Bændablaðið - 07.07.2016, Page 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Tónlistarhátíðin „Englar og menn“
hófst í Strandarkirkju á sunnu-
daginn var en alla sunnudaga í júlí
mun söngurinn óma um kirkjuna.
Hátíðin er nú haldin í fjórða sinn
og munu þekktir listamenn koma
fram.
Þema hátíðarinnar er englar og
menn, land, náttúra, trú og saga, þar
sem íslensk þjóðlög og sönglög,
ásamt innlendum og erlendum
trúarljóðum og klassískum verkum,
verða í forgrunni.
„Verndarvængur“ er yfirskrift tón-
leikanna 10. júlí en þar koma fram
Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona
og Einar Clausen tenór og með þeim
leika Chrissie Guðmundsdóttir á
fiðlu, Ingunn Erla Kristjánsdóttir á
selló og Hilmar Örn Agnarsson á
orgel.
Þann 17. júlí koma fram
söngvararnir Kristín Ragnhildur
Sigurðardóttir sópran og Ásgeir
Páll Ágústsson baritón og með-
leikari þeirra verður Arnhildur
Valgarðsdóttir organisti.
,,Í ljúfum blæ“ er svo yfirskrift
tónleika hjónanna Þóru Einarsdóttur
sópran og Björns Jónsonar tenórs
sem haldnir verða 24. júlí og með
þeim leikur Svanur Vilbergsson á
gítar.
Lokatónleikar hátíðarinnar verða
31. júlí en þar koma fram Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og
Ágúst Ólaffsson baritón og með þeim
leikur Jón Bjarnason á orgel.
Tónleikarnir hefjast allir kl. 14 og
eru um 50 mínútna langir.
Björg Þórhallsdóttir sópran-
söngkona er listrænn stjórnandi og
framkvæmdastjóri hátíðarinnar,
sem er styrkt af Nýsköpunarsjóði
Suðurlands, Tónlistarsjóði og
Strandarkirkjunefnd. Aðgangseyrir
að tónleikunum er 2.000 kr. Ekki er
tekið við greiðslukortum. Að tónleik-
um loknum er svo upplagt að fá sér
hressingu hjá heimamönnum í kaffi-
húsinu T-bæ eða í Pylsuvagninum.
Strandarkirkja er þekkt áheita-
kirkja og þykir þar vera sérstakur
kraftur til hjálpar og bænheyrslu.
Yfirskrift hátíðarinnar vísar til helgi-
sagnarinnar um fyrstu kirkjuna þar,
um ljósengilinn sem birtist sæför-
um í sjávarháska og þeir hétu á í
örvæntingu sinni. Hann vísaði þeim
að landi og þeir reistu þar kirkju í
þakklætisskyni
Tónlistarhátíð í Strandarkirkju:
„Englar og menn“
Strandarkirkja. Mynd /Helgi Kristjánsson
Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona
syngur í Strandarkirkju 10. júlí nk.
Saga íslenska fjárhundakynsins
er sveipuð ævintýraljóma. Á árun-
um 1937 og 1938 ferðaðist breski
aðalsmaðurinn Mark Watson um
Ísland. Á ferðalaginu sá hann
íslenska fjárhunda og heillaðist
af kyninu. Rúmlega áratug síðar,
þegar Mark Watson kom aftur
til landsins, uppgötvaði hann að
íslensku hundarnir voru sjald-
séðir. Þann 18. júlí verða 110 ár
liðin frá fæðingu Íslandsvinarins
Mark Watson. Til að heiðra minn-
ingu hans verður haldið málþing í
Þjóðminjasafni Íslands og Dagur
íslenska fjárhundsins verður
haldinn í fyrsta sinn.
Íslandsvinurinn Mark Watson
gaf fé til að endurreisa Glaumbæ
í Skagafirði, hann gaf Íslendingum
myndir Collingwoods og dýraspít-
lala svo dæmi sé tekið af öllu því
sem hann gerði fyrir land og þjóð.
Og það var þessi maður sem ákvað
að íslenska hundakyninu yrði að
bjarga. Á árunum 1955–1960 lét
hann safna saman nokkrum íslensk-
um hundum í þeim tilgangi að flytja
þá úr landi. Meðal annarra sem
komu við sögu var Páll A. Pálsson,
fv. yfirdýralæknir, og þeir bændur
sem létu hundana sína af hendi til
hreinræktunar svo kyninu yrði forð-
að frá útrýmingu.
Ekki fóru þó allir hundar af
landi brott sem safnað var saman
á Keldum. Tvær tíkur urðu eftir og
eignuðust mörg afkvæmi og teljast
formæður flestra þeirra hunda sem
við þekkjum í dag. Síðar tóku nokkr-
ir aðilar sig saman síðar um að varð-
veita og hreinrækta íslenska fjár-
hundinn. Skipulögð ræktun á kyninu
hófst um 1965 þegar þau hjónin á
Ólafsvöllum á Skeiðum, Sigríður
Pétursdóttur og Kjartan Georgsson,
fengu íslenska hunda til ræktunar
að áeggjan Páls A. Pálssonar yfir-
dýralæknis.
Hundaræktarfélag Íslands
stofnað á Hótel Sögu árið 1969
Sigríður var í forystu áhugamanna
sem stofnuðu Hundaræktarfélag
Íslands árið 1969. Mark Watson
sem hvatti til stofnunar félagsins
var gerður heiðursstofnfélagi á
fundinum sem haldinn var á Hótel
Sögu. Gunnlaugur Skúlason dýra-
læknir var fyrsti formaður félags-
ins. Á fyrstu árunum var starfsemi
félagsins eingöngu tengd málefnum
íslenska fjárhundsins.
Deild íslenska fjárhundsins (DÍF)
var stofnuð innan HRFÍ árið 1979.
Deildin ber ábyrgð á útliti og heil-
brigði hundsins ásamt ræktunar-
markmiði tegundarinnar og á að vera
í forystu með allt það sem tengist
íslenska fjárhundakyninu. Guðrún
R. Guðjohnsen var fyrsti formað-
ur deildarinnar og síðar formaður
HRFÍ í mörg ár. Guðrún hefur lagt
mikið af mörkum við að viðhalda
stofninum og fékk meðal annars
sérstaka undanþágu frá lögum árið
1988 til að flytja inn íslenska fjár-
hunda frá Danmörku til ræktunar.
Árið 1996 var Guðrún R.
Guðjohnsen aðalhvatamaður að
stofnun ISIC sem er alþjóðlegt sam-
starf um verndun íslenska hunda-
kynsins.
Lifandi táknmynd þeirra hunda
sem komu með landnámsmönnum
Íslenski fjárhundurinn telst ekki leng-
ur í útrýmingarhættu. En Íslendingar
þurfa að vera á varðbergi og standa
undir því hlutverki að bera ábyrgð
á ræktun kynsins og heilbrigði.
Íslenskir fjárhundar eru lifandi tákn-
mynd þeirra hunda sem landnáms-
menn fluttu með sér til landsins. Hefði
Mark Watson ekki gripið til aðgerða
á svo áhrifaríkan hátt sem hann gerði
er alls óvíst að við ættum íslenska
fjárhundakynið. Hefði þessi breski
Íslandsvinur ekki heillast af kyn-
inu á sínum tíma ættum við líklega
einungis myndir af íslenska hundinum
og segðum sögur af hundinum sem
við Íslendingar áttum öldum saman,
hundinum sem lifði hér með forfeðr-
um okkar, en við höfðum ekki vit á að
varðveita á tuttugustu öldinni.
18. júlí verður
Dagur íslenska fjárhundsins
Til að heiðra minningu Mark Watson
hefur Deild íslenska fjárhundsins
ákveðið að halda Dag íslenska fjár-
hundsins á fæðingardegi hans, 18.
júlí. Dagurinn verður framvegis
notaður til þess að vekja athygli á
eina þjóðarhundi okkar Íslendinga,
tilvist hans og sögu. Þann 18. júlí
ár hvert munu vinir íslenska fjár-
hundsins fagna deginum og minnast
þeirra og heiðra sem með ótrúleg-
um dugnaði og árræðni björguðu
íslenska fjárhundakyninu frá því að
verða aldauða.
Þórhildur Bjartmarz,
fv. formaður HRF
Dagur íslenska fjárhundsins
– Málþing haldið til að heiðra minningu Mark Watson sem barðist fyrir verndun íslenska hundsins
Mark Watson.
Sveltur sitjandi kráka
en fljúgandi fær
Hver vill skipta um vinnu tilhögun og vinna sjálfstætt?
Hver vill verða eigin herra í góðu umhverfi úti á landi 100 km
frá 101 Reykjavík?
Hver vill kaupa 45 m2 löglega íbúð, bjarta vistlega á 1,4 hekt-
ara leigulóð með miklum byggingarrétti?
Hver vill kaupa 105 m2 atvinnuhúsnæði í sérstaklega vönd-
uðu húsi á hitaveitusvæði, bjart og vistlegt? Að auki er gott
40 m2 gróðurhús úr gleri og stáli.
Hver vill kaupa nettan atvinnurekstur (tarnavinna) með lager
til 5–7 ára sem gefur vel af sér og er í fullum gangi? Góð
aukavinna.
Fagleg ráðgjöf getur fylgt í 1–2 ár.
Öll þjónusta í nálægu þéttbýli. Næg atvinna í næsta nágrenni.
Sama hvað þú kannt með haus og eða höndum, það eru not
fyrir allt, sérstaklega iðnaðarmenn.
Hugsaðu djúpt en ekki of lengi.
Brunabótamat eigna er samtals 45.267.000 (3/10/2015). Þegar
þú ert búin/n að hugsa mátt þú hringja í síma 860-5570 og
biðja um vettvangskönnun og spjall.
Mér liggur ekkert á en það gæti gilt annað um þig.
Hika er sama og tapa.
Málverkasýning Grétu Berg:
Leyndardómar steinsins
Myndlistarkonan Gréta Berg
opnar sýningu í gallerí Papacross
í Vestmannaeyjum 14. júlí næst-
komandi sem stendur til 27. júlí.
Gréta verður við á sýningunni
alla opnunardagana frá klukkan
14.00 til 18.00 en opnunartíminn
verður eitthvað lengdur fram á
kvöldið um helgar í góðu veðri.
Gréta stundaði nám í myndlist
við Myndlistaskólann í Reykjavík
og á Akureyri og Handíða- og
Myndlistarskólann í Reykjavík.
Hún á 46 ára sýningarferli að
baki og hefur verið með sýningar
á Akureyri, Ísafirði, Reykjavík,
Mosfellsbæ, Selfossi, Hveragerði
og nú í Vestmannaeyjum.
Upplýsingar á: www.umm.is.
Gréta starfar sem hjúkrunar-
fræðingur við Heilsustofnunina
í Hveragerði og er leiðbeinandi
í frjálsu flæði lita og tjáningu tilf-
inninga, hug- og dáleiðslu.
Í kynningu vegna sýningarinnar
segir að Grétu finnist dans, litir,
flæði, að teikna og mála það besta
í lífinu. Henni finnst gott að hlusta
á lækjarniðinn og njóta lífsins. Hún
segir það sannarlega töfrandi að sjá
myndir í steinum og flytja þær yfir
á strigann og uppgötva síðan að
í steinunum er að finna merkileg
skilaboð til okkar frá þeim. /VH
Gréta Berg myndlistarmaður.
Þórhildur Bjartmarz með hundinn Arnarstaða Þór Þrumugný.