Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 6
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Krónan mælir með! Mmm ... epli best núna! HAFNARFJÖRÐUR Íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar eru óánægðir með tillögur um að byggja þrjú tvíbýlis- hús á Saltfiskreitnum svokallaða, milli Norðurbrautar og Skúlaskeiðs. Staðurinn eigi sér sögu og sé mikið notaður af börnum og öðrum íbúum á svæðinu, til leiks, útivistar og sam- komna. Hafið er átak til að bjarga reitnum og helst friða hann. Hafa rúmlega 270 Hafnfirðingar skrifað nafn sitt á undirskriftalista þar sem tillögunni er mótmælt. „Þetta hefur farið fram hjá fólki og þeir sem heyra af þessu fá svolítið sjokk,“ segir Bergþóra Aradóttir, íbúi á Skúlaskeiði, sem stendur að átakinu ásamt Ingibjörgu Ósk Sigurjónsdóttur nágranna sínum og fleirum. Vegna samkomubanns hafi ekki verið hægt að halda venju- legan kynningarfund og var þetta því kynnt á Facebook-fundi sem margir tóku ekki eftir. Á reitnum var saltfiskur breiddur út og þurrkaður áður fyrr. Þar hafa fundist fornminjar og stóðu þar meðal annars kindakofi, hjallur og skemma. Byggðasafn Hafnarfjarðar tók þátt í þriggja ára samevrópsku verkefni, árin 2012 til 2015, þar sem sögum af lífinu á þessum og öðrum saltfiskreitum bæjarins var safnað saman. Fyrir einhverjum áratugum var mold sett yfir reitinn og úr varð f latt tún sem nú er notað sem úti- vistarsvæði. „Þarna er góð síðdegiskvöldsól, fólk kemur þangað með hundana sína og krakkarnir spila fótbolta. Við viljum alls ekki missa þetta græna svæði undir níu metra háar nýbyggingar,“ segir Bergþóra. Segja þær að fyrirhuguð hús yrðu þar að auki í litlu samræmi við önnur hús á Norðurbrautinni og sprenging- arnar og raskið sem fylgdi uppbygg- ingunni gæti ógnað undirstöðum verkamannabústaðanna og göml- um timburhúsum í nágrenninu. Þá myndu húsin einnig hafa áhrif á útsýnið og sólina í görðum fólks. Þegar þetta er ritað hafa 273 Hafn- firðingar skrifað undir mótmælin en þar að auki afhentu Bergþóra og Ingibjörg bæjarstjórn bréf á þriðju- dag þar sem um 60 fjölskyldur á svæðinu mótmæla. Telja þær að betri ráðstöfun væri að friða reitinn en einmitt nú er stefnt að því allur vesturbærinn verði skilgreindur sem verndar- svæði í byggð, samkvæmt lögum 87/2015. Felur þetta í sér kvaðir á húseigendur um hverju megi breyta og hverju ekki. Telja Bergþóra og Ingibjörg að íbúarnir ættu því að geta gert sambærilegar kröfur á bæinn, að breyta ekki svæðismynd- inni. „Við þurfum að standa vörð um okkar sögu og okkar minjar,“ segir Ingibjörg. Leggja þær frekar til að sett verði upp skilti til að segja frá sögu reits- ins og jafnvel fótboltamörk eða leik- tæki fyrir börnin. „Við erum von- góðar um að bærinn taki samtalið við okkur og við erum reiðubúnar að hjálpa til við að skipuleggja,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt Ólafi Inga Tómassyni, formanni skipulags-og byggingar- ráðs Hafnarfjarðar, liggur engin formleg tillaga að deiliskipulagi fyrir heldur sé málið í kynningu og verið sé að fá álit íbúanna. „Við höfum fengið athugasemdir frá íbúunum og það verður farið yfir þær umsagnir þegar deiliskipulagstillaga verður lögð fram. Það er ekki búið að ákveða neitt hvað þetta varðar,“ segir hann og að huga verði sérstak- lega að því í ljósi þess að svæðið allt verði skilgreint sem verndarsvæði í byggð, það stærsta á landinu. kristinnhaukur@frettabladid.is Fjölskyldur mótmæla byggingu á Saltfiskreit Rúmlega 270 Hafnfirðingar hafa skrifað undir lista til að mótmæla áformum um byggingu þriggja tvíbýlishúsa á Saltfiskreitnum svokallaða, í gamla vest- urbænum. Svæðið sé vinsælt útivistar- og leiksvæði og eigi sér merka sögu. Nágrönnunum Bergþóru og Ingibjörgu er umhugað um Saltfiskreitinn í gamla vesturbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þetta hefur farið fram hjá fólki og þeir sem heyra af þessu fá svolítið sjokk. Bergþóra Aradóttir MENNING Sænska sendiráðið býður til veftónleika í beinni útsendingu frá sendiherrabústaðnum við Fjólu- götu klukkan 18.30 í kvöld. Þar koma tónlistarmennirnir Harold Burr og Karl Olgeirsson fram til að skemmta áhorfendum. „Við köllum þetta póstkort fyllt af ást,“ segir Håkan Julholt, sendi- herra Svíþjóðar á Íslandi. „Við erum að reyna að finna nýjar leiðir til að tengja fólk saman og að lyfta því upp á þessum erfiðu tímum.“ Þetta er í annað skipti sem sendi- ráðið stendur fyrir slíkum tónleik- um á tímum faraldursins en um 130 þúsund manns hafa horft á síðustu útsendinguna á Facebook. „Áhorf- endurnir voru að stærstum hluta sænskir en það voru líka margir Íslendingar og fólk frá hinum Norð- urlöndunum,“ segir Håkan. Tónleikarnir verða um 30 mínút- ur að lengd og segist Håkan viss um að þeir Harold og Karl muni leika af fingrum fram og færa áhorfendum nýjar útgáfur af sígildum lögum. Hægt verður að fylgjast með tón- leikunum á Facebook-síðu sænska sendiráðsins. – atv Veftónleikar úr sænska sendiherrabústaðnum Við köllum þetta póstkort fyllt af ást. Håkan Julholt, sendiherra Sví- þjóðar á Íslandi COVID-19 Komum á heilsugæsluna hér á landi hefur fækkað frá því að hér greindist fyrst tilfelli af COVID- 19 sjúkdómnum og hefur starfsfólk heilsugæslunnar ásamt landlækni lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa. Í tilkynningu frá Krabba- meinsfélaginu kemur fram að skýr- ar leiðbeiningar hafi verið gefnar út til almennings um að hika ekki við að leita til heilsugæslunnar líkt og áður vegna einkenna sem fólk kunni að hafa. Halla Þor valdsdóttir, f ram- kvæmdastjóri Krabbameinsfé- lagsins, segir að ekki megi til þess koma að aðrir sjúkdómar en COVID-19 sem mikilvægt er að greina snemma, líkt og krabba- mein, greinist ekki eða greinist seinna vegna ráðstafanna vegna COVID-19. „Brýnt er að muna að heilbrigðisþjónusta er áfram í boði,“ segir hún. „Viðlíka áhyggjur eru uppi á hinum Norðurlöndunum og við viljum hvetja fólk til að vera vak- andi fyrir einkennum sem geta bent til krabbameina, því fyrr sem krabbamein greinast, því betri eru möguleikar á að meðferð beri góðan árangur,“ segir Halla. Jón Magnús Kristjánsson, yfir- læknir bráðalækninga á bráðamót- töku Landspítala, segir í svari við fyr- irspurn Fréttablaðsins að þriðjungi færri komur en vanalega séu á bráða- móttökuna á dag eftir að COVID-19 tilfelli fóru að greinast hér á landi. Hann segir þó einnig að starfsfólk bráðamóttöku hafi ekki orðið vart við breytingu í komum þeirra sem eru meira veikir. Það segir hann endurspeglast í því að fjöldi innlagna á dag hafi haldist óbreyttur frá því áður en faraldurinn hófst. – bdj Innlagnir á bráðamóttöku ekki færri Halla Þorvalds­ dóttir, fram­ kvæmdastjóri Krabbameins­ félagsins. VIÐSKIPTI Mikill vöxtur er í pönt- unum hjá Marel og er fjárhagur fyrirtækisins sterkur á fyrsta árs- fjórðungi þrátt fyrir að COVID-19 heimsfaraldurinn setji mark sitt á afkomuna. „Mótteknar pantanir á fjórðungnum hafa aldrei verið hærri og nema 352 milljónum evra sem dreifðust vel á milli stærri verkefna, staðlaðra lausna og varahluta,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri. Árni Oddur segir að eftirspurn eftir matvælum í stórmörkuðum og netverslunum hafi aukist. „Þegar svo skyndilegar breytingar eiga sér stað þurfa fjölmargir viðskiptavinir okkar að aðlaga sig hratt breyttu umhverfi, jafnt í framleiðslu og dreifingu, og fjárfesta í stöðluðum lausnum með skömmum afhend- ingartíma,“ segir hann. „Starfsemi í framleiðslu í Kína er nú komin upp í 90 prósent afköst sem gefur góð fyrirheit um fram- haldið, en of snemmt er að segja til um hvenær starfsemi verður með eðlilegum hætti í Þýskalandi og Brasilíu.“ – ab Heimsfaraldur setur mark sitt á afkomu 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.