Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Framleiðsla á kapla-, geita- og
sauðamjólk verður starfsleyfisskylt
– gert til að skýra og jafna stöðu framleiðenda
Þann 1. júní sl. tók gildi breyting á
lögum um matvæli sem gerir fram-
leiðslu á kapla-, geita- og sauða-
mjólk starfsleyfisskylda, eins og
greint var frá í síðasta Bændablaði.
Kjartan Hreinsson, sérgreinadýra-
læknir á sviði Matvælaöryggis og
neytendamála hjá Matvælastofnun,
segir að breytingin sé gerð til að
skýra og jafna stöðu þeirra fram-
leiðenda sem setja vörur á markað
fyrir neytendur. „Áður var gert ráð
fyrir að sauðfjár- og hrossarækt væri
ekki starfsleyfisskyld. Þar hefur
sennilega verið horft til þess að kjöt-
afurðirnar færu á markað í gegnum
sláturhús sem væru með starfsleyfi.
Kúabændur hafa hins vegar alltaf
þurft starfsleyfi. Í nýrri mjólkurreglu-
gerð er gert ráð fyrir að sömu reglur
gildi um allla framleiðslu á mjólk.
En vegna þess að rækt þessara
dýra var ekki starfsleyfisskyld, þá
var mögulegt að líta svo á í þröngri
merkingu að mjólkurframleiðsla væri
það ekki. Það myndi þá stangast á
við reglur um aðra mjólkurfram-
leiðslu. Auk þess verður óskað eftir
að mjólk frá þessum smáframleið-
endum fari til starfsleyfisskyldra
aðila, svo sem mjólkurbúa, ísgerða,
ostagerða, til framleiðslu. Þau mega
hins vegar ekki taka við mjólk nema
framleiðsla hennar sé undir eftirliti,“
segir Kjartan.
Ekki starfsleyfi vegna
sauðfjár- eða hrossaræktar
Ekki verður hins vegar krafist sér-
staks starfsleyfis af bændum sem
ætla einungis að stunda hefðbundna
sauðfjár- og hrossarækt án mjólkur-
framleiðslu. Þeim ber hins vegar eins
og áður að tilkynna Matvælastofnun
um starfsemi sína áður en hún hefst.
Kjartan segir að örfáir aðilar
stundi nú mjólkurvinnslu á kapla,
geita- og sauðamjólk. „Þeir eru
teljandi á fingrum annarrar handar
í hverjum landshluta. Helst er þetta
framleiðsla á sauða- og geitamjólk,
sem þó er breytilegt milli ára. En
við höfum einnig fengið fyrirspurnir
um kaplamjólk. Við gerum frekar
ráð fyrir að þessum fyrirspurnum
muni fjölga.
Á lista Matvælastofnunar yfir
samþykktar starfsstöðvar er enginn
sem framleiðir sauða-, geita- eða
kaplamjólk. Hins vegar hafa nokkrir
aðilar verið í þessari framleiðslu og
eru undir eftirliti Heilbriðgiseftirlits
sveitarfélaga,“ segir Kjartan. /smh
Fréttir
Opinbert eftirlit með framleiðslu matjurta:
Færist til heilbrigðiseftirlits
sveitarfélaga
Eftirlit með frumframleiðslu
matjurta hefur verið fært frá
Matvælastofnun til heilbrigðis-
eftirlits sveitarfélaga. Það var
gert með breytingu á lögum um
matvæli sem tók gildi 1. júní síð-
astliðinn
Lagabreytingunni er ætlað
að einfalda aðstæður fyrir fram-
leiðendur matjurta. Dóra S.
Gunnarsdóttir, fagsviðsstjóri á
sviði matvælaöryggis og neytenda-
mála hjá Matvælastofnun, segir að
fyrir 2009 hafi engin ákvæði verið
um skráningu eða eftirlit með rækt-
un matjurta. En með breytingu á
lögum um Matvæli árið 2009 hafi
ræktendum verið gert skylt að skrá
starfsemi sína hjá Matvælastofnun.
„Samkvæmt matvælalöggjöf
Evrópska efnahagssvæðisins,
sem var innleidd í Evrópu 2002
–2004 skal matvælaeftirlit ná
til allrar keðjunnar, frá hafi og
haga til maga. Þetta þurfti því að
laga með því að setja ákvæði um
skráningu og eftirlit með ræktun.
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga var
hins vegar með eftirlit með þeim
sem pökkuðu matjurtum.
Ferlið einfaldað
Dóra segir að þegar Matvælastofnun
fór að skoða þessi
mál þótti það ekki
skynsamlegt að
tveir aðilar væru
að sinna mat-
væla eftirliti með
rækt endum mat-
jurta. „Meiri hluti
ræktenda pakkar
einnig af urðum
sínum í neytendapakkningar og fer
heilbrigðiseftirlit með eftirlit með
þeirri starfsemi. Til einföldunar lagði
Matvælastofnun því til að lögum
verði breytt.
Varðandi aðrar greinar
í frumframleiðslu þá fer
Matvælastofnun með eftirlit þar,
auk eftirlits með dýraheilbrigði og
dýravelferð.“ /smh
Jóhanna Magnúsdóttir á Háafelli mjólkar geiturnar sínar. Mynd / smh
Sáð fyrir káli á Flúðum. Mynd / smh
Dóra S.
Gunnarsdóttir.
Nýtt Landsmótssvæði stóðst væntingar keppenda, gesta og hesta:
Góð umgengni og ánægðir gestir
Talið er að 7–8.000 manns hafi
verið saman komin á Hólum í
Hjaltadal um helgina, þar af
um 20–25% erlendra gesta.
Áskell Heiðar Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri mótsins, segir mótið
hafa gengið áfallalaust fyrir sig.
„Ég finn mikla gleði og ánægju.
Umgengni um svæðið hefur verið
virkilega góð og gestir sýna hver
öðrum og svæðinu virðingu. Ég er
því alsæll.“ Hann segir það hafa
komið aðeins á óvart hversu stór
hópur gesta hafi valið að búa á
mótsvæðinu, í tjaldstæðum eða í
húsnæði á Hólum. „Það bjuggu um
5.000 manns á svæðinu sem er mjög
skemmtilegt. Fólk virðist hafa náð
að koma sér vel fyrir enda er hægt
að sækja í góða þjónustu á svæð-
inu, hér er frábær matur, sturtur
og stutt í sundlaug.“
Þá reyndist keppnissvæðið, vellir
og aðbúnaður hrossanna mjög vel
að sögn Áskels Heiðars. „Hér hefur
fólk lagt nótt sem nýtan dag síðustu
mánuði við að byggja upp vellina og
þekkir þá því vel. Þau hafa brugðist
við ausandi rigningu í byrjun vikunnar
sem og bakandi sól þar á eftir. Vellirnir
hafa þolað það álag sem fylgdi fyrstu
dögunum og við heyrum frá knöpum
að þeir hafi reynst vel. Þá var hér fyrir
góð aðstaða fyrir hrossin á húsum og
hólf utandyra. Ég vona því að sem
flestum hafi liðið vel, bæði mönnum
og hrossum.“
Áskell Heiðar er ánægður með þá
uppbyggingu sem hefur átt sér stað á
Hólum og segir háskólann nú vera
búinn öflugum heimavelli sem hægt
verður að nýta allt árið. „Mér fannst
mjög skynsamlegt að bæta þessu
keppnis- og kynbótasvæði við þann
góða grunn sem var hér fyrir. Svæðið
verður í fullri notkun skagfirskra
hestamanna í hinu nýja sameinaða
hestamannafélagi ásamt því að vera
heimavöllur skólans og fagmennsk-
unnar. Einn frægur hrossaræktandi
varpaði því fram að við ættum að
útnefna þetta svæði þjóðarleikvang
íslenka hestsins. Mér finnst það fín
hugmynd.“
Framkvæmdastjórinn hefur haft
í nógu að snúast á undanförnum
vikum en Áskell Heiðar segist hafa
haft gaman af verkefninu. „Flækjustig
framkvæmdarinnar var nokkuð hátt.
Hér hefur þurft að hugsa bæði um
aðbúnað manna og hesta. Þá er mótið
tæknilega flókið auk þess að vera að
máta það inn á nýtt svæði. Þetta hefur
verið rosalega gaman og ég hef kynnst
skemmtilegu fólki og allt í kringum
þetta hefur verið frábært starfslið sem
lagði sig verulega fram við að leysa
allt sem upp kom. En ég viðurkenni
að ég verð mjög kátur að leggjast á
koddann að móti loknu.“ /GHP
Áskell Heiðar er að vonum ánægður með vel heppnað mót og glæsilega
uppbyggingu á Hólum. Mynd / GHP
Úthlutun á WTO-tollkvóta seinni hluta 2016:
43 tonn af unnum
kjötvörum fluttar inn
Samtals bárust fimmtán gild til-
boð í tollkvóta vegna innflutnings
á nauta-, svína-, kinda-, geita- og
alifuglakjöti, unnum kjötvörum,
smjöri og ostum og eggjum fyrir
tímabilið 1. júlí til 31. desember
2016.
Fimm tilboð bárust um inn-
flutning á nautagripakjöti, samtals
56.200 kíló, á meðalverðinu 118
krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var
630 krónur fyrir kílóið en lægsta boð
var 5 krónur fyrir kílóið. Tilboðum
var tekið frá fimm fyrirtækjum um
innflutning á 47.500 kg á meðal-
verðinu 138 krónur fyrir kílóið.
31 tonn af svínakjöti
Fjögur tilboð bárust um innflutning
á svínakjöti, samtals 31.300 kíló, á
meðalverðinu 59 krónur fyrir kíló-
ið. Hæsta boð var 270 krónur fyrir
kílóið en lægsta boð var 0 krónur
fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá
fjórum fyrirtækjum um innflutning á
31.300 kg á meðalverðinu 59 krón-
ur fyrir kílóið. Til úthlutunar voru
32.000 kg.
Ekki kom til útboðs á
kinda- og geitakjöti
Ein umsókn barst um innflutning á
kinda- eða geitakjöti, samtals 30.000
kg. Ekki kom til útboðs þar sem
umsóknir náðu ekki því magni sem
í boði var eða 172.500 kíló.
29,5 tonn af alifuglakjöti
Átta tilboð bárust um innflutning á
kjöti af alifuglum, samtals 147.500
kíló, á meðalverðinu 309 krónur
fyrir kílóið. Hæsta boð var 580
krónur fyrir kílóið en lægsta boð
var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum
var tekið frá tveimur fyrirtækjum
um innflutning á 29.500 kíló á með-
alverðinu 546 krónur fyrir kílóið.
59,5 tonn af osti
Þrjár umsóknir bárust um innflutning
á smjöri, samtals 17.000 kíló. Ekki
kom til útboðs þar sem umsóknir
náðu ekki því magni sem í boði var
eða 26.500 kíló.
Ellefu tilboð bárust í tollkvóta
vegna innflutnings á ostum, samtals
154.000 kíló, á meðalverðinu 232
krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var
390 krónur fyrir kílóið en lægsta boð
var 11 krónur fyrir kílóið. Tilboðum
var tekið frá sex fyrirtækjum um
innflutning á 59.500 kíló á meðal-
verðinu 306 krónur fyrir kílóið.
37 tonn af eggjum
Þrjú tilboð bárust í tollkvóta vegna
innflutnings á eggjum, samtals
37.000 kíló, á meðalverðinu 20
krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var
100 krónur fyrir kílóið en lægsta boð
var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum
var tekið frá þremur fyrirtækjum um
innflutning á 37.000 kíló á meðal-
verðinu 20 krónur fyrir kílóið. Til
úthlutunar voru 38.000 kg.
43 tonn af unnum kjötvörum
Ellefu tilboð bárust í tollkvóta
vegna innflutnings á unnum kjöt-
vörum, samtals 150.400 kíló, á með-
alverðinu 404 krónur fyrir kílóið.
Hæsta boð var 630 krónur fyrir
kílóið en lægsta boð var 0 krónur
fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá
fimm fyrirtækjum um innflutning
á 43.000 kíló á meðalverðinu 568
krónur fyrir kílóið.
/VH
unnum kjötvörum. Mynd / ÁÞ