Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Hernaðinum gegn Eldhrauni verður að linna Á síðastliðinni hálfri öld hafa landeigendur og bændur í Landbroti staðið fyrir umfangs- miklum áveitu framkvæmdum úr Skaftá út á Eldhraun á Út-síðu í Skaftárhreppi. Tilgangur fram- kvæmdanna hefur verið að freista þess að auka og tryggja vatnrennsli í lækjum, sem koma undan hrauninu og hafa státað af mikilli fiskgengd. Afleiðingar þessara veitinga jökulvatns út á hraunið eru að þúsundir hektarar af fágætum gamburmosabreiðum, sem að hluta til eru á náttúruminja- skrá, hafa farið undir sand og leir og leitt til sandfoks yfir nærliggj- andi byggðir. Í síðasta tölublaði Bændablaðsins fór hótelbóndinn í Efri Vík í Landbroti mikinn og krafðist þess að stjórnvöld myndu veita vatni út á Eldhraun ella myndi hann grípa sjálfur til vatnaveitinga. Vonandi kemur ekki til þess, hafandi í huga hið fornkveðna; „Með lögum skal land byggja – en ólögum eyða.“ Það kom hvergi fram í viðtölum Bændablaðsins um þessi mál að vatnaveitingarnar hafa leitt til mikilla náttúruspjalla og gróðureyðingar á liðnum áratugum. Talið er að í byrjun síðustu aldar hafi Eldhraunið verið að mestu þakið gamburmosabreiðum sem munu vera þær stærstu í heiminum. Landgræðsla ríkisins hefur ályktað að sandur og jökul leir úr Skaftá hafi borist yfir og eytt gamburmosabreiðum í Eldhrauni á allt að 3.000 hektara svæði og er gróðureyðingin þar talin ein sú örasta í byggð hér á landi í dag og má hana að einhverju leyti rekja til vatnaveitinga landeigenda og bænda í Landbroti. Vatnsþurrð í Grenlæk og fleiri lækjum undan Eldhrauni Því fer fjarri að ekki hafi verið vatnsþurrð í Grenlæk fyrr en nú. Ýmsar heimildir eru fyrir því að slíkt hafi öðru hvoru átt sér stað, a.m.k. frá byrjun síðustu aldar. Ljóst er að vatnsþurrð í lækjum í Landbroti, Tungulæk, Grenlæk o.fl. lækjum, var algeng á síðustu öld. Samt sem áður hafa bændur ótrauðir byggt rafstöðvar við þessa læki, fiskeldisstöðvar og glæsileg veiðihús. Þeir treystu á það áður fyrr að þeir gætu að vild vaðið inn á annarra manna eignarlönd og sótt sér vatn með ólögmætum vatnaveitingum. Þannig voru lönd annarra sett undir sand og leir. Nú treysta þeir á að þeir geti eins og oft áður beitt stjórnvöld pólitískum þrýstingi til að grípa til örþrifaráða, án tillits til þeirra náttúruspjalla sem slíkt hefði í för með sér. Fyrri vatnaveitingar í Árkvíslar Með tilkomu stórvirkra vinnuvéla um miðja síðustu öld, hófust vatnaveitingar til að verja samgöngumannvirki og til að freista þess að auka vatnsrennsli í lækjum sem koma undan austurjaðri Eldhrauns í Landbroti og suðurjaðri þess í Meðallandi. Loftmyndir frá síðustu öld sýna að náttúrulegt rennsli í Árkvíslum og Bresti er miklu minna en það rennsli sem rörin þrjú í garðinum í Árkvíslum, sunnan við tóftir eyðibýlisins Ár, geta flutt í dag. Leiða má að því líkum að bændur í Landbroti hafi byrjað á áttunda áratugnum að auka rennslið úr Skaftá í Árkvíslarnar og í Brest og vitað að þeir létu vinna að vatnaveitingum á þeim slóðum um 1980. Enn fremur eru ummerki víða um Eldhraunið, austan við Brest, um margháttaðar vatnaveitingar í hrauninu, þótt sum þeirra séu nú sandi orpin. Vorið 1998 var enn mikil vatnsþurrð í lækjum undan Eldhrauni eins og öðrum vatnsföllum á Suðurlandi. Upphófst þá mikill darraðardans bænda í Landbroti, sem leiddi til pólitískra inngripa sem fólust í að garður með rörum, sem Vegagerð ríkisins hafði látið gera við útfall Skaftár í Árkvíslar til að tempra vatnsrennslið miðað við það sem verið hafði, var fjarlægður. Síðan var sá varnargarður endurgerður árið 2000 og var sveitarstjórn framkvæmdaaðili verksins samkvæmt leyfi stjórnvalda til fjögurra ára. Síðan hafa staðið deilur um það vatnsrennsli og standa enn. Þær verða ekki raktar hér þar sem Veiðifélag Grenlækjar o.fl. hafa stefnt sveitarstjórn Skaftárhrepps og íslenska ríkinu fyrir að hafa tekið vatn af bændum með aðgerðum í Árkvíslum og við Brest. Aðgerðir Vegagerðarinnar á svæðinu hafa hins vegar fyrst og fremst beinst að því að halda vatninu sem kemur í Árkvíslar og Brest inn á hrauninu með gerð 7 km langra varnargarða, í stað þess að renna vestur í Eldvatnið. Þær aðgerðir hafa hjálpað bændum í Botnum og að mati Grenlækjarmanna einnig aukið vatnsrennsli lækja í Landbroti. Vatnaveitingar í Skálarál Vitað er að landeigendur og bændur í Landbroti hafa alveg frá því á sjöunda áratug sl. aldar staðið fyrir vatnaveitingum í Skálarál. Á loftmyndum frá 1945 nær Skálaráll aðeins dálítið austur fyrir heimreiðina að bænum Skál. Upp úr 1960 var fengin jarðýta til þess að ryðja farveg áfram austur í gegnum svokallaðar Dyngjur. Nokkrum árum seinna létu þeir vinna við vatnaveitingar vestar í Eldhrauni þ.e. hjá Skálarstapa til þess að veita Stapaál suður á hraunið í stað þess að renna aftur í Skaftá. Þetta jók rennslið í Skálarál og þegar hann náði austur fyrir Dyngjurnar rann hann aftur út í Skaftá á móts við Krókatorfu. Þá lét landeigandi Tungulækjar byggja varnargarð í sveig til að stöðva það rennsli og veita vatninu suður á bóginn í áttina til Tungulækjar og Grenlækjar. Sá garður var síðar iðulega styrktur, hækkaður og lengdur en er nú að hluta til kominn undir sand. Þessar vatnaveitingar urðu til þess að Hringvegurinn þar suður af lokaðist í Skaftárhlaupi í ágúst 1997 og Vegagerðin neyddist til þess að hækka veginn á alllöngum kafla. Allar þessar vatnaveitingar í Skálarál eru ólögmætar að mati Orkustofnunar og hafa valdið gríðarlegum náttúruspjöllum á gamburmosabreiðunum sem eru á náttúruminjaskrá. Öll þessi eyðilegging er og í eignarlöndum annarra en Landbrotsbænda. Áhrif vatnaveitinga á gróður í Eldhrauni og sandfok Hafa verður í huga þá þýðingarmiklu staðreynd að þegar jökulvatn hefur runnið lengi í sömu áveitufarvegum eins og í Bresti og í Skálarál þá er botninn orðinn svo þéttur að mjög lítið vatn sígur niður í grunnvatnið. Verði áveitan í Árkvíslar látin halda áfram í sama mæli og undanfarin ár, það er miklu meira vatnsrennsli en hið náttúrulega vatnsrennsli var t.d. fyrir 1980, mun áveituvatnið innan fárra ára taka að renna í náttúruperluna Fljótsbotn og síðan í Hólma sem einnig er fágæt náttúrperla ferskvatns hjá bænum Botnum í Meðallandi. Áveituvatnið í Bresti mun þá einnig renna á næstu áratugum austar í Eldhrauninu og niður í byggðina í Meðallandi. Sandfokið í Eldhrauni heldur áfram að aukast og ógna umferðaröryggi á Hringveginum og gróðureyðingin eykst enn meir. Áframhaldandi vatnaveitingar í Skálarál munu leiða til þess að sandsvæðin ná niður að Hringveginum, með tilheyrandi sandfoki og óöryggi fyrir umferð. Hringvegurinn mun lokast í næstu Skaftárhlaupum sökum vatnsaga. Jökulvatn hefur nú þegar litað Tungulæk í síðustu Skaftárhlaupum og hann og Grenlækur munu þá á næstu árum og áratugum verða jökullækir, lífríkið hrynur þar með, sem og fiskgengd. Hvers eiga komandi kynslóðir að gjalda? Hvað er til ráða? Það eru fá svæði á Íslandi þar sem vatnafar hefur verið rannsakað jafn ítarlega og í Eldhrauni. Landsvirkjun, Vatnamælingar Orkustofnunar, Vegagerðin, Landgræðsla ríkisins, Veðurstofa Íslands, Veiðimálastofnun, Suðurorka, Skaftárhreppur o.fl. hafa samtals kostað hundruð milljóna króna til rannsókna á svæðinu. Alls engar vísindalegar rannsóknir hafa nokkru sinni sannað með óyggjandi hætti að aukið vatnsrennsli úr Skaftá í Árkvíslar og Brest hafi nokkur áhrif á vatnsmagn Grenlækjar í Landbroti. Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands hafa þó leitt að því líkum að aukið vatnsrennsli út í Árkvíslar og Brest hækki vatns- borðið í grunnvatnsgeyminum í Eldhrauni og í rigningartíð og í Skaftárhlaupum flæði úr geyminum í lækina í Landbroti og Meðallandi. Vatnaveitingar í Skálarál hafi hins vegar beinni tengsl við Tungulæk og Grenlæk. Brýnasta verkefnið vegna stöðvun- ar sandfoks og gróðureyðingar út frá Skaftá er að ná samkomulagi við hlut- aðeigandi aðila um að hætta alfarið að veita jökulvatni út á Eldhraunið og hefja þar landgræðslu með melgresi og áburðargjöf. Fátt virðist hins vegar vera því til fyrirstöðu að auka vetr- arrennsli út á hraunið, þegar vatnið er tærara. Það er alveg ljóst að vatnaveitingar bænda og landeigenda í Landbroti á jökulvatni út á Eldhraunið hafa valdið gríðarlegum og óafturkræfum nátt- úru- og gróðurspjöllum. Þær hafa enn- fremur auðveldað Skaftárhlaupum að flæmast miklu víðar um Eldhrunið en ella. Ljóst er að vatnsþurrðin í lækjum undan Eldhrauni veldur bændum og landeigendum í Landbroti miklum erf- iðleikum. Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að freista þess að leysa einn umhverfisvanda með því að auka á annan. Þá munu umhverfisspjöll vera unnin með vissu. Mál er að linni. /Sveinn Runólfsson Lesendabás Áveituframkvæmdir hafa leitt til þess að Skaftárhlaupin fara lengra út á Eldhraunið sem var áður klætt gamburmosa. Mynd / Þórir N Kjartansson Skaftárhreppur til framtíðar Ein af aðgerðum byggða áætlunar 2014–2017 er byggðafestuverk- efnið Brothættar byggðir. Um er að ræða sértækt verkefni Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti. Aðgerðin fellur undir eitt af lykilsviðum byggðaáætlunar er snýr að sértækum aðgerðum á varnarsvæðum. Ríki, sveitarfélag, stoðkerfi og íbúar taka höndum saman um eflingu byggðarlagsins. Ekki er meiningin að búa til nýtt lag ofan á stoðkerfið, heldur vettvang þar sem leiddir eru saman kraftar og mynduð eins konar „sérsveit“. Sérstaða verk efnisins er fólgin í virkri þátttöku íbúa og víðtæku samstarfi stjórnkerfis og stoðstofnana við viðkomandi samfélag. Skaftárhreppur er eitt af þeim byggðarlögum sem hafa verið samþykkt inn í Brothættar byggðir. Verkefnið sem hlaut nafnið Skaftárhreppur til framtíðar er komið vel á veg en ýmis ljón eru í veginum. Sum skrítin þegar haft er í huga að um hluta af byggðaáætlun er að ræða þar sem skírskotað er til víðtæks samstarfs stjórnkerfis og stoðstofnana. Við höfum kynnt verkefnið skriflega fyrir stofnunum ríkisins og átt fund með nokkrum þeirra. Því er það óþægilegt þegar sveitarfélagið og íbúar þess lenda í klemmu stofnana og stjórnsýslu. Sérstaklega þegar tilgangurinn virðist vera sá einn að tefja og útkoman leiðir hæglega að því að byggð veikist. Lesendur Bændablaðsins muna sjálfsagt margir eftir fréttum um vatnaveitingar í Skaftárhreppi. Fréttum af vatnsþurrð í Meðallandi og Landbroti þó nægt vatn sé í Skaftá. Fréttum af heimarafstöðvum sem þagna og veiðiám sem þorna. Fyrir þann sem situr hjá og reynir að skilja hvað er að gerast og setur málið í samhengi við verkefnið Brothættar byggðir er erfitt að sjá annað en togstreitu milli stofnana ríkisins. Togstreita sem leiðir af sér að réttur fólks til vatns er fótum troðinn. Þetta er ekki eina mynd þess að stjórnkerfi og stoðstofnanir horfa framhjá verkefninu og fara svo stíft eftir regluverki að einna helst er að sjá að eitt helsta markmiðið sé að byggð leggist sem fyrst af. Vegagerðin er með eindæmum fylgin sér, tekur vegi af vegaskrá um leið og enginn er með lögheimili á býli. Engar fregnir hafa borist um að mótmæli sveitarstjórnar hafi verið tekin til greina. Á þeim svæðum þar sem jarðir eru í einkaeigu hafa eigendur stundum fengið einstak- linga ,,að láni,, það er að segja fólk hefur verið tilbúið að skrá sig með lögheimili þó um eiginlega búsetu sé ekki að ræða. Ef ríkið á jörð þá er það óframkvæmanlegt. Það er erfitt að sjá fyrir sér að stofnunin Ríkiseignir hvetji þann sem hættir ábúð til að skrá áfram lögheimili á jörðinni til að stofnunin Vegagerðin felli ekki vegi af vegaskrá. Það er þrautin þyngri að koma vegum aftur á vegaskrá. Vegagerðin tekur sér það vald að efast um að fólk ætli sér í raun að eiga lögheimili á jörðum og ef því er haldið til streitu þá er boðið að fólk taki þátt í að endurbyggja veg sem hefur skemmst á meðan hann var utan skrár. Tilhugsunin um hvernig veg- hald verður til framtíðar í dreifðum byggðum landsins er ógnvekjandi, það er ef ekki verður tekið á þessu. Í Skaftárhreppi eru margar jarð- ir í eigu ríkisins. Of margar eru ósetnar. Þær sem heimild er til að selja eru ekki auglýstar. Sjálfsagt eru skýringar á því. Ein gæti verið að stefnu um jarðir í eigu ríkisins vantar. Skaftárhreppur hefur boðið fram krafta og þekkingu. Við vilj- um koma að mótun stefnu um rík- isjarðir, í Skaftárhreppi. Við viljum vera gerendur, taka ábyrgð og móta framtíð. Viðbrögð eru lítil. Á meðan leggjast girðingar niður, tún fara úr rækt og hús grotna. Margt af þessu á ekki einungis við um Skaftárhrepp, flest á við um byggðarlög hvort sem þau eru innan eða utan verkefnisins Brothættar byggðir. Leiðir til úrbóta væri samtal stofnana og íbúa. Í stað þess að stofnanir tilkynni ákvarðanir þá verði samráð, kynnt að hverju er stefnt um leið og spurt er hverjar þarfir íbúa og fyrirtækja eru. Með kveðju úr Skaftárhreppi, Eirný Vals, verkefnastjóri, Skaftárhreppur til framtíðar Eirný Vals. Tölvupóstur: info@europartar.is · Sími: 777 5800 www.europartar.is Vélar, skiptingar og gírkassar í miklu úrvali Sendu okkur fyrirspurn á europartar.is og við finnum varahlutinn sem þig vantar á hagstæðum kjörum Sendum hágæða varahluti frá Þýskalandi, Svíþjóð og Póllandi Minni varahlutir afhentir á 3-7 dögum Stærri varahlutir afhentir á 7-14 dögum Varahlutir koma fljótt og örugglega til landsins með DHL hraðþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.