Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 14
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Framhald af forsíðu ➛ Á okkar stærsta verkstæði að Breiðhöfða 13 erum við með opið allan sólar- hringinn til að lágmarka fjölda á hverjum tíma á verkstæðinu. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RSUMARDEKK Ólafur Konráð Benedikts-son, framkvæmdastjóri Nesdekk, segir að miklar breytingar hafi verið gerðar á aðbúnaði með tilliti til Covid-19 en Nesdekk er á sex stöðum á landinu. Meðal þeirra er að starfs- fólki er skipt niður á vaktir. „Á okkar stærsta verkstæði að Breið- höfða 13 erum við til að mynda með opið allan sólarhringinn til að lágmarka fjölda á hverjum tíma á verkstæðinu. Þetta munum við gera út apríl nema á hefðbundnum frídögum og er það í fyrsta skipti á Íslandi,“ upplýsir hann. Frábær aðstaða „Á Breiðhöfða er tekið á móti öllum stærðum bifreiða og þar er ein besta aðstaðan á landinu til að taka á móti stærri bílum. Við erum með gegnumkeyranlegt vörubílaverkstæði sem viðskipta- vinir okkar hafa tekið fagnandi. Auk þess erum við þekkt fyrir að vera með hraða afgreiðslu. Á Breiðhöfða og á Fiskislóð 30 er hægt að bóka tíma á heimasíðunni nesdekk.is en á Grjóthálsi 10, Lyngási 8 í Garðabæ, Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ og Njarðarnesi 1 á Akureyri er hægt að koma án bókaðs tíma. Þannig getum við aðstoðað alla eftir því sem hentar þeim best,“ segir Ólafur enn fremur. Hjá Nesdekk er mikið úrval frábærra vörumerkja í dekkjum og nefnir Ólafur framleiðendur eins og Pirelli, Toyo Tires, Maxxis, Interstate, Nordexx, Doublecoin, GT-radial, Laufenn, Nankang og Það er framúrskarandi aðstaða fyrir stóra bíla hjá Nesdekk, Breiðhöfða 13, og þar geta bílar ekið í gegnum húsið. Þarna er einhver besta aðstaða á landinu til að taka á móti alls kyns stórum bifreiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mikið úrval hjólbarða frá þekktum framleiðendum eru í boði hjá Nesdekk. Hér stendur Ólafur Konráð Benediktsson við öflugan lager fyrirtækisins. Sérfræð- ingar eins og Daniel Terrazas, stöðvarstjóri atvinnubíla hjá Nesdekk á Breiðhöfða 13, taka á móti viðskiptavinum með bros á vör. Nesdekk er nú á sex stöðum á landinu. Á höfuðborgar- svæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Starfsmenn vinna á vöktum og aldrei þarf að skapast ringulreið á verk- stæðinu. Viðskiptavinir koma og fá sér kaffi og hressingu á meðan skipt er. Mastercraft. „Við erum með breitt úrval alls konar hjólbarða og auk þess bjóðum við upp á dekkjahótel á sex stöðvum okkar,“ segir hann. Þegar Ólafur er spurður hvort Íslendingar séu fljótir að mæta á dekkjaverkstæðin þegar 15. apríl rennur upp, svarar hann: „Pásk- arnir voru seint þetta árið og síðan komu dekkjaskiptin beint ofan í þá. Undanfarnir dagar hafa því verið mjög annasamir og margir að skipta yfir á sumardekk.“ Fullkomin verkstæði Ólafur bendir á að Nesdekk sé með algjöra sérstöðu þegar kemur að allri hjólbarðaþjónustu. „Fyrir utan verkstæðið okkar á Breið- höfða sem er afar vel búið og býður upp á að ekið sé í gegnum það, þá erum við jafnframt með frábæra biðaðstöðu þar sem allir fá kaffi og hressingu sem koma í heim- sókn. Einnig eru bílalyfturnar okkar undir yfirborðinu, þannig að viðskiptavinir okkar þurfa ekki keyra upp á lyftur til að komast í umfelgun. Þá erum við með nokkrar snertilausar umfelgunar- vélar sem eru ekki á öllum dekkja- verkstæðum. Þessar vélar fara mun betur með dekkin og felgurnar þegar við erum að skipta eða setja ný dekk. Þá má til gamans geta þess að á fólksbílaverkstæðinu okkar að Breiðhöfða 13 er elsta umfelgunarvélin framleidd á árinu 2018 þannig að við erum einungis að vinna með nýjustu tæki og tól sem gera öll vinnubrögð betri. Viðskiptavinir okkar gera miklar kröfur um góðan aðbúnað og við leggjum áherslu á að koma til móts við þær óskir. Starfsmenn hafa góða þekkingu og geta aðstoðað við val á nýjum sumardekkjum,“ segir Ólafur og bætir við að starfsmenn ráðleggi fólki að tala við sérfræðinga hjá Nesdekk um það hvaða hjól- barðar henti best því það fari að mjög miklu leyti eftir aðstæðum og aksturslagi hvers og eins. „Þó leggjum við alltaf áherslu á að öku- menn noti vetrardekk einungis að vetrarlagi og sumardekk að sumar- lagi því að óöryggi getur skapast ef röng tegund af hjólbörðum er notuð,“ segir hann. Ólafur segir jafnframt mikil- vægt að huga að öryggi hjólbarða varðandi aksturseiginlega bílsins. „Það er magnað að hugsa til þess að snertiflötur bíls við veginn sé aðeins á stærð við lófann á manni. Það beinir á sama tíma athyglinni að því hversu miklu máli skiptir að dekkin séu í lagi og að þau henti þeim aðstæðum sem ekið er í.“ Nánari upplýsingar og tímapant- anir eru á heimasíðunni nes- dekk. is eða í síma 561 4200. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið nesdekk@nesdekk.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.