Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 14

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 14
14 Bæjarbót, óháð fréttablað Kári Hartmannsson á Hraunsvíkinni: „Ekki svartsýnn ef við verndum smáfiskinn“ —höfum séö lélegri vertíðir áður Kári Kartmannsson við löndum úr Hraunsvík GK 68.,, Verðum að vernda smáfiskinn. “ Myndatökur við allra hœfi ^ /^cX nymynD Hafnargötu 90 Sími 1016 Við vertíðarlok hitti blaðið Kára Hartmannsson vélstjóra á Hraunsvík GK 68 að máli, þar sem hann, ásamt skipsfélögum sínum, var í óða önn að landa afla dagsins. Kári er búinn að róa héðan á 25 vertíðum. Hvað finnst honum um vertiðina? ,,Hún var mjög léleg, sérstak- lega í apríl. Svo virðist að lítill fiskur hafi gengið inn til að hrygna á hefðbundnum miðum. Ég held að það sé búið að of- veiða þá stærð af fiski, sem er orðinn hrygningarhæfur. Að vísu er þetta ekki alveg nýtt, því svona vertíðir hafa komið áður, jafnvel enn lélegri.“ Ertu svartsýnn á aflabrögð á næstu árum? „Nei, þetta getur vel lagast, ef ekki er drepið of mikið af smá- fiskinum og honum leyft að vaxa. Það er aðalskilyrðið.“ Kári gat þess að Hraunsvíkin hefði verið með sóknarkvóta og því hefðu þeir verið að taka upp og færu að tygja sig á humar. A Hraunsvíkinni væri aðeins 7 manna áhöfn, en fyrir fáeinum árum hefði þurft fleiri karla á svona bát. Með bættum veiðar- færum og færri körlum fengist þannig þokkalegur hlutur úr minna magni af fiski. Sendum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu bestu kveðjur á sjómannadaginn. Þetta eru Bára Karlsdóttir og Hrönn Jóhannsdóttir. Þær héldu nýlega tombólu og söfnuðu alls 361 kr., sem þær létu renna til Heimilis aldraða. BLÁFELL AUGLÝSIR: Afgreiðslumaður óskast strax. Góð laun í boði. — Tilvalið fyrir eldri mann. Nánari upplýsingar í versluninni og í síma 8146 / tilefni sjómannadagsins sendum við sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu, bestu kveðjur. Grindavíkurbœr Sendum sjómönnum, fjölskyldum þeirra og fiskverkunarfólki öllu bestu kveðjur á sjómannadaginn. Vísir hf. - Sími 8086

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.