Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Silfurreynirinn við Grettisgötu: Ólíklegt að tréð nái fyrri reisn Framkvæmdir við byggingu hótels á lóðunum við Laugaveg 34A og 36 og Grettisgötu 17 er í fullum gangi. Illa hefur tekist til við verndun eins elsta trés í Reykjavík sem stendur á Grettisgötulóðinni. Króna trésins, sem er ríflega hundrað ára gamall silfurreynir og eitt elsta tré landsins, hefur verið illa skert og verulega illa er staðið að verki við verndun trésins. Ólíklegt er að tréð nái aftur fyrri reisn. Í júní 2014 urðu talsverð mótmæli í kjölfar þess að borgarráð samþykkti á fundi 19. desember 2013 breytingar á skipulagi lóðar við Grettisgötu 17. Ástæða mótmælanna var að á lóðinni stendur einn elsti silfurreynir lands- ins og hann átti að fella. Samþykkt í borgarráði Fundur borgarráðs númer 5297 var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðstödd voru: Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hjálmar Sveinsson, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embætt- ismenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Hrólfur Jónsson, Hallur Símonarson, Kristbjörg Stephensen, Björn Axelsson og Ragnheiður Stefánsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal. Lagt var fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. desember 2013, samanber samþykkt umhverf- is- og skipulagsráðs frá 11. desem- ber síðastliðnum, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2, Laugavegur, Frakkastígur, Grettisgata, Klapparstígur vegna lóð- anna nr. 34A og 36 við Laugaveg og Grettisgötu 17. R13120079. Samþykkt. Ekkisens en ekkert til ráða Talsverð umræða spratt um málið og sagði Sóley Tómasdóttir borgarfull- trúi um málið á Facebook-síðunni Ræktaðu garðinn þinn: „Hæ hó – ég er hér. Ég vissi ekki af þessum silfurreyni – og þetta er bölvað ekkisens klúður. Því miður. Ræddi þetta aðeins við garðyrkjustjórann okkar og hann sagði okkur hafa fátt í höndunum til að bjarga honum.“ Sem sagt ekkisens klúður og fátt til bjargar og ekkert gert. 107 ára tré Tréð sem til stóð að fella við Grettisgötu var gróðursett 1908 og því eitt hundrað og sjö ára gamalt í dag, eitt af elstu og fyrstu trjánum sem gróðursett voru hér á landi. Tréð getur lifað í hundrað ár og jafnvel hundrað og fimmtíu ár til viðbótar. Stolt, saga og augnayndi í Reykjavík. Breyting á skipulagi og hækkun húsa Í kjölfar mótmælanna var ákveðið af byggingaraðila að breyta skipulagi bygginga á lóðina þannig að tréð fengi að standa. Reyndar leyfði skipulags- og borgarráð Reykjavíkur ýmsar breytingar á byggingarrétti á lóðinni og lét þannig undan kröf- um íbúa um „friðun“ trésins. Meðal annars var hækkun hússins leyfð ef tréð yrði varðveitt. Í frétt á Rúv 13. ágúst 2014 segir „Silfurreynir við Grettisgötu fær að standa samkvæmt ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs í dag. Ráðið ákvað að breyta deiliskipulagi svo tréð fengi að standa. Íbúar við Grettisgötu höfðu mót- mælt harðlega deiliskipulagi sem heimilaði að færa tvö gömul hús fram í götuna vegna hótelbyggingar við Laugaveg. Eigandi húsanna, sá sem stend- ur að hótelbyggingunni, lagði fram málamiðlunartillögu sem var sam- þykkt. Í henni felst að borgin tekur við gömlu húsunum og finnur þeim stað í nágrenninu. Í staðinn verður garður opinn öllum þar sem silfurreynirinn fær að standa. Á móti verður hluti nýbygginganna við Laugaveg hækk- aður um eina hæð.“ Framkvæmdir í fullum gangi Framkvæmdir verktaka á lóðinni eru í fullum gangi og mikið rask eins og verða vill. Því miður er ekki hægt að sjá að tekið hafi verið tillit til þess að „friða“ átti silfurreyninn á lóðinni. Króna trésins hefur verið illa skert öðrum megin þannig að greinabygging þess er skökk og ólíklegt að jafnvægi í krónu- byggingu náist aftur. Rótarkerfi trésins hefur verið skert að hluta þannig að næringarupptaka þess hefur minnkað. Á lóðinni umhverfis tréð er mikið af steypuafgöngum en efni í þeim eru mjög óæskileg fyrir gróður. Með því að skerða krónuna á þann hátt sem gert hefur verið hefur þyngdarpunktur trésins verið færður til og vegna rótarskerðingarinnar er tréð óstöðugra. Sagað hefur verið inn í gamlar greinar með þeim hætti að skóla- bókardæmi er um hvernig ekki á að saga á greinar á trjám. Fúi í sárið er óhjákvæmilegur og getur hann hæglega smitast inn í stofn trésins og valdið alvarlegum skaða. Framkvæmd við „frið- un“ eins elsta trés landsins er Reykjavíkurborg til skammar. Illa afgreitt í borgarráði, ekkisens sem ekkert er hægt að gera við og ekkert gert við, verktaka til skammar sem er með vanþekkingu að vopni og ekkert eftirlit er af hálfu borgar- yfirvalda. Orð, eftirlit og framkvæmd með „friðun“ eins elsta trés landsins í miðborg Reykjavíkur er ekkert. Ólíklegt er að tréð nái aftur fyrri reisn. /VH Bretinn Thomas Turner hóf feril sinn með framleiðslu reiðhjóla í Wolverhampton árið 1928. Hann útvíkkaði framleiðsluna í lok fimmta áratugar síð- ustu aldar í bifreiðar, mótorhjól, vélahluti í flugvélar og dráttarvél- ar. Framleiðslu dráttar- vélanna var hætt 1957. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar- innar óx landbúnaðarframleiðsla hratt og vöntun var á tækjum og búnaði til að auka framleiðsluna enn frekar. Turner sá tækifæri í skortinum og hóf fyrirtæki hans framleiðslu á jarðvinnslutækjum. Árið 1947 hóf fyrirtækið hönnun á nýrri tegund dráttarvéla og setti þá á markað tveimur árum seinna undir heitinu Yeoman of England. Margs konar nýjungar Yeomaninn þótti á ýmsan hátt á undan sinni samtíð. Þeir voru með fjögurra strokka, 40 hestafla V-laga dísilmótor sem var hannaður af sama manni og hannaði mótorinn í Ferguson TEF20 dráttarvél- ina. Kveikjan var rafknúin, beislið vökvaknúið og endurbætt útgáfa traktorsins var með ljósum. Fjögurra gíra gírkassinn þótti byltingarkenndur og var staðsettur aftan við ekilssætið. Turner sérhannaði og sérfram- leiddi margs konar aukabúnað eins og plóg, herfi og sláttu- vélar fyrir Yeomaninn auk þess sem hæglega var hægt að tengja áhöld frá öðrum framleiðendum við traktorinn. Í auglýsingu frá Turner segir að Yeoman of England-dráttarvélar séu ódýrari í rekstri og geti unnið mun meiri vinnu á hektara þar sem þær séu aflmeiri, tæknivæddari og sparneytnari en aðrir traktorar af sambærilegri stærð. Há bilanatíðni Vélarnar þóttu dýrar en sala á þeim ágæt til að byrja með á Bretlandseyjum og eitt- hvað mun hafa verið flutt út af þeim til landa innan breska samveldisins. Til langs tíma lét salan undan og ódýrari Fordson- dráttarvélar náðu yfir- burða markaðsstöðu. Ýmis vandkvæði við hönnun traktorsins komu fljótlega í ljós. Til dæmis var kælibúnaðurinn fyrir mótorinn of lítill og ofhitnaði hann því reglulega, heddið þótti lélegt og vélin var iðulega treg í gang í köldu veðri. Gírkassinn var þó helsti Akkilleasarhællinn og bilanatíðni hans há. Til að bæta gráu ofan á svart var oft skortur á varahlutum og stóð Yeomaninn því vikum saman aðgerðalaus á hlaðinu, eigendum þeirra til mik- illar gremju og átti það ekki síst við kaupendur þeirra erlendis. Slæmt orðspor Þrátt fyrir að Yeoman- traktorinn hafi verið að mestu endurhannaður 1951 var orðspor fyrirtæk- isins slæmt og sala nýju vélanna lítil. Árið 1957 voru síðustu Yeoman- traktorarnir seldir á hálfgerðri brunaútsölu á verulega niðursettu verði. Einungis voru fram- leiddir 2.131 Yeoman- dráttarvélar á þeim tæpa áratug sem þeir voru í framleiðslu. Í dag er Turner-fyrirtækið hluti af Caterpillar og sérhæfir sig í framleiðslu á gírkössum fyrir Manitou og New Holland. /VH Yeoman – nýstárlegur, dýr en misheppnaður Króna trésins hefur verið illa skert öðrum megin þannig að greinabygging þess er skökk og ólíklegt að jafnvægi í krónubyggingu náist aftur. Myndir / VH Silfurreynirinn sumarið 2014 áður en framkvæmdir hófust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.