Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Árið 2015 voru heildarlaun
fullvinnandi launamanna að
meðaltali 612 þúsund krónur á
mánuði en helmingur launamanna
hafði 535 þúsund krónur eða
meira.
Á heimasíðu Hagstofu Íslands
segir að munurinn skýrist af dreifingu
launa þar sem hæstu laun hækka
meðaltalið og kjarasamningar tryggja
ákveðin lágmarkskjör en kveða
ekki á um hámarkskjör. Fjórðungur
launamanna var með 433 þúsund
krónur eða minna í heildarlaun og
tíundi hver launamaður var með
lægri laun en 348 þúsund krónur
fyrir fullt starf. Þá voru rúmlega
7% fullvinnandi launamanna á
íslenskum vinnumarkaði með yfir
milljón á mánuði í heildarlaun.
Dreifing heildarlauna var ólík
eftir launþegahópum og var dreifing
launa minnst meðal starfsmanna
sveitarfélaga. Af launamönnum
sem starfa hjá ríkinu voru 23%
með heildarlaun yfir 800 þúsund
krónur á mánuði, 19% launamanna
á almennum vinnumarkaði og
5% launamanna sem starfa hjá
sveitarfélögum. Hins vegar voru
rúmlega 60% launamanna á
almennum vinnumarkaði með
heildarlaun undir 600 þúsund
krónum, 45% ríkisstarfsmanna og
85% starfsmanna sveitarfélaga.
Heildarlaun fullvinnandi
starfsmanna á almennum
vinnumarkaði voru að meðaltali 637
þúsund krónur á mánuði árið 2015
en heildarlaun opinberra starfsmanna
583 þúsund krónur. Þar af voru
heildarlaun ríkisstarfsmanna 681
þúsund krónur en 490 þúsund krónur
hjá starfsmönnum sveitarfélaga.
Heildarlaun stjórnenda
voru rúm milljón
Árið 2015 voru heildarlaun eftir
starfsstéttum að meðaltali á bilinu
438 þúsund krónur á mánuði hjá
þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki til
1.001 þúsund króna hjá stjórnendum.
Heildarlaun skrifstofufólks voru 466
þúsund krónur á mánuði, verkafólks
475 þúsund krónur, tækna og
sérmenntaðs starfsfólks 622 þúsund
krónur, iðnaðarmanna 635 þúsund
krónur og sérfræðinga 658 þúsund
krónur á mánuði.
Dreifing launa innan starfsstétta
var mismunandi. Þannig var dreifing
heildarlauna skrifstofufólks frekar
lítil en um 80% skrifstofufólks
var með heildarlaun á bilinu 338
þúsund krónur til 607 þúsund króna.
Heildarlaun stjórnenda voru á hinn
bóginn mjög dreifð en 80% þeirra
voru með laun á bilinu 546 þúsund
krónur til 1.644 þúsund króna.
Heildarlaun starfsstétta voru
mismunandi eftir því hvaða hluta
vinnumarkaðarins er horft til.
Þannig voru stjórnendur á almennum
vinnumarkaði að meðaltali með
heildarlaun 1.156 þúsund krónur á
mánuði fyrir fullt starf, stjórnendur
hjá ríki með 968 þúsund krónur en 722
þúsund krónur hjá sveitarfélögum.
Verkafólk var hins vegar með
477 þúsund króna heildarlaun á
almennum vinnumarkaði, 495
þúsund krónur hjá ríki og 424
þúsund krónur hjá sveitarfélögum.
Starfsmenn sveitarfélaga voru með
lægst heildarlaun óháð starfsstétt.
Heildarlaun lægst í
fræðslustarfsemi
Heildarlaun voru hæst í
atvinnugreininni fjármála- og
vátryggingastarfsemi eða 815
þúsund krónur að meðaltali á
mánuði, næst komu heildarlaun í
rafmagns-, gas- og hitaveitum 808
þúsund krónur. Lægstu heildarlaunin
voru í fræðslustarfsemi, 505 þúsund
krónur. Sé horft til dreifingar á
heildarlaunum þá var launamunur
mestur innan fjármálastarfsemi en
minnstur í fræðslustarfsemi.
Heildarlaun geta verið mjög
ólík hjá einstökum starfsstéttum
sé horft til atvinnugreina. Þannig
voru sérfræðingar með heildarlaun
á bilinu 540 þúsund krónur til
909 þúsund krónur á mánuði,
lægst í fræðslustarfsemi og hæst í
fjármálastarfsemi. Í heilbrigðis- og
félagsþjónustu voru heildarlaun
sérfræðinga 802 þúsund krónur og
898 þúsund krónur í rafmagns-, gas-
og hitaveitum.
Dreifing launa innan starfsstéttar
getur einnig verið mikil þó um sé
að ræða sömu atvinnugrein. Sem
dæmi má nefna þá var spönnin
milli neðsta tíundahluta og þess
efsta rúmlega 900 þúsund krónur
hjá sérfræðingum í heilbrigðis- og
félagsþjónustu en rúmlega 300
þúsund í fræðslustarfsemi. /VH
Fréttir
Kaup launamanna á Íslandi 2015:
Helmingur með yfir 535.000
krónur í laun á mánuði
Margt breytist með nýjum
búvörusamningum
– Starfsfólk Búnaðarstofu MAST vinnur að innleiðingu samninganna
Álag á starfsfólk Búnaðarstofu
Matvælastofnunar er mikið þessa
dagana. Stærsti kvótamarkaður
mjólkur í sögunni er nýlokið, sem
jafnframt var sá síðasti, og síðan er
vinna komin á fullt við innleiðingu
á nýjum búvörusamningum
sem taka gildi frá og með næstu
áramótum.
Alþingi tók sinn tíma í að
samþykkja lagabreytingar í
tengslum við búvörusamningana og
rammasamning ríkis og bænda eins
og kunnugt er og náðist það ekki fyrr
en í september sl. og fyrr var ekki
hægt að hefja innleiðingu þeirra hjá
Matvælastofnun.
Reglugerðir vegna
búvörusamninga
Vinna við smíði á reglugerðum
vegna samninganna er langt komin
í atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytinu samkvæmt heimildum
Bændablaðsins. Jón Baldur Lorange,
framkvæmdastjóri Búnaðarstofu
Matvælastofnunar, er í þriggja
manna vinnuhópi sem ráðuneytið
skipaði vegna reglugerðarsmíðinnar.
Bændablaðið ræddi við hann um
innleiðingu á búvörusamningunum
en Matvælastofnun er falið
veigamikið stjórnsýslu hlutverk
við umsýslu á stuðnings greiðslum
til bænda. Það verður á verksviði
Búnaðarstofu MAST. Jón Baldur
segir að nánari útfærslur á þeim
fjölmörgu ákvæðum sem nýir
búvörusamningar fela í sér komi fram
í reglugerðum sem atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið er með í
smíðum.
Skilyrði sett fyrir stuðningi við
landbúnaðinn
Aðspurður um nýjungar í
samningunum bendir Jón Baldur á
að skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum
í sauðfjár- og nautgriparækt sé
þátttaka í afurðaskýrsluhaldi og
fullnægjandi skil, að búrekstur sé
stundaður á lögbýli og að starfsemi
falli undir atvinnugreinanúmer 01 og
02 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu
Íslands. Í reglugerð verði nánari
skilgreining á afurðaskýrsluhaldi,
sem séu í samræmi við núverandi
kröfur um afurðaskýrsluhald sem
bændur þekkja.
Framleiðendur skulu vera með
afurðaskýrsluhald sitt skráð í þau
skýrsluhaldskerfi sem eru til staðar
í dag, þ.e.a.s. Fjárvísi í sauðfjárrækt,
HUPPU í nautgriparækt og Heiðrúnu
í geitfjárrækt. Þeir bændur sem eru
í nautakjötsframleiðslu eingöngu
þurfa einnig að standa skil á
afurðaskýrsluhaldi í HUPPU, sem
rétt er að vekja athygli á sérstaklega.
Jafnframt er skilyrði um fullnægjandi
skil á hjarðbók og heilsuskráningu,
og rétt framkvæmd á merkingum
sauðfjár, í samræmi við reglugerð
um merkingar búfjár nr. 916/2012
með síðari breytingum. Að síðustu er
skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum að
umráðamenn skili inn haustskýrslu
í Bústofni skv. 10. gr. laga nr.
38/2013 um búfjárhald. Þá geti hjón
og einstaklingar í óvígðri sambúð,
sem standa saman að búrekstri,
óskað eftir því við Matvælastofnun
að stuðningsgreiðslum sé skipt jafnt
á milli þeirra.
Fyrirkomulag stuðningsgreiðslna
breytist um áramót
Fyrirkomulag stuðningsgreiðslna,
t.d. í sauðfjárrækt, breytist um áramót
í samræmi við búvörusamningana.
Búnaðarstofa Matvælastofnunar
mun gera ársáætlun í febrúar um
heildargreiðslur allra framleiðenda,
sem eiga rétt á stuðningsgreiðslum
og miðast áætlunin við framleiðslu
fyrra árs, fjölda vetrarfóðraða kinda
á haustskýrslu í Bústofni, skráð
greiðslumark í ærgildum í upphafi
ársins og fjárlög ársins. Hjá nýliðum
verður eðlilega beitt annarri útfærslu.
Síðan mun heildarstuðningsgreiðslu
ársins vera skipt jafnt niður
innan ársins. Ársuppgjör verður
síðan gert í febrúar árið eftir í
samræmi við framleiðslu ársins
og annarra breytinga á forsendum
ársáætlunarinnar. Þegar uppgjör
liggur fyrir kemur í ljós hvort
stuðningsgreiðslur hafa verið of- eða
vanáætlaðar til framleiðenda.
Í ársáætlun fyrir sauðfjár-
bændur vegna ársins 2017 eru
inni beingreiðslur, gæðastýringar-
greiðslur, beingreiðslur í ull og loks
víðtækari svæðisbundinn stuðningur
en þekktist í fyrri búvörusamningum.
Nýjar stuðningsgreiðslur
Þá koma inn nýjar stuðnings-
greiðslur svo sem styrkir
vegna nautakjötsframleiðslu,
aðlögunarstyrkir vegna lífrænnar
framleiðslu, landgreiðslur,
nýliðunarstyrkir þvert á búgreinar,
stuðningur við geitfjárrækt,
gripagreiðslur í sauðfjárrækt (1.
janúar 2020), býlisstuðningur
(2018), heimild til að bæta tjón
vegna ágangs álfta og gæsa og loks
fjárfestingarstuðningur. Að síðustu
má nefna að umbreytingar eru gerðar
á greiðslumarkskerfinu í mjólk og
sauðfé sem hefur verið vel kynnt og
þar sem m.a. innlausnarkerfi ríkisins
tekur við um næstu áramót, þar sem
Búnaðarstofa Matvælastofnunar
mun annast innlausn.
Jón Baldur leggur áherslu á að
hér sé ekki um tæmandi upptalningu
að ræða á ákvæðum í nýjum
búvörusamningi og hvetur bændur til
að rifja upp samningana og síðan að
kynna sér drögin að reglugerðunum í
umsagnarferlinu þegar atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytið leggur þær
fram innan skamms tíma. /VH
Ný ríkisstjórn hafi loftslags-
málin að leiðarljósi
Baráttuhópurinn París 1,5
skoraði í síðustu viku á þá
stjórnmálaflokka sem standa að
myndun nýrrar ríkisstjórnar að
hafa loftslagsmálin að leiðarljósi
í stjórnarsáttmála við myndun
nýrrar ríkisstjórnar.
Baráttuhópurinn París 1,5 berst
fyrir því að Ísland geri sitt til að
stöðva hlýnun jarðar við 1,5°C. Í
áskoruninni segir m.a.:
„Það skiptir miklu máli að frá
núverandi kjörtímabili verði unnið
að því með öllum tiltækum ráðum
að stöðva hlýnun jarðar og þá
ógnvænlegu þróun sem blasir við
heimsbyggðinni ef ekkert verður að
gert. Tími aðgerða er núna – það má
ekki fresta þeim þangað til á næsta
kjörtímabil.
Eftirfarandi þættir eru mikilvægir
í stjórnarsáttmála komandi
ríkisstjórnar:
• Skýr stefna um hvernig
á að standa við markmið
Parísarsamkomulagsins.
• Tölu- og tímasett markmið
um minnkandi losun
gróðurhúsalofttegunda frá
samgöngum, iðnaði og öðrum
mengandi þáttum.
• Markmið um notkun skógræktar
og endurheimt votlendis sem
mótvægisaðgerðir.
• Stefnumótun varðandi notkun
hagrænna hvata til að minnka
losun.
• Uppbygging innviða fyrir
orkuskipti.
Stefna og markmið verðandi
stjórnarflokka þarf að vera skýr frá
upphafi, svo hægt sé að taka tillit til
hennar í allri annarri ákvarðanatöku
eins og t.d. hagsmunaaðila, stofnana,
fyrirtækja og einstaklinga. París 1,5
skorar einnig á stjórnvöld að stöðva
áform um olíuvinnslu í íslenskri
lögsögu til framtíðar.“
Starfsfólk Búnaðarstofu Matvælastofnunar á fundi um innleiðingu á nýjum búvörusamningum. Talið frá vinstri;
Bjarki Pjetursson, Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri, Ómar Jónsson og Ásdís
Kristinsdóttir. Mynd / HKr.
Hvatning til að flýta fengitíma
Sláturfélag Suðurlands hefur
birt sláturáætlun og verðhlutföll
fyrir kindakjöt vegna ársins 2017.
Upplýsingarnar eru settar fram
fyrr en áður hefur tíðkast.
Að sögn forsvarsmanna SS er
það gert til þess að bændur geti flýtt
fengitíma ef þeir telja sér hagstætt
að slátra fyrr en áður. Með því að
flýta slátrun og útvega þannig nýtt
dilkakjöt á markaðinn í byrjun
september geta bændur vænst allt að
20% hærra verðs fyrir sínar afurðir.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir
að sú breyting verði gerð að samfelld
slátrun hefst tveimur dögum fyrr en
áður og sláturtími í nóvember verði
styttur. Áætlað er að slátrun hefjist
6. september og að engir sláturdagar
verði þar á undan. Slátrun í október
er einnig aukin. Breytingar verða á
verðhlutföllum sem byggja á reynslu
þessa hausts og þau gilda aðeins um
innlegg sem eru innan gæðastýringar.
Svokölluð þjónustuslátrun verður
29. nóvember en hún er ætluð fyrir
það fé sem bændur flokka frá,
síðgotunga og eftirheimtur en ekki
fyrir almenna slátrun. Greitt verður
85% af lægsta verði haustsins fyrir
innlegg í þjónustuslátrun.
Verðið sjálft verður ákveðið þegar
nær dregur hausti líkt og tíðkast
hefur.
Úr sláturhúsi SS á Selfossi. Mynd / HKr.