Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Utan úr heimi
Ný manneldismarkmið í Kína:
Gert ráð fyrir helmings sam-
drætti í kjötneyslu til 2030
– Mun hafa afgerandi áhrif á stöðu loftslagsmála
Í nýjum manneldismarkmið-
um sem Kínverjar gáfu nýverið
út, er stefnt að nærri helmings
samdrætti í kjötneyslu til ársins
2030. Gangi það eftir er ljóst að
það muni vega þungt í baráttunni
við loftslagsbreytingar, en hlutur
Kínverja í allri kjötneyslu jarðar-
búa er um 28 prósent og um 14,5
prósent af heildarlosun gróður-
húsalofttegunda af mannavöldum
má rekja til búfjárhalds.
Breski fjölmiðillinn Guardian
greinir frá þessum áformum Kínverja
og setur í samhengi við loftslags-
vandann. Í markmiðum kínverskra
stjórnvalda er gert ráð fyrir að kjöt-
neysla verði 40–75 grömm á mann á
dag að meðaltali, en Kínverjar eru í
dag rúmir 1,3 milljarðar. Nái mark-
miðin fram að ganga mun samdráttur
í losun á gróðurhúsalofttegundum
nema sem samsvarar einum milljarði
tonna af koltvísýringi. Haldi sama
þróun áfram mun losunin hins vegar
nema 1,8 milljörðum tonna.
Til þess að hvetja samlanda sína
til að minnka kjötátið var ráðist í
auglýsingaherferð. Leituðu kín-
versk stjórnvöld meðal annars á
náðir Hollywood-stjarnanna Arnold
Schwarzenegger leikara og James
Cameron leikstjóra til að koma boð-
skapnum á framfæri.
Meiri kjötneysla í Kína en
í Bandaríkjunum og ESB
samanlagt
Til marks um þau jákvæðu lofts-
lagsáhrif sem verða ef áætlunin
nær fram að ganga, má benda á
að losun á gróðurhúsalofttegund-
um vegna búfjárhalds á heimsvísu
er meiri en heildarlosun allra vél-
knúinna samgangna í heiminum;
allra bíla, flugvéla, lesta og skipa.
Kínverjar neyta meira af kjöti en
þjóðir Evrópusambandsins og
Bandaríkjamenn samanlagt og nái
þeir að skera niður kjötneysluna um
helming er talið að það muni leiða til
1,5 prósenta samdráttar hnattrænt, á
losun gróðurhúsaloftegunda.
Kjötneysla Kínverja hefur vaxið
mjög á undanförnum árum. Árið
1982 át hver Kínverji að meðaltali
13 kíló af kjöti á ári. Með aukinni
velmegun í Kína hefur kjötát aukist
mjög og nú hesthúsar hver Kínverji
63 kílóum af kjöti að meðaltali á ári.
/smh
Borgarbóndinn
blómstrar í Osló
Fasteignafélagið Bjørvika
Utvikling í samvinnu við norsku
bændasamtökin, Norges Bondelag,
auglýstu í fyrra eftir lífrænum
borgarbónda til að sinna búskap
í Losætra í Bjørvika sem er á besta
stað í miðbæ Oslóar. Andreas
Capjon varð fyrir valinu en hann
er bóndasonur og þekkir því vel til
bústarfa. Nú er verkefnið komið
vel af stað og hefur gengið framar
vonum að sögn borgarbóndans.
„Ég sá þetta auglýst og ákvað
að sækja um, mig langar að skapa
eitthvað stórkostlegt í gegnum þetta
verkefni. Rækta bæinn og að rækta
lífrænt er eitthvað sem er hjarta mínu
nærri. Mitt verkefni er að gera svæðið
grænna, meira lifandi og að stað sem
fólk hefur áhuga á að koma til. Hér
mun almenningur fá aðstoð við að
rækta sinn eigin mat og fá innblástur
við það ásamt því að fræðast um
hvernig maturinn er búinn til,“ segir
Andreas en fjöldi umsækjenda fyrir
verkefnið var mun meiri en aðstand-
endur verkefnisins þorðu að vona.
Ásamt Bjørvika Utvikling og norsku
Bændasamtökunum hafa norska
vegagerðin (Statens Vegvesen) og
matvörurisinn Norgesgruppen stutt
verkefnið.
Græn vin í miðborginni
Svæðið sem um ræðir er um 5
hektarar að stærð og er eingöngu
hugsað til lífrænnar ræktunar.
Borgarbóndinn vinnur náið með
ýmsum aðilum á svæðinu eins og
bændum og listamönnum.
„Þetta er hin græna vin í
miðborginni okkar, á einstökum stað
þar sem fólkið í borginni getur lært
hvernig matvælaframleiðsla gengur
fyrir sig. Hér á fólk sinn skika og fær
aðstoð ef þess þarf og ég sé síðan
um að rækta gamlar korntegundir,
grænmeti og kartöflur,“ segir
Andreas sem er nú bóndi í fullu
starfi rétt við norska óperuhúsið og
í kringum fjölda hótelbygginga, mitt
á milli tveggja hraðbrauta.
Sjálfur ólst Andreas upp á
bóndabæ á Nesodden þar sem lífræn
ræktun var alltaf í hávegum höfð.
„ Ég hef átt minn eigin grænmetis-
garð síðan ég var 12 ára gamall svo
þetta er eitthvað sem fylgir manni.
Ég þarf að finna að ég sé hluti af
matarblóðrásinni minni, ef þú skilur
hvað ég á við. Þetta er hluti af minni
tengingu við lífið og við rætur mínar,
það er að rækta. Ég tel að Norðmenn
vilji komast í samband við hvað þeir
borða og hringrás árstíðanna miðað
við þá athygli sem verkefnið hefur
fengið.“
Opna augu fólks
Óhætt er að segja að ekki hafi skort á
athyglina sem Andreas talaði um því
bæði norskir fjölmiðlar og erlendir
hafa fjallað ríkulega um norska borg-
arbóndann.
„Hér á Losætra hef ég mikla
möguleika, vegna staðsetningar
svæðisins, til að veita öðrum inn-
blástur, koma með og njóta þessa
með mér. Ég hef einnig unnið að því
að koma á samstarfi við fleiri aðila,
eins og til dæmis leikskóla og skóla
í næsta nágrenni og eins við húsfélög
sem hafa stór græn svæði á lóðum
sínum eða uppi á þaki. Möguleikarnir
eru víða til staðar og þetta snýst því
líka svolítið um að opna augu fólks
fyrir því hvað er hægt að rækta sjálf-
Í Losætra er einnig eins konar skólagarðafyrirkomulag þar sem um 100 manns eiga sinn skika. Í bakgrunni má vel
sjá Barcode-verkefnið þar sem nýtískulegir skýjakljúfar hafa sprottið fram í röðum. Myndir / ehg
Andreas Capjon var valinn úr hópi fjölda umsækjenda til að verða hinn nýi
borgarbóndi nánast í miðbæ Oslóar.
Ísland þarf að semja á ný við
Bretland um ýmis atriði sem í
dag falla undir samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið. Ísland
tók formennsku í EFTA um síðustu
mánaðamót.
Til skamms tíma er ekki talið að
úrsögn Breta úr Evrópusambandinu
hafi mikil áhrif umfram þau sem
kunna að verða vegna viðbragða á
mörkuðum í Bretlandi vegna gengis-
breytinga. Lágt gengi breska pundsins
gæti hugsanlega leitt til fækkunar á
komu breskra ferðamanna hingað til
lands.
Til lengri tíma verður aftur á
móti að ganga út frá því að útganga
Bretlands úr Evrópusambandinu muni
hafa í för með sér uppsögn Breta á
samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES). Af því leiðir að
Ísland þarf að semja á ný við Bretland
um atriði sem í dag falla undir EES-
samninginn. Á það við um tolla, fjár-
festingar, ferðir fólks milli landanna
og flugsamgöngur sem dæmi.
Tilkynning ríkisstjórnarinnar
vegna úrsagnar Breta
Í tilkynningu frá Ríkisstjórn Íslands
vegna úrsagnar Breta úr Evrópusam-
bandinu segir að Bretland sé eitt
mikilvægasta viðskiptaland Íslands og
grundvallast samskiptin á EES-samn-
ingnum. Í ljósi þess ákvað ríkisstjórnin
að utanríkisráðherra tæki málið upp
á ráðherrafundi EFTA. Samhliða því
mun utanríkisráðuneytið kanna mögu-
leikann á gerð tvíhliða efnahags- og
viðskiptasamnings milli Íslands og
Bretlands.
Einnig er verið að skoða hvernig
hagsmunir Íslands verði best tryggðir
í framhaldi af útgöngusamningi sem
Bretland og Evrópusambandið munu
væntanlega gera. Skipaður hefur verið
starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis-
ráðuneytis, utanríkisráðuneytis, fjár-
mála- og efnahagsráðuneytis, atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytis og
velferðarráðuneytis til að samræma
viðbrögð og aðgerðir.
Ísland með formennsku í EFTA
Um síðustu mánaðamót tók Ísland við
formennsku í EFTA og í tilkynningu
vegna þess segir að lögð verði áhersla
á að fylgjast náið með viðræðum vegna
útgöngu Breta úr ESB með það að
markmiði að tryggja viðskiptahags-
muni EES og EFTA-ríkjanna. /VH
Ísland og úrsögn Breta úr Evrópusambandinu:
Semja þarf um viðamikil mál
Bretland er eitt mikilvægasta
viðskiptaland Íslands og grundval-
last samskiptin á EES-samningnum.