Bændablaðið - 17.11.2016, Side 2

Bændablaðið - 17.11.2016, Side 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 Lykillinn að góðri nyt eru góð hey Stjórn Bændasamtakanna hefur boðað til aukabúnaðarþings í Reykjavík fimmtudaginn 24. nóvember nk. Tilefnið er breytingar sem gera þarf á samþykktum BÍ vegna innheimtu félagsgjalda nú þegar búnaðargjaldið fellur út um áramót. Á fundi með formönnum og framkvæmdastjórum búgreinafélaga og búnaðarsambanda í síðustu viku var ákveðið að fara þessa leið. Þingið mun hefjast kl. 11 og standa fram eftir degi en lýkur samdægurs. Í fyrsta sinn verður þingfulltrúum boðið upp á að taka þátt í þingstörfum í gegnum fjarfundarbúnað frá Akureyri. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, WHO, helgar dagana frá 14. til 20. nóvember aukinni vitund heilbrigðisstarfsmanna um sýklalyfjaónæmi. Stofnunin vill með átakinu efla vitund fólks sem starfa við heilbrigðismál á þeim hættum sem stafa af rangri notkun á sýklalyfjum. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að heilbrigðisstarfsmenn gegni lykilhlutverki í að uppfræða fólk um hættuna sem af lyfjunum getur stafað. Föstudaginn 18. nóvember mun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Evrópunefnd um dag vitundar um sýklalyfjaónæmi standa fyrir ýmsum uppákomum víða um heim til að vekja athygli á þeirri hættu sem getur stafað af ofnotkun á sýklalyfjum og útbreiðslu á sýklalyfjaónæmum bakteríum. /VH Eins og fram kemur á forsíðu stefnir í hörkukeppni milli kúabænda landsins varðandi röðun í tíu efstu sætin yfir afurðahæstu búin að meðaltali á kú 2016. Brúsastaðir í Vatnsdal tróna þar efst með 8.814 kg eftir hverja mjólkurkú að meðaltali síðustu 12 mánuði þar á undan. Þýðir þetta að margar kýr á bænum eru með meiri nyt og nokkrar með um og yfir 12.000 kg. Það eru hjónin Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson sem reka búið Brúsa ehf. Þau kunna greinilega vel til verka, því þau voru líka með afurðahæsta búið að meðaltali á hverja kú á árinu 2014 og 2013. Þá var búið í tíunda sæti árið 2012. Á Brúsastöðum eru nú 51,1 árskýr og hefur fjöldinn verið svipaður undanfarin ár. Þar er mjaltaþjónn sem Sigurður segir að standi sig vel. Aukning upp á nær tonn á hverja kú á tveim árum Er árangurinn á Brúsastöðum í Vatnsdal nú sérlega eftirtektarverður, því kýrnar á bænum eru að skila nær þúsund kílóum (einu tonni) meira að meðaltali en 2014. Ljóst má vera að til að ná slíkum árangri verður ansi margt að ganga upp, bæði í ræktun gripa, heyskap, fóðrun og umhirðu. Þá mjólka kýrnar í raunveruleikanum ekki eftir neinum meðaltölum enda einhverjar að fara yfir 12.000 kg nyt á ári. Lykillinn að góðri nyt eru góð hey fremur en kjarnfóður Sigurður Ólafsson bóndi segir að lykillinn að þessum góða árangri séu góð hey. „Sérstaklega heyin frá því í fyrra, þau eru snöggtum betri en í sumar. Það var kaldara og hægari spretta og þar af leiðandi kjarnbetra hey. Lystileikinn er líka mikið meiri. Það er alltaf slæmt þegar grasið veður upp eins og í hlýviðrinu í sumar. Við byrjuðum samt að slá snemma, eða 10. júní, en heyið var samt ekki eins gott. Okkur fannst það kostur hvað spratt hægt í fyrra enda eigum við nóg af túnum og verðum ekkert tæp á heyjum þó það spretti aðeins minna. Það er því gott að vera svo birgur af túnum,“ segir Sigurður. Hann segir að ekkert hafi verið aukið við kornfóðurgjöf til að ná þessum árangri, heldur frekar dregið úr henni. Í ljósi gæða á heyi sumarið 2015 drógu þau úr kornfóðurgjöfinni og hafa haldið henni eins á yfirstandandi ári. „Við höfum reynt að keyra þetta eftir mælingum á heyinu og kaupum þá kjarnfóður sem passar við heyið en ekki bara eitthvað af því að það var keypt fyrir hundrað árum. Ef fóðrið passar ekki fyrir heyið skiptum við hiklaust um.“ Þurfa mikið hey á móti kjarnfóðrinu „Það mjólkar ekki af kjarnfóðrinu einu saman. Til að kýr geti innbyrt mikið af kjarnfóðri þurfa þær gríðarlegt magn af góðu heyi. Það er mikil sóun falin í því að gefa mikið kjarnfóður og vera með léleg hey. Þá er talað um að kýr haldi illa (kálfum) ef mikið kjarnfóður er gefið. Hér var sæðingamaður í morgun sem var að þinga með Þorsteini Ólafssyni dýralækni. Samkvæmt honum eru kýrnar hér að halda mjög vel miðað við það sem þekkist á landsvísu. Það staðfestir að við erum ekki að gefa mikið kjarnfóður þó það sé alltaf töluvert.“ Gamla góða tuggan stendur fyrir sínu „Hjá okkur eru þetta um 260 grömm af kjarnfóðri á hvert framleitt kíló af mjólk. Maður er að sjá mun hærri kjarnfóðurgjöf á búum sem eru jafnvel með 1.800 kílóum minna í árs framleiðslu á kú en við. Gamla góða tuggan er lykillinn að þessu öllu. Nú svo snýst þetta bara mikið um að sinna þessu vel,“ segir Sigurður. Hann segir svo sem ekkert útséð með að hann verði efstur þegar árið er á enda, enda sé haustburður rétt að byrja hjá þeim núna sem er óvenju seint. Sem stendur eru kýrnar ekki að skila „nema“ um 850 lítrum á dag, en voru að skila um 1.400 til 1.500 lítrum þegar best lét. „Fyrstu sex mánuði ársins vorum við að skila í kringum 40.000 lítrum á mánuði í samlag og gáfum kálfunum mjólk að auki.“ Blóðugt að horfa á eftir bestu kúnum í júgurslit vegna útivistarskyldu Sigurður segir að hjá þeim hafi verið margar góðar kýr sem mjólka vel. Útivistarskyldan hafi þó verið að gera þeim grikk. Hún taki frá þeim um 5 kýr á ári vegna þess að júgrin slitna niður á þeim við að ráfa út á tún. „Fimmta kýrin eftir sumarið er einmitt að fara í sláturhús í þessari viku af þessum sökum. Það er blóðugt að þurfa að horfa á slík afföll, jafnvel á bestu mjólkurkúnum. Það eru aldrei færri en þrjár sem þarf að fella eftir sumarið og upp í fimm eins og núna. Allt eru þetta 12 þúsund kílóa kýr.“ Þetta er athyglisvert og setur óneitanlega spurningu um hvort í útivistarskyldu felist í raun nokkur dýravelferð ef það er svo að leiða til þess að slá verður af miklar mjólkurkýr vegna áverka á júgrum. „Þetta er nú krafan úr 101 Reykjavík,“ segir Sigurður. Yfirleitt er bent á ESB-regluverk þegar talað er um útivistarkröfuna í sambandi við dýravelferð. Ljóst er þó að á kúabúum í Þýskalandi, sem blaðamaður Bændablaðsins heimsótti, er mjólkurkúm aldrei hleypt lausum út á tún. Segist Sigurður hafa sömu reynslu. „Síðast þegar ég kom á bú í Þýskalandi þar sem voru 50 kýr voru einungis geldbeljur settar út og kvígur. Að mínu mati er allt í lagi að setja út nautgripi og geldar kýr. Kílógrömm í fljótandi formi Fyrir leikmenn getur verið ruglandi þegar ýmist er verið að tala um lítra og kílógrömm í mjólkurframleiðslu. Flestir hafa vanist því að vökvi sé mældur í lítrum en það er ákveðin skýring á því af hverju mjólkin frá kúnum er mæld í kílógrömmum. Ástæðan er sú að mjólk hefur ekki sömu eðlisþyngd og vatn vegna efnainnihalds og bændum er greitt í samræmi við fitu- og próteininnihald mjólkurinnar sem vigtað er í kg. Þess vegna skapaðist fljótt sú hefð að mæla mjólk eftir þyngd en ekki í lítratali. Einnig er öll fóðurgjöf og breytingar á henni í forritum reiknaðar út frá þeirri kílógrammatölu sem kýrnar eru að skila í mjólk. Þá gefa flestir ef ekki allir mjaltaþjónar upp mjólkurmagnið eftir vigt þótt þeir geti líka gefið upp lítrafjöldann. /HKr. Aukabúnaðarþing: Boðað 24. nóvember Fréttir Gert er ráð fyrir að hagvöxtur árið 2016 nemi 4,8%, einkaneysla aukist um 7,1%, fjárfesting um 21,7% og samneysla um 1,8%. Spáð er að hagvöxtur verði 4,4% árið 2017. Þá aukist einkaneysla um 5,7%, fjárfesting um 7,4% og samneysla um 0,9%. Neysla og fjárfesting standa að baki hagvexti áranna 2016 og 2017 og hafa verið í örum vexti frá 2014. Eftir 2017 er reiknað með að hagvöxtur verði á bilinu 2,6–3%. Spáð 4,8 % hagvexti Fimm stærstu búin með 5.369 tonna mjólkurframleiðslu á 12 mánuðum Mesta innlegg af mjólk frá einstökum búum á yfirstandandi ári samkvæmt upplýsingum hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) er ekki endilega í takti við mestu meðalnyt. Enda er þar um allra stærstu kúabúin að ræða. Fimm stærstu innleggjendurnir eru: 1. Kúabúið Flatey er með mest innlegg af mjólk. Það er í eigu Selbakka ehf., sem aftur er í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar Þinganess á Hornafirði, er með 189,5 árskýr. Þar er meðalnyt 6,546 kg. Búið er samkvæmt því að skila inn rúmlega 1.240 tonnum af mjólk á einu ári, en nýja fjósið er með framleiðslugetu upp á tvær milljónir lítra. 2. Hrafnagil í Eyjafirði er í öðru sæti það sem af er ári, en þar búa Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir með 158,4 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.261 á síðustu 12 mánuðum og búið var því að skila rúmlega 1.150 tonnum af mjólk á tólf mánaða tímabili. 3. Þverholtsbúið í Dölum er með langflestar árskýr, eða um 250. Það er í eigu Daða Einarssonar og fjölskyldu. Meðalnytin í sumar var 4.800 kg en skýrslur skortir með nýrri tölum samkvæmt gögnum RML. Áætluð framleiðsla á ári ætti miðað við þetta að vera í kringum 1.200 tonn á tólf mánuðum. 4. Birtingaholt 1 á Skeiðum er fjórði mesti innleggjarinn það sem af er ári. Þar búa Bogi Pétur Eiríksson og Svava Kristjánsdóttir með 118,7 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.269 á síðustu 12 mánuðum og heildarframleiðslan því tæplega 869 tonn. 5. Garður í Eyjafirði er í fimmta sæti það sem af er ári. Búið er rekið undir nafninu Grænigarður ehf. Þar búa bræðurnir Aðalsteinn og Garðar Hallgrímssynir ásamt fjölskyldum með 131,2 árskýr. Meðalnytin hjá þeim var 6.934 og heildarframleiðsla miðað við það á tólf mánuðum því tæplega 910 tonn. /HKr. Gróa Margrét Lárusdóttir og Sigurður Ólafsson á Brúsastöðum. Vika helguð hættu á sýklalyfjaónæmi Bændablaðið fékk senda mynd í vikunni sem sýnir matarbakka sjúklings á Landspítalanum. Það sem vakti athygli sjúklingsins er, eins og sést á myndinni, að smjörið sem fylgir rúgbrauðinu á þessu íslenska ríkissjúkrahúsi er innflutt frá Svíþjóð. Sjúklingar fá sænskt smjör

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.