Bændablaðið - 07.07.2016, Page 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Breyting á innlestri sláturgagna
frá sláturhúsum í Huppu
Við síðustu úttekt Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA) á skráningum og
rekjanleika nautgripa kom í ljós
að nautgriparæktarkerfið Huppa
uppfyllir flest, ef ekki öll skilyrði,
sem sett eru af Evrópusambandinu
(ESB) varðandi skráningar naut-
gripa. Þó komu fram ábendingar
frá ESA, sem Matvælastofnun
hefur farið yfir með RML, sem
lúta að afdrifaskráningum gripa.
Frá gildistöku reglugerðar um
merkingar búfjár árið 2004 (núver-
andi reglugerð er nr. 916/2012)
hafa sláturgögn, þ.e. slátrunardags,
fallþungi og flokkun, frá slátur-
húsum verið lesin inn í Huppu. Þar
hafa þau farið í lista þar sem bóndi
eða umráðamaður bús hefur þurft
að staðfesta slátrunina til þess að
viðkomandi gripur væri felldur eða
skráður dauður í hjarðbók búsins. Nú
standa fyrir dyrum breytingar á þessu
fyrirkomulagi og þær eru helstar:
• Öll naut verða felld sjálfkrafa út úr
kerfinu þegar sláturgögn berast frá
sláturhúsi, þ.e. stöðu gripa verður
breytt strax úr lifandi í dauður.
Afdrifaástæðan „Slátrað til kjöt-
framleiðslu“ kemur sjálfkrafa á
þessa gripi.
• Kýr og kvígur fá stöðuna dauður
um leið og sláturgögn viðkomandi
gripa berast frá sláturhúsi. Í þessu
tilviki er ekki hægt að skrá afdrifa-
ástæðu sjálfkrafa vegna þess að
við viljum fá uppgefna ástæðu
fyrir afsetningu þessara gripa. Við
næstu innskráningu inn í Huppu
eftir að sláturgögn berast mun því
koma upp skjámynd með lista þar
sem óskað er eftir því að umráða-
maður skrái afdrifaástæðu þeirra
gripa sem felldir hafa verið út sam-
kvæmt innkomnum sláturgögnum.
• Í fyrstu mun verða hægt vinna í
Huppu án þess að klára skráningu
afdrifaástæðna en síðar meir mun
verða lokað fyrir þann möguleika
þannig að klára þarf afdrifaskrán-
ingu áður en áfram er haldið að
vinna í kerfinu.
Komi röng skráning inn í Huppu,
t.d. ef sláturhús skráir rangt einstak-
lingsmerki vegna innsláttar- eða
aflestrarvillu, þarf bóndi að hafa
samband við viðkomandi sláturhús
og senda inn leiðréttingarfærslu til
þess að lífga gripinn við. Auk þess
þarf síðan sláturhúsið að senda leið-
réttar færslur inn.
Ástæður þessara breytinga eru
þær að gripir sem hefur verið farg-
að/slátrað eru sannanlega dauðir. Það
er því ákaflega óeðlilegt að þeir séu
lifandi á gripalistum viðkomandi
búa svo mánuðum og jafnvel árum
skiptir. Þá þarf ekki að minna á að
gripagreiðslur sem menn fá út á kýr
eru opinbert fé og fái menn stuðn-
ingsgreiðslur út á dauða gripi er um
að ræða saknæmt athæfi. Þessar
breytingar ættu að hindra að slíkt
geti komið upp. Matvælastofnun
hefur hert eftirlit með þessu að undan-
förnu til að tryggja betur rekjanleika
nautgripa og eftirlit með lyfjaleifum
í sláturhúsum í samræmi við kröfur
ESA þar um.
Mikilvægt er í þessu ferli að reyna
að tryggja að villur verði sem fæstar.
Það næst aðeins með góðri samvinnu
bænda/umráðamanna, RML, slátur-
húsa og Matvælastofnunar. Það er
engum neinn akkur í öðru en að þetta
sé sem réttast, öruggast og þægilegast
fyrir alla viðkomandi aðila. Það er því
mjög góð regla, sem flest sláturhús
hafa tekið upp, að einstaklingsnúm-
er séu tiltæk við pöntun í slátrun og
tryggt sé að gripirnir sé skráðir á rétt
bú í Huppu. Þessi breyting undir-
strikar einnig þá ábyrgð flutningsað-
ila og sláturhúsa að tryggja að þeir
gripir sem koma í sláturhús séu rétt
einstaklingsmerktir sbr. ákvæði í 15.
gr. reglugerðar um merkingar búfjár:
,,Flutningsaðilum er óheimilt að
taka til flutnings ómerkta nautgripi,
sauðfé/geitfé, hross og svín sbr. þó
undanþágu í 8. gr. þessarar reglu-
gerðar. Sláturhúsum er óheimilt að
taka til sölu og vinnslu búfé sem ekki
uppfyllir ákvæði reglugerðar þessarar
um merkingar. Berist ómerkt dýr í
sláturrétt sláturhúss skal það tilkynnt
dýralækni sláturhússins. Dýrinu skal
slátrað en heilbrigðisskoðun dýra-
læknis frestað eða tryggt við heil-
brigðisskoðun dýralæknis og stimplun
að afurðirnar fari ekki til manneldis.“
Guðmundur Jóhannesson,
ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Jón Baldur Lorange, fram-
kvæmdastjóri skrifstofu búnaðarmála
hjá Matvælastofnun.
Mynd / Jón Eiríksson
Icetrack ehf. Sími 773 4334
netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is
MICKEY THOMPSON
jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi
M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur.
Stærðir 32” - 54”
J E P PA D E K K
BAJA CLAW MTZDEEGAN
Smiðjuvegi 40 gul gata. Kópavogi.
Veitum upplýsingar í síma: 517 7718.
Heimasíða: www.topplausnir.is
Bjóðum hesta- og húsdýrakerrur
eins og tveggja hæða frá
Graham Edwards Trailers,
ýmsar gerðir og verð.
Sauðfjárdómar árið 2016:
Mikilvægt að panta
sauðfjárskoðun snemma
Gott vor og það sem af er sumri
hefur í flestum landshlutum gefið
lömbum meira forskot í þroska en
oft áður. Vonandi er það ávísun
á góðan fallþunga í haust. Í ein-
hverjum tilfellum hefur leitum
haustsins nú þegar verið flýtt og
einhver sláturhús munu ætla að
bjóða yfirborganir sem eiga að
hvetja til slátrunar fyrr í septem-
ber en síðustu ár. Í þessu ljósi eru
líkur á að bændur vilji láta skoða
lömb fyrr að haustinu en oft áður
og því mikilvægt að pantanir fyrir
lambaskoðun berist sem fyrst svo
skipuleggja megi haustið sem best.
Þær breytingar verða gerðar á
skipulagi, að reynt verður að þjóna
fleiri viðskiptavinum í samfelldri
lotu innan ákveðinna svæða, bæði til
að nýta mannskap og bíla RML sem
best. Gott skipulag er lykillinn að
því að framkvæmd sauðfjárdómanna
verði sem hagkvæmust og þar af
leiðandi forsenda þess að hægt sé að
bjóða þjónustuna á sanngjörnu verði.
Pantað fyrir 20. ágúst
Pöntunarformið er svipað og síð-
astliðin ár nema að nú er einungis
hægt að panta ákveðna viku, en
ekki dag. Þannig er auðveldara að
raða saman bæjum eftir svæðum. Í
„athugasemdir“ er hægt að nefna
óskadag og/eða koma á framfæri
öðrum athugasemdum ef pantað er í
gegnum heimasíðu RML. Einnig er
tekið á móti pöntun í gegnum síma
(516-5000). Pantanir þurfa að hafa
borist fyrir 20. ágúst, en eftir þann
dag er farið að raða niður á daga eftir
svæðum og staðfesta skoðunardaga
við bændur.
Þá skal og nefnt að heimilt
er að reikna álag á lambadóma
sem pantaðir eru eftir 20. ágúst.
Skoðunargjald fyrir bændur (búnað-
argjaldsgreiðendur sem panta fyrir
20. ágúst) í dagvinnu er 6.500 kr/
klst pr. ráðunaut auk komugjalds
sem er 5.000 kr. Heimild til að
reikna álag á tímagjald verður nýtt
í þeim tilfellum þar sem pantanir
sem berast eftir 20. ágúst verða til
þess að breyta þarf skipulagi eða
kalla út aukamannskap. Að venju
er meginreglan að álag er innheimt
fyrir skoðanir sem unnar eru utan
dagvinnutíma.
Til mikilla bóta er ef forsvars-
menn fjárræktarfélaga aðstoða
við skipulag á sínu heimasvæði.
Vonandi bregðast allir, sem ætla að
nýta sér þessa þjónustu, fljótt og vel
við áeggjan okkar starfsmanna RML
um pantanir, svo skipulagning geti
skilað góðum afköstum á hagkvæm-
ari hátt en verið hefur.
Faghópur
sauðfjárræktar innar hjá RML.
Gott er að panta lambadóma í tíma svo hægt sé að skipuleggja haustver-
kin. Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is, er hægt að panta
sauðfjárdóma með skjótvirkum hætti.
Nýtt í Lyfju
lyfja.is
Glucomannan - Stuðlar að þyngdartapi sé það tekið
inn sem hluti af orkusnauðu mataræði.
Gildir
til 31
.júlí
20%
AFSLÁ
TTUR