tíu daga á Heilsustofnunina í Hveragerði rétt áður en henni var lokað vegna Covid. Það er yndislegt að vera þar. Ég datt af hestbaki fyrir tíu árum og var svo heppin að kom- ast þá í Hveragerði. Þar fékk ég nýtt líf. Það er bara guðs blessun að hafa heilsu og geta unnið.“ Ná ekki að smakka Fanný er svo auðug að eiga fjögur börn og tíu barnabörn. „Það er stór og dásam- legur hópur, mín stærsta gæfa í lífinu. Við ætlum að hittast á FaceTime í tölv- unni í dag, á afmælinu. Nota tæknina. Dóttir mín býr á Tenerife og sonur minn í Danmörku, svo búa tvær dætur hér á landi og ég á fimm barnabörn erlendis og fimm hérlendis. Við ætlum að elda eins á öllum stöðunum og borða saman, þannig að það verður veisla þó við náum ekki að smakka hvert hjá öðru!“ Þetta kallast að hafa ráð undir hverju rifi – það er líka í anda afmælisbarnsins sem á fjölbreyttan feril að baki og hefur ekki látið neitt stoppa sig. Fanný var um tíma ein af toppfyrirsætum landsins og fór í framhaldinu að búa til fatnað sjálf. „Þegar ég var á kaupstefnum að sýna íslenskan klæðnað þá var oft verið að spyrja mig álits svo ég byrjaði að hanna föt. Það var ekki kallað hönnun þá en ég er af þeirri kynslóð að ég ólst upp við saumaskap og held að tilfinningin fyrir fatnaði og tísku hafi verið innbyggð í mig. Ég var með saumastofu heima og skipti líka við prjóna- og saumastofur eins og Sólídó, Belgjagerðina, Iðunni og Sóley, allt fyrirtæki sem nú eru hætt.“ Opnaði með útitískusýningu Verslanir Fannýjar í miðborginni eru minnisstæðar þeim konum sem komnar eru til vits og ára. Sú fyrsta, Fanný, var opnuð með bravúr í Kirkjuhvoli með útitískusýningu í Lækjargötunni. „Svo setti ég upp aðra búð í Hafnarstræti sem hét Basar og seinna opnaði ég verslun á Laugavegnum. Svo breyttist allt þegar Kringlan kom, þá gekk minn rekstur ekki lengur og ég hætti eftir 17 ár, nánast upp á dag. Þá réði ég mig sem verslunarstjóra í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, það var skemmtilegt tímabil. Þaðan fór til Stjórnunarfélags Íslands og var verkefnastjóri í mörg ár með námskeið sem nutu vinsælda,“ rifjar hún upp. Varla er pláss fyrir frekari upptaln- ingu, þó verður að minnast á spólurnar sem Fanný framleiddi: Slökun fyrir dag- inn og Slökun fyrir nóttina. Hún kveðst svo lánsöm að hafa átt þann boðskap í fórum sínum núna og langað að koma honum á streymisveitu. „Ég bara kann ekki tæknina við að streyma,“ segir hún. „En Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formað- ur Landssambands eldri borgara, tók spólurnar til að gera efnið aðgengilegt á síðu sambandsins og ég er stolt og glöð yfir að það skuli gerast á þessum tíma- mótum.“ gun@frettabladid.is Verðum að vera bjartsýn Þó að Fanný Jónmundsdóttir leiðsögumaður geti ekki hitt afkomendur sína í dag, á 75 ára afmælinu, þá verður veisla því allir ætla að elda sama réttinn og sjást í tölvunni. „Þegar ég kveð hópa þakka ég þeim oft fyrir að taka mig með í fríið,“ segir leiðsögumaðurinn Fanný. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég er af þeirri kynslóð að ég ólst upp við saumaskap og held að tilfinningin fyrir fatnaði og tísku hafi verið innbyggð í mig. Merkisatburðir 1908 Knattspyrnufélagið Víkingur er stofnað í Reykjavík. 1965 Nafnskírteini eru gefin út til allra Íslendinga, 12 ára og eldri. Um leið eru tekin upp svonefnd nafnnúmer. 1967 Herforingjastjórn, undir forystu Georgios Papado­ poulos, fremur valdarán í Grikklandi. 1971 Fyrstu handritin koma heim frá Danmörku, Flat­ eyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. 1989 Um 100 þúsund kínverskir mótmælendur safnast saman á Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína. 1992 Ræningi kemst undan með 7,5 milljónir danskra króna eftir að hafa ráðist á peningaflutningabíl Danske Bank við Bilka í Árósum. 2010 Íslenski handritavefurinn Handrit.is er opnaður. 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.