Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 16
Margir hafa komið tuttugu sinnum til Mallorca en hafa kannski aldrei séð Þingvelli. Þetta er sorgleg stað- reynd, en það er vel hægt að bæta úr þessu, til dæmis með áðurnefnd- um leiðsagnarferðum. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Klemenz hefur verið í ferða-þjónustugeiranum í yfir þrjátíu ár. „Fyrst keyrði ég rútur á sumrin, en upp úr 2012 var þetta orðið að fullu starfi hjá mér. Upp á síðkastið hef ég boðið upp á akstur og leiðsögn sem og að ferja farangur fyrir göngugarpa, eða trússa eins og það nefnist í bransanum. This is Iceland er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu okkar hjónanna. Við erum vel tækjum búin og ráðum til okkar verktaka í leiðsagnir og akstur þegar mikið er að gera,“ segir Klemenz, eða Klemmi eins og hann er gjarnan nefndur. Upp á hálendi á óbreyttum Toyota Rav4 Upp á síðkastið hefur lítið verið að gera hjá ferðaþjónustufyrir- tækjunum. Samkomubann vegna COVID-19 kemur í veg fyrir túra með fjölda ferðamanna og hafa þau Klemenz og Svanbjörg fundið fyrir því. „Okkur datt í hug að herja á innanlandsmarkaðinn í sumar. Undanfarin ár hefur áherslan aðallega verið á erlenda ferðamenn, en staðreyndin er sú að Íslendingar eru alveg jafn, ef ekki enn áhugasamari, um ferða- lög á Íslandi. Þó þarf að koma til móts við heimamenn. Sama gerð af ferðaþjónustu hentar líklega ekki fyrir heima- menn og erlenda ferðamenn. Við ætlum því að bjóða upp á sérstakar leiðsagnarferðir um hálendið í Ferðast af öryggi uppi á hálendinu Hjónin Klemenz Geir Klemenzson og Svanbjörg Ólafsdóttir hjá This is Iceland, eiga mörg góð ráð í pokahorninu fyrir þá sem ætla að ferðast um landið í sumar og langar upp á hálendið. Myndin er tekin á Syðri-Fjallabaksleið. MYND/KLEMENZ GEIR KLEMENZSON Klemenz Geir Klemenzson og Svanbjörg Ólafsdóttir eru miklir há- lendisgarpar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGUR ARI sumar þar sem fólk nýtir eigin bif- reiðar. Við förum fyrst og gestirnir elta á eigin bílum. Svo stoppum við og segjum fólki frá stöðunum. Þá erum við ötulir talsmenn náttúruverndar og virðingar við náttúruna og ætlum að deila þeim áhuga til viðskiptavina okkar. Við viljum fá fólk til að meta sitt eigið land að verðleikum. Margir eiga fjórhjóladrifna jeppa en nota þá í lítið annað en akstur innanbæjar eða um hringveginn. Það er krefj- andi að taka fyrstu hjólförin inn á F-vegina, það er upp á hálendið, en með réttri leiðsögn er ýmis- legt hægt að komast, jafnvel fyrir minni, óbreytta eða lítið breytta jeppa eins og Toyota Rav4. Þá væri jafnvel skemmtilegt að hafa ljós- myndara með sem tæki myndir af gestum uppi á hálendi. Við munum bjóða upp á bæði dagsferðir og svo lengri ferðir með næturgistingu. Ferðirnar yrðu sniðnar að gestunum og þeim bílum sem þeir hafa til umráða. Það er æskilegt að fólk hugi að dekkjunum fyrir ferðalög í sumar. Fínmynstruð dekk ganga engan veginn á grófum vegarslóðum. Mynstrið þarf að vera í grófari kantinum til að tryggja öryggi.“ Hálendi Íslands er svæði sem of fáir Íslendingar hafa komið á. „Ég man að á mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjuninni voru mótmælendur langflestir í eldri kantinum. Unga fólkið mætti ekki nema að litlum hluta. Margir hafa komið tuttugu sinnum til Mallorca en hafa kannski aldrei séð Þing- velli. Þetta er sorgleg staðreynd, en það er vel hægt að bæta úr þessu, til dæmis með áðurnefndum leið- sagnarferðum.“ Klemmi mælir með Fyrir þá sem langar að prufa sig áfram þegar vorleysingum lýkur, bendir Klemenz á ágætis vegslóða á Reykjanesskaga, ekki langt frá Kleifarvatni. „Þá keyrir maður hjá Vigdísarvöllum og Djúpavatni, sem er stöðuvatn sunnan Trölla- dyngju og Soga. Vegurinn er hinn fínasti og engar torfærur ef farið er að með gát. Þetta er ákaflega falleg leið og eiginlega alveg í tún- fætinum hjá okkur sem búum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hún er tilvalin til þess að prufa sig áfram.“ 4 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RSUMARDEKK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.