Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 „Þetta er stórmál sem við höfum þungar áhyggjur af. Gangi risaáform í sjókvíaeldi á kyn- bættum norskum laxi eftir er um að ræða óafturkræfa ógn við íslenska laxastofninn,“ segir Jón Helgi Björnsson, formað- ur Landssambands veiðifélaga. Aðalfundur LV, sem haldinn var á Bifröst í júní síðastliðnum, mótmælti stórfelldum áformum erlendra og innlendra fjárfesta á eldi á norskum laxi í sjókvíum hér við land. Að mati aðalfundar Lands- sambands veiðifélaga stefna áformin óspilltum stofnum villtra laxa í voða og eru í raun aðför að viðkvæmri náttúru Íslands. „Sjókvíaeldi á norskum laxi er gróft brot á samkomulagi veiðiréttar- eigenda, eldisaðila og stangveiði- manna frá 1988 um að eldislax af erlendum uppruna skuli aldrei ala í sjókvíum við Íslands,“ segir í álykt- un aðalfundar LV. Miklir hagsmunir „Vitað er að umtalsvert magn regn- bogasilungs slapp nýlega úr eldis- kví, þetta er dæmi sem við höfum fyrir augum okkar núna á þessari stundu og sýnir að við verðum að taka þetta mál alvarlega,“ segir Jón Helgi. Miklir hagsmunir séu í húfi, veiðibúskapur er atvinnugrein um land allt og hafi margir íbúar í dreif- býli af honum tekjur. Sú aðför sem gerð sé að íslenskri náttúru með því að setja villta íslenska laxastofninn í hættu sé stóralvarleg. Ógnar lífríki á stóru svæði Jón Helgi bendir á að rannsókn- ir hafi leitt í ljós að úrgangur frá 10 þúsund tonna laxeldi jafnist á við skolpfrárennsli frá 150 þús- und manna borg. „Það er enginn vafi á því að slíkt ógnar lífríkinu á stórum svæðum umhverfis kvíarn- ar. Því fylgir óafturkræf afleiðing fyrir fuglalíf og uppeldisstöðvar sjávar- og vatnafiska. Við höfum aðgang að reynslu Norðmanna af laxeldi í sjókvíum, hún er ekki góð, endalaus barátta við smitsjúkdóma, erfðablöndun í villtan laxastofn og lúsafaraldur sem ógnar líffræði- legum fjölbreytileika,“ segir Jón Helgi. „Dæmin sem við höfum um skelfilegar afleiðingar sem orðið hafa í Noregi sýna þá miklu ógn sem blasir við okkar lífríki.“ Bera enga ábyrgð og sæta litlu eftirliti Hann bendir einnig á að fisk- eldisfyrirtæki beri enga ábyrgð, hvorki af eignaspjöllum né þeim hugsanlegu skaðvænlegu áhrifum sem starfsemi þeirra kann að hafa á umhverfið. Á aðalfundinum var þess krafist að í lögum verði fyr- irtækjunum gert skylt að kaupa umhverfistryggingar, sem bæta tjón sem af starfseminni geta hlotist. Þá lýsti fundurinn yfir mikilli furðu á að laxeldisfyrirtækjum eru afhent verðmæt strandsvæði endurgjaldslaust til starfseminnar utan netlaga. Jón Helgi bætir við að það veikburða eftirlit stofnana sem er með fyrirtækjunum veki furðu, þær veiti hvorki aðhald með virku eftirliti né skyldi fiskeldis- fyrirtækin til ábyrgðar. Í Noregi er það fyrirkomulag við lýði að fyrirtækin greiða háar fjárhæðir fyrir útgefin starfsleyfi og fyrir nýtingu sjávar til eldisins. Þarf stórslys til? „Að okkar mati þurfa stjórnvöld að færa þessi mál til betri vegar,“ segir Jón Helgi. „Íslendingar eru aðeins að vakna af dvalanum, sjá hvaða afleiðingar blasa við til framtíðar litið, en því miður er fátt sem bendir til að stjórnvöld grípi inn í. Það er einhvern veginn eins og þetta eigi yfir okkur að ganga og stórslys þurfi til að bæði almenningur og stjórnvöld geri sér grein fyrir alvöru málsins.“ Hann segir að eins sé nauðsyn- legt, verði sjókvíaeldi leyft í þeim mæli sem útlit er fyrir að verði gert, að leyfin verði takmörkuð við geldlax og að eldið verði staðsett fjarri silungs- og laxveiðiám. /MÞÞ Fréttir Risaáform um sjókvíaeldi á kynbættum norskum laxi: Óafturkræf ógn við íslenska laxastofninn − segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga Sjókvíaeldi ógnar óspilltum stofnum villtra laxa í voða að mati Landssam- bands veiðifélaga. Mynd / ÁÞ „Í mínum huga erum við að horfa upp á hreina hrollvekju og ég er satt að segja verulega undrandi á því að umhverfisverndarsam- tök láti ekki í sér heyra. Oft hafa þau farið af stað af minna tilefni,“ segir Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum á Breiðdal um áform innlendra og erlendra aðila um risalaxeldi á Austfjörðum. Veiðifélag Breiðdæla hefur sent frá sér ályktun um sama efni þar sem alvarlega er varað við þessum áformum og biður um að náttúran til lands og sjávar verði ekki græðginni að bráð. Fiskverksmiðjan, Fiskeldi Austfjarða, sem nú er komin að miklu leyti í eigu norskra fyrirtækja, kynnti í janúar síðastliðnum um þau áform sín að stofna til laxeldis í þremur fjörðum eystra, Seyðisfirði, Norðfjarðarflóa og Stöðvarfirði með 10 þúsund tonnum í kvíum af norskum kynbreyttum laxastofni í hverjum firði fyrir sig til viðbótar við áætlun um fleiri þúsund tonna framleiðslu úr kvíum í Berufirði. Ekkert heyrist í umhverfisverndarsamtökum Að mati Gunnlaugs, sem og Veiðifélags Breiðdæla, er stórslys í uppsiglingu verði áformin að veruleika. Kynbreyttur laxastofn af útlenskum uppruna sé óafturkræf ógn við íslenska laxastofninn og mun ganga að honum dauðum, gangi áætlanir um svo umfangsmikið lax- eldi eftir til viðbótar við þær áætlanir sem fyrir eru á öðrum svæðum. „Hér er náttúra Íslands í húfi en það heyrist hvorki hósti né stuna frá umhverfisverndarsamtökum, það mótmælir ekki nokkur maður,“ segir Gunnlaugur. „Það er eins og menn hafi ekki kveikt á þeirri stað- reynd að laxinn er hluti af íslenskri náttúru. Alþingismenn og íslensk umhverfissamtök, flest hver, sofa værum blundi og virðast láta sér þessa aðför að lífríki náttúrunnar í léttu rúmi liggja.“ Einn lax sleppur fyrir hvert tonn í eldi Rannsóknir hafa að sögn Gunnlaugs leitt í ljós að úrgangur frá 10 þúsund tonna laxeldi jafnast á við skolpfrá- rennsli frá 150 þúsund manna borg. Engum öðrum matvælaframleiðslu- fyrirtækjum hér á landi er heimilt að demba í sjóinn nánast öllum úrgangi frá starfsemi sinni óhreinsuðum. „Augljóslega ógnar það lífríkinu á stórum svæðum umhverfis kvíarnar, afleiðingarnar eru óafturkræfar fyrir fuglalíf og uppeldisstöðvar sjáv- ar- og vatnafiska. Þá má benda á að það er staðfest að einn lax að minnsta kosti sleppur að meðaltali fyrir hvert tonn í eldi. Samkvæmt þeirri reynslu munu því sleppa úr fyrirhuguðu risalaxeldi á Íslandi rúmlega sami fjöldi laxa og nemur heildarstangveiði í landinu á einu sumri.“ Bendir hann á að reynsla af regnbogaeldi í Berufirði staðfesti að mikið magn regnbogasilungs sleppur eftirlitslaust í sjóinn án þess að nokkur gangist við ábyrgð. Endalaus barátta Norðmanna Norðmenn hafa langa reynslu af sjókvíaeldi og ekki endilega alltaf góða. Endalaus barátta hefur verið við smitsjúkdóma, erfðablöndun í villtan laxastofn og lúsafaraldur eru dæmi þar um, en allt hefur þetta ógnað líffræðilegum fjölbreytileika. Reynsla þeirra er ekki góð, þar eru nú þegar yfir 100 laxveiðiár ónýtar vegna laxeldis í sjókví- um. „Það virðist ekki henta okkur Íslendingum að horfa til þessarar bitru reynslu Norðmanna núna. Kannski er öllum sama, það virðist að minnsta kosti ekki annað vera upp á teningnum nú en að við ætlum að taka þessa áhættu, leyfa sjókvíar um alla firði þótt við blasi að innan einhverra ára verði laxveiðiárnar rjúkandi rúst. Við lokum bara aug- unum,“ segir Gunnlaugur. Helga sér svæði í íslenskum sjó Hann gagnrýnir einnig skort á eftirliti með starfsemi af þessu tagi, ábyrgðarleysi og eins óheftan og endurgjaldslausan aðgang að íslenskum sjó. „Fiskeldisverksmiðjan keppist nú við að helga sér svæði í austfirskum fjörðum endurgjaldslaust fyrir risaáform í laxeldinu. Í Noregi verða fyrirtækin að greiða háar fjárupphæðir fyrir útgefin starfsleyfi og nýtingu sjávar til eldisins,“ segir í ályktun Veiðifélags Breiðdæla. „Það tíðkast hvergi nema hér á landi að fyrirtækin hafa algjörlega frían aðgang að sjó, þau eru hér að setja upp ábatasama atvinnustarfsemi og hafa alveg frítt spil, helga sér svæði um alla firði án þess að greiða krónu fyrir. Það er fáheyrt,“ segir Gunnlaugur. Eftirlit í skötulíki og engin ábyrgð Að auki segir hann allt eftirlit með starfsemi fyrirtækjanna í skötulíki. „Eftirliti er verulega ábótavant, það er í raun nánast ekki neitt. Fyrirtækin bera heldur enga ábyrð, lagaumhverfið í kringum þetta er mjög veikburða og veitir hvorki aðhald með virku eftirliti né skyldar fiskeldisfyrirtækin til að ábyrgðar- tryggja starfsemi sína. Ég líki þessu öllu saman við gullgrafaraæði sem hlaupið hefur í menn, það ríkir algjör þöggun um þess mál, það virðist sem þetta muni yfir okkur ganga á meðan við sofum á verðin- um,“ segir hann. /MÞÞ Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum um áform um risalaxeldi á Austfjörðum: Aðför að íslenskri náttúru og við sofum værum blundi − Endurgjaldslaus aðgangur að íslenskum sjó, eftirlit í skötulíki og engin ábyrgð Gunnlaugur Stefánsson. Mynd / Hákon Hansson Ice Fish Farm – Fiskeldi Austfjarða hf., sem stundar fiskeldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, hefur sótt um leyfi til að auka framleiðslu sína í 43 þúsund tonn af eldisfiski á Austfjörðum. Fyrirtækið hyggst setja upp eldiskvíar í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Norðurfjarðarflóa. Fiskeldi Austjarða hf. var stofnað sumarið 2012. Á heimasíðu fyrir- tækisins segir að það leggi áherslu á vistvænt fiskeldi og hafi hlotið Aqua Gap-vottun fyrir eldi og fram- leiðslu. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi fyrir 43 þúsund tonna fiskeldi á Austfjörðum. Samkvæmt því sem segir á heimasíðunni hefur fyrirtækið leyfi til að framleiða 11 þúsund tonn af eldisfiski á ári en hefur sótt um leyfi til að auk framleiðsluna í 43 þúsund tonn. Í dag framleiðir fyrirtækið eldislax og sjóbirting í sjókvíum í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Eldi í þremur fjörðum Fiskeldi Austfjarða, sem er að mestu í eigu MNH Holding í Noregi, hefur í hyggju að stunda stórfellt fiskeldi í Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Norðurfjarðarflóa. Fiskeldi Austfjarða er helmingseigandi í Búlandstindi á Djúpavogi, sem vinn- ur eldisfiskinn. Framleiðslan er send á markað í Evrópu og Bandaríkjunum með flugi frá Keflavík eða sjóleiðina með Norrænu frá Seyðisfirði til Hirtshals í Danmörku. Aðstæður til fiskeldis góðar Á heimasíðu Fiskeldis Austfjarða segir að aðstæður til fiskeldis við Ísland og á Austfjörðum séu einstaklega góðar frá náttúrunnar hendi. Þar segir að sjórinn sé ómengaður, hitastig sjávar fari hækkandi og sé að nálgast kjörhita fyrir eldislax. Einnig er sagt að firðirnir fyrir austan séu djúpir og opnir sem geri það að verkum að öldur og sjávarföll sjái að mestu um að skola úrgangi frá kvíunum burt og að mengunarhætta af þeirra völdum sé því lítil. Erfðabreyttur eldislax Eldisfiskurinn sem sótt hefur verið um leyfi fyrir er að stórum hluta erfðabreyttur norskur eldislax. Þeir sem leggja áherslu á verndum laxastofna við Ísland segja óhjákvæmilegt annað en að eldisfiskur muni sleppa úr eldi af þessari stærð og að þeir geti valdið miklum skaða á villtum stofnum við landið. Ekki náðist í Guðmund Gíslason, stjórnarformann Ice Fish Farm – Fiskeldi Austfjarða hf., vegna vinnslu fréttarinnar. /VH - Ice Fish Farm: Hyggja á stórfellt fiskeldi á Austfjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.