Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 11

Bæjarbót - 01.06.1987, Blaðsíða 11
Bæjarbót, óháð fréttablað 11 Næsta vor verða liðin 20 ár síðan ég fékk mitt fyrsta skips- stjórnarpláss hjá Þorbirni hf.“ Þegar Hrafn GK 12 kom var Norðursjávarúthaldinu að Ijúka og loðnuævintýrið að hefjast hér á heimaslóðum. Hvað finnst þér svona almennt um þær veiðar? ,,Ástæðan fyrir því að Hrafn- inn var keyptur var sú að okkur vantaði stærra skip, vegna Norðursjávarveiðanna og loðn- unnar. Skip sem tæki fleiri kassa, og burðarmeira skip á loðnuna. Þegar síldin datt alveg upp fyrir, fóru menn að snúa sér að loðnunni. Ég held að sumar- veiðar á henni hefi hafist 1976. Þá kom í ljós að næturnar voru allt of litlar fyrir sumar og haustveiðarnar. Þetta haust voru bara þrír bátar við þetta, aðrir voru að klára kvótana sína í Norðursjónum. Nú, þetta gekk þokkalega, að vísu var báturinn óyfirbyggður og veiðarfærin allt of lítil. Burðargetan var um 400 tonn. Upp frá þessu fór þetta æfintýri í fullan gang. Næturnar voru stækkaðar, skipin stækk- uð með lengingum og yfirbygg- ingum og sífellt meira magn var borið að landi. Það versta við loðnuveiðarnar eru verðsveifl- urnar. Við höfum fengið mjög góð ár, en svo hefur þetta líka dottið niður úr öllu valdi. Þessar sveiflur hafa eiginlega verið jafnaðar út með því að bera meira og meira að landi.“ En er þá stjórnunin rétt, erum við ef til vill að ganga of nærrí stofninum? ,,Ég hallast nú heldur að því að stjórnunin sé rétt eins og hún er. Eitt árið var gengið of nærri stofninum og veiðarnar voru bannaðar í heilt ár á eftir. Síðan hafa menn viljað fara meira og minna eftir fiskifræðingunum. Treysta þeim til að passa að þetta komi ekki fyrir aftur. Hjálmar Vilhjálmsson er okkar fremsti sérfræðingur í þessu og að mínu mati nokkuð glúrinn í þessu! Stundum finnst manni þó, t.d. á síðustu tveimur vertíð- um, að það hefði mátt veiða meira. Okkur fannst svo mikil loðna ganga hérna með. Klakið fer bara svo mikið eftir ástand- inu í sjónum að menn verða að vera varkárir. Mér finnst t.d. að klakið heppnist betur þegar hún hrygnir hér við Suður- og Suð- austurströndina, heldur en á Breiðafirðinum, en þetta er allt ósköp sveiflukennt.“ Sveinn, nú er mikilvægi sjáv- arútvegsins fyrir þjóðarbúið óumdeilanlegt. Hefurðu á til- finningunni að það muni breyt- ast í náinni framtíð? Finnst þér e.t.v. að þjóðin sé að verða afhuga sjávarútveginum? „Stundum finnst manni það, en samt heldur þetta alltaf sínu hlutfalli af þjóðarframleiðsl- unni og gefur ekkert eftir þar! Ég veit svo ekki hvort nokkuð getur komið í staðinn. Ef til vill getur einhver útflutningur skap- ast við laxeldið, en sjávarútveg- urinn virðist verða að vera aðal- uppistaðan áfram, maður sér ekkert nýtt sem getur leyst hann af. Þegar niðursveiflur verða, eins og á vertíðinni núna, verða menn óttalega svartsýnir og finnst allt ómögulegt og langar til að hlaupa í land! En einhvern veginn réttist þetta alltaf við aftur, fiskurinn kemur aftur og áhuginn lifnar. Eins og ég sagði áðan, töldu fullorðnir menn árið 1962 að fiskurinn væri búinn úr sjónum! Síðan hefur hvert metárið á eftir öðru komið, síðast í fyrra. Ég er sannfærður um að sjávarútveg- urinn verður okkar aðalatvinnu- vegur um alla ókomna framtíð.“ Hvernig sérðu þína framtíð, eftir nærri 20 ára skipsstjóraferil hjá sama fyrirtækinu? „Samstarfið við Þorbjörn hf. hefur gengið mjög vel og mér líkað það ágætlega. Þar hefur bókstaflega aldrei hlaupið snurða á þráðinn. Ég hef alltaf fengið allt hjá þeim sem ég hef beðið um - til að fiska sem mest. Nótin er mitt uppáhaldsveiðar- færi og mann langar stundum á stærri nótaveiðiskip. Loðnu- veiðarnar eru að fara út í það að minni skipunum fækkar og það hefur hvarflað að manni að gaman væri að komast á stærra skip, svona áður en maður hætt- ir til sjós. Helst nýtt auðvitað, en framtíðin er óráðin hvað það varðar, eins og svo margt fleira,“ sagði aflaskipsstjórinn Sveinn Þór ísaksson að lokum. ,,En einhvern veginn réttist þetta alltaf við aftur, fiskurinn kemur og áhuginn lifnar“ Grindvíkingar! Tilmæli til þeirra sem þurfa að losa sig við sorp á sorphaugana Allt sorp skal losa innan girðingar, á einum stað, en ekki dreifa því um svæðið. Allt sorp sem á haugana fer, skal vera ólífrænt efni en ekki æti fyrir máva og rottur. Vegna nálægðar sorphauganna við olíutankana er hættulegt að tendra bál á svæðinu. Með von um góða samvinnu Bæjartæknifræðingur STEINDÓR SIGURÐSSON Sími 15444 FERÐAÁÆTLUN FRÁ KEFALVÍK Virka daga 8:50 Mánud., miðv.d. og föstud. 13:15 17:15 FRÁ GRINDAVÍK Virka daga 9:20 Mánud., miðv.d. og föstud. 13:45 17:40 Minnum á ný símanúmer Hótel Kristína 14444 Hópferðir 15444

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.