Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 20
Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu á breiðri línu vinnuvéla og ýmissa annarra véla, ásamt því að sinna hjólbarða- þjónustu fyrir allar gerðir fólks- og flutningabíla. Fyrirtækið byggir á gömlum og traustum grunni, en félagið hefur verið umboðs-, sölu- og þjónustuaðili fyrir Good- year hjólbarða frá árinu 1952. Fyrir vikið býr Klettur að ótrúlega langri reynslu og þekkingu á svona rekstri. „Nýlega vorum við að bæta dekkjum frá tveimur frábærum framleiðendum við úrvalið okkar, en það eru dekk frá Hankook og Nexen,“ segir Andri Ellertsson, rekstrarstjóri hjólbarða hjá Kletti. „Bæði Hankook og Nexen eru gæða dekk á góðu verði og ættu því að henta fyrir marga.“ Kostir þess að skipta „Allir sem vita eitthvað um dekk vilja meina að þú verðir að skipta á milli sumar- og vetrardekkja og að það sé ekkert til sem heitir heilsársdekk, heldur sé það oftast bara óneglt eða óneglanlegt vetrar- dekk,“ segir Andri. „Þó að þú getir keyrt á heilsársdekki yfir sumarið fer það verr með hjólbarðann að keyra á honum á heitu malbiki. Þannig að fólk heldur að það sé að spara á því að vera á heilsárs- dekkjum, en raunin er sú að það þarf að kaupa ný dekk fyrr en ef það myndi skipta. Við gerðum líka könnun til að bera saman bremsuvegalengdina á heilsársdekki og sumardekki í rigningu og það munaði mörgum metrum, þannig að þetta er klár- lega öryggisatriði,“ segir Andri. Svo er það líka alltaf góð upp- lifun að fara af nöglum yfir á sumardekk, það verður allt svo miklu mýkra og snarpara fyrir vikið,“ segir Andri. „Maður finnur að sumarið er komið þegar maður er kominn á sumardekkin.“ Hljóðlátustu dekkin „Við erum stolt af því að bjóða upp á dekk frá Goodyear, en framleið- andinn er að reyna að fullkomna hljóðlát dekk, því nú þegar margir eru komnir á hljóðláta rafmagns- bíla vill þetta fólk ekki vera á dekkjum sem gefa frá sér læti,“ segir Andri. „Við bjóðum upp á frá- bær, hljóðlát dekk sem við teljum vera þau bestu á markaðnum. Goodyear kom með nýtt dekk í sumar sem heitir Efficientgrip 2, en það er mjög hljóðlátt og endist 20% lengur en dekk í svipuðum verðflokki,“ segir Andri. „Ég mæli eindregið með að fólk skoði þetta dekk fyrir bílana sína.“ Bókunarkerfi og ódýrt dekkjahótel „Við erum komin með fullkomið bókunarkerfi á vefnum okkar, klettur.is,“ segir Andri. „Það kemur upp um leið og maður fer inn á vefinn og þar er hægt að panta tíma á öllum verkstæðum okkar, en þau eru í Klettagörðum, Hátúni 2 og Suðurhrauni í Garða- bæ. Við bjóðum líka upp á dekkja- hótel, sem þýðir að við geymum árstíðabundin dekk fyrir fólk á meðan það notar hinn umgang- inn,“ útskýrir Andri. „Það getur verið mikill kostur að geta til dæmis geymt vetrardekkin ein- hvers staðar annars staðar yfir sumartímann svo þau séu ekki að taka pláss í bílskúrnum, því þetta er plássfrekt. Það kostar líka ekki nema frá 7.900 krónum að geyma dekk yfir veturinn.“ Allir sem vita eitthvað um dekk vilja meina að þú verðir að skipta á milli sumar- og vetrardekkja. Sumarið kemur með sumardekkjum Hjá Kletti er hægt að fá hjólbarðaþjónustu fyrir allar stærðir og gerðir bíla. Fyrirtækið býr að mik- illi reynslu og þekkingu og býður upp á fullkomið bókunarkerfi, dekkjahótel og hljóðlát dekk. Andri Ellertsson, rekstrarstjóri hjólbarða hjá Kletti, segir að það séu margir kostir við að skipta um dekk tvisvar á ári og nota bæði vetrar- og sumardekk í stað þess að nota eingöngu heilsársdekk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SKELLTU ÞÉR Á SUMARDEKKIN Bókaðu dekkjaskipti á klettur.is KLETTAGARÐAR 8-10, 104 REYKJAVÍK SUÐURHRAUN 2B, GARÐABÆ HÁTÚN 2A, 105 REYKJAVÍK C M Y CM MY CY CMY K Kelttur_Fréttabladid_255x200.pdf 1 4/20/2020 3:51:36 PM 8 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RSUMARDEKK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.