Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 5
Bæjarbót, óháð fréttablað 5 Stöðugt fullkomnari heilbrigðisþjónusta: Aðstaða fyrir sjúkraþjálfun komin í gagnið —er búin öllum fullkomnustu tækjum Þann 26. maí var stigið enn eitt skref til bættrar þjónustu við bæjarbúa í heilbrigðismál- um. Þann dag var aðstaða fyrir sjúkraþjálfara formlega tekin í notkun, en starfsemin verður til húsa í góðu rými í nýja íþrótta- húsinu við Austurveg. Þar eru öll nauðsynleg tæki af full- komnustu gerð, en þau voru öll keypt með miliigöngu Austur- bakka hf. í Reykjavík. Að sögn bæjarstjóra er kostn- aður við tækjakaupin, innrétt- ingar og uppsetningu kominn vel á aðra milljón. Bærinn stendur einn straum af þeim út- gjöldum, en fær til baka nokkrar greiðslur í formi ákveð- innar prósentu af því sem inn kemur. Að sögn sjúkraþjálfarans, Dagrúnar Ólafsdóttur, mun hún eingöngu sinna sjúklingum sem hafa tilvísun frá læknum. „Mitt hlutverk verður hæfing og end- urhæfing, m.a. vegna skerts vinnuþreks. T.d. vegna vöðva- bólgu í hálsi og herðum, sem er dæmigerður atvinnusjúkdómur hér, bakveiki og fleiri sjúk- dóma . Það er mjög vel búið að þessu og hér mun ég m.a. beita ýmsum æfingum, nuddi, hita- meðferð og bólgueyðandi með- ferð, allt eftir því sem við á. Hér eru 2 fullkomnir meðferðar- bekkir, raförvunartæki, hljóð- bylgjutæki, þrekhjól, rimlar og fleiri tæki og tól, sem koma til með að nýtast vel til bættrar heilbrigði.“ Kristmundur Ásmundsson, heilsugæslulæknir, sagði að mikilvægi svona starfsemi væri eiginlega ólýsanlegt. Þetta væri mjög mikilvægur þáttur í heilsu- vernd og endurhæfingu, t.d. eftir slys, vegna ýmissa atvinnu- sjúkdóma og jafnvel til baráttu gegn fylgifiskum ellinnar, hrörnunarsjúkdómum af ýmsu tagi. Kjartan Kristófersson, bæjar- fulltrúi, fagnaði mjög opnun þessarar aðstöðu. ,,Það var lyk- ilatriði á sínum tíma að fá lækni hingað. Svo kemur þetta nú, sem rökrétt framhald af baráttu okkar til bættrar heilbrigðis- þjónustu í bænum.“ Dagrún Ólafsdóttir sjúkraþjálfari á vinnustað sínum. Til sölu í Grindavík # Leynisbraut 5, 130 ferm. einbýlishús, ásamt 90 ferm. neðri hæð, bílskúrsréttur. Skipti á eign á Reykjavíkur- svæðinu. # Borgarhraun 8, 120 ferm. einbýlishús ásamt 50 ferm. bílskúr. Góð eign, góður staður. Verð: 3.600.000,- # Heiðarhraun 25. Endaraðhús 136 ferm., ásamt 40 ferm. bílskúr. Verð: 2.700.000,- # Litiuvellir 16. Lítið raðhús ca. 60 ferm. Verð: 1.750.000,- # Efstahraun 20. Rúmgott endaraðhús. 4 svefnherbergi, ásamt bílskúr. Verð: 3.300.000,- # Hvassahraun 3, 130 ferm. einbýlishús með 70 ferm. bílskúr. Góð eign. Skipti á fasteign á Reykjavíkur- svæðinu. Verð: 4.000.000,- # Selsvellir 19, nýlegt einbýlishús, ásamt 50 ferm. bílskúr. Glæsilegeign. Verð: 3.850.000,- # Mánagata 3. Rúmgott einbýlishús, 5 svefnherbergi og bíl- skúr. Skipti á eign á Reykjavíkursvæðinu. Verð: 3.150.000,- # Hólavellir 13,136 ferm. hús, ásamt 42 ferm. bílskúr. Góð eign / gott verð. Verð: 3.000.000,- # 3ja og 4 herb. íbúðir við: Ásabraut 5, Hellubraut 8, Sunnubraut 5 og Túngötu 18. # Austurvegur 48, lítið einbýlishús. Ekkert áhvílandi, góð eign. # Suðurvör 4. Nýtískuleg eign sem gefur mikia möguleika. 3 svefnherb., stofa, 22 ferm. garðstofa, bílskúr, geymslur. Verð: 3.100.000,- Minnum á ÚTSÝNARVEGINN NÚMER 1 — Þýskaland - Austurríki - Ítalía — Erum reiðubúin til að veita aliar upplýsingar. Umboðsmenn: Guðný Hallgrímsdóttir og Björn Haraldsson Verslunin Bára - Sími 8091 ,TVÖ IWPREP úr beinhörðimipeningum Kjörbókin hefur tryggt sparifjár- eigendum hæstu ávöxtun sem fáanleg hefur verið af óbundnu sparifé. Og nú bætum við enn um betur. Þegar innstæða hefur legið á Kjörbókinni í 16 mánuði hækka vextirnir allt frá innleggs- degi og aftur að loknum 24 mánuðum. Vaxtaþrepin gilda frá 1. janúar 1987. Við minnum á aðra helstu kosti Kjörbókar- innar: - Háir vextir, lagðir við höfuðstól tvisvar á ári. - Innstæðan er algjörlega óbundin. - Ársfjórðungslegur samanburður við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikn- inga tryggir hagstæðustu kjör hvað svo sem verðbólgunni líður. Ef ávöxtun verðtryggðu reikninganna reynist hærri er greidd uppbót sem nemur mis- muninum. Uppbótin leggst við vaxta- höfuðstólinn fjórum sinnum á ári og tvisvar sinnum við höfuðstól bókarinnar. - Vaxtaleiðrétting við úttekt reiknast eingöngu af úttektarupphæðinni, þó ekki af vöxtum síðustu tveggja vaxtatímabila. Úttektir lækka aldrei vextina á þeirri fjárhæð sem eftir stendur. í Landsbankanum er stöðugt haft auga með öllum hræringum á vaxtamarkaðnum, því að Kjör- bókinni er ætlað að vera í fararbroddi. Ársávöxtun á Kjörbók árið 1986 varð 20,62%, sem jafngildir verðtryggðum reikningi með 5,51% nafnvöxtum. Þú færð nánari upplýsingar um Kjörbókina þína í næstu sparisjóðsdeild bankans. Taktu næstu tvö skref í beinhörðum peningum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Grindavík, sími 8179

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.