Bændablaðið - 17.11.2016, Qupperneq 10

Bændablaðið - 17.11.2016, Qupperneq 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 Fréttir Eldsvoði varð í útihúsum bæjarins Fögruhlíðar á Héraði mánudaginn 14. nóvember síðastliðinn. Bærinn stendur vestan megin Jöklu við Hlíðarveg sem liggur yfir Hellisheiði til Vopnafjarðar. Ellefu kálfar köfnuðu í reyk, en kindurnar, sem eru á fimmta hundrað, sluppu þar sem allt sauðfé var úti á grænum túnum þegar fjárhúsin brunnu. Að auki brann gömul hlaða, en slökkvilið stóð vaktina fram á nótt til að forða því að eldglæður bærust í nálægar stæður af heyrúllum sem standa rétt hjá útihúsum. Tíðin aldrei betri Að sögn Viggós Más Eiríkssonar, bónda í Fögruhlíð, var það furðuleg tilviljun að fé var úti á grænum túnum, þegar eldurinn braust út. „Tíðarfarið hér hefur verið ótrúlega gott, í raun besta haust sem komið hefur hér, svo lengi sem elstu menn muna. Við eigum góða nágranna og vini sem hafa hjálpað okkur og erum búin að fá skjól hjá þeim fyrir féð. Við viljum koma þakklæti á framfæri til þeirra allra,“ sagði Viggó á þriðjudaginn síðastliðinn, en hann var þá í óða önn að ganga frá bárujárni og öðru lauslegu úr rústunum í gryfjur, áður en hvessa tæki á Norðausturlandinu. „Rúllurnar eru heilar og sáu slökkviliðsmenn um að halda þeim blautum á meðan neistaflugið gekk yfir þær þegar vindáttin breyttist,“ segir Viggó. Almennt ólag á eldvörnum Í viðtali við Ríkisútvarpið segir Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, að eldvarnir í landbúnaði séu ekki í lagi. Hann segir að gera þurfi átak á landinu öllu, enda séu 70–80 prósent af gripahúsum á landinu einangruð með frauðplasti, sem aldrei hefur verið leyft. Því sé það óskaplegt ef kviknar í slíkum húsum. Eldsupptök eru ókunn og rannsakar lögreglan tildrögin. /smh Eldvarnir í landbúnaði ekki í lagi að sögn slökkviliðsstjóra: Útihús brunnu og ellefu kálfar köfnuðu – Allar kindurnar í Fögruhlíð voru úti á grænum túnum Lögreglan hefur áhyggjur af eftirvögnum og landbúnaðartækjum: Vegfarendum ógnað vegna ólöglegs ljósabúnaðar – segir ástæðu til að minna menn á lögboðna ljósanotkun Í ljósi mikillar aukningar á umferð síðustu ára vegna fjölgunar ferðamanna hefur lögreglan áhyggjur af ljósanotkun á eftirvögnum og landbúnaðar- tækjum í umferðinni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að brögð séu að því að eftirvagnar og önnur landbúnaðartæki séu algerlega ljóslaus og skapa þar af leiðandi talsverða hættu í umferðinni. Þá ber sérstaklega að nefna heimasmíðaða heyvagna (gamla baggavagna). Einnig má nefna stóra rúlluflutningavagna sem eru komnir yfir 6 metra að lengd og þurfa þar af leiðandi hliðarljós. Til eru nokkur dæmi þess á starfssvæði lögreglustjórans á Suðurlandi að umferðaróhöpp hafi orðið vegna slælegrar ljósanotkunar á eftirvögnum dráttarvéla. Þá hefur lögregla einnig orðið vör við að bændur noti vinnuljós aftan á dráttarvélunum til að bæta úr ljósleysi á eftirvagni. Það getur skapað mikla hættu fyrir umferð sem kemur aftan að vélinni. Í umferðarlögum frá 1987 nr. 50 segir í 32. gr. „Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós vera tendruð“. Þá segir í sömu grein: „Ljós má eigi nota þannig að valdið geti öðrum glýju“. Umferð um þjóðvegi landsins hefur aukist verulega á síðustu árum og mikil fjöldi ökumanna eru erlendir ferðamenn með mismikla reynslu í umferðinni. Því er enn meiri ásæða til að minna menn á lögboðna ljósanotkun. Auðvelt er að nálgast ljósabúnað af ýmsum gerðum í verslunum. Lögreglan á Suðurlandi vill hvetja bændur og aðra þá sem eru með eftirvagna til að bæta úr þessu hið fyrsta. Bent er á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822, en þar er útlistað um áskilin og leyfð ljósker. Reiknað er með að sáð hafi verið yfir 400.000 hekturum af haustkorni í Noregi þetta haustið og er það nýtt met þar í landi. Árið 2016 mun lifa lengi í minnum kornbænda því það er eitt af bestu hveitiuppskeruárunum þar í landi. Þrír fjórðu hlutar af hveitinu er selt til manneldis og mun það brauð sem Norðmenn borða næsta árið innihalda allt að 75 prósent af norsku hveiti. Á þessu ári hafa gæði hveitisins verið mjög góð en kornið hefur tiltölulega hátt prótíninnihald. Um miðjan október voru reiknuð um 130 þúsund tonn af hveiti hjá öllum kornkaupendum í Noregi en um 74 prósent af því er nothæft til manneldis. Það sem skýrir að hluta þessi góðu hveitigæði á þessu ári er aukinn hluti vorhveitis og sérstaklega ný tegund þar í flokki sem nefnist Mirakel og er ræktuð í miklu magni. Mirakel er í fyrsta flokki og er sérstaklega gott í bakstur. Reiknað er með að kornuppskera í Noregi á þessu ári nái 1,2 milljónum tonna og er hún jöfn og góð yfir allt landið, það er að segja, ekkert eitt svæði sker sig sérstaklega úr varðandi gæði og magn. Út frá sölutölum hefur í haust verið sáð um 74 prósentum af hausthveiti, um 19 prósent af rúgi og um 7 prósent af rúghveiti. Enn er Ellvis vinsælasta hausthveititegundin í Noregi. /ehg Norskir bændur stefna á met í kornræktinni: Sá í yfir 400.000 hektara af haustkorni þetta árið Sterk staða krónunnar undanfarin misseri hefur skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Gengi krónunnar hefur styrkst um 12% síðan í október 2015 og um 18% ef litið er tvö ár aftur í tímann, til haustsins 2014. Þetta hefur þær afleiðingar að talsvert ódýrara er orðið fyrir verslanir og þjónustuaðila að flytja inn vörur. Gengið hefur styrkst Í frétt á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir að gengisstyrkingin virðist skila sér með misjöfnum hætti og dæmi eru um að innfluttar vörur hafi hækkað eða lækkað lítið í verði þrátt fyrir umtalsverða styrkingu krónunnar. Lækkun á virðisaukaskatts Auk gengisstyrkingar var almennur virðisaukaskattur lækkaður úr 25,5% í 24% í upphafi árs 2015 og vörugjöld afnumin m.a. af stórum heimilistækjum, sjónvörpum, bílavarahlutum og byggingavörum. Við upphaf árs 2016 voru svo tollar afnumdir af fötum og skóm. Verðlækkun ætti því að eiga sér stað á þessum mörkuðum af tvennum ástæðum, sökum sterkara gengis og afnámi gjalda. Vörugjöld afnumin Stór heimilistæki hafa lækkað um 17% síðan í október 2014 og má því gera ráð fyrir að þar hafi afnám vörugjalda haft áhrif, sömu sögu má segja um bílavarahluti og sjónvörp. Sé hins vegar litið á vöruflokkinn Viðhald efni sem inniheldur margs konar byggingarvörur kemur mjög á óvart að verð á þessum vörum hefur hækkað um 1,5% á síðustu tveimur árum. Þar voru vörugjöld afnumin í upphafi árs 2015 sem ætti eitt og sér að skila sér í lægra vöruverði líkt og hjá hinum vöruflokkunum, ásamt því sem 18% gengisstyrking ætti að hafa einhver áhrif. Verð á fötum og skóm hefur lækkað um 5,6% síðan í október 2015. Tollar af fötum og skóm voru afnumdir í upphafi árs 2016 en áætlað var að það afnám eitt og sér ætti að skila 7 til 8% verðlækkun á þessum vöruflokki auk áhrifa af sterkara gengi. Ljóst er að sú verðlækkun hefur ekki skilað sér til neytenda. Húsgögn og lítil heimilisraftæki hafa hækkað í verði á undanförnu ári um 2%. Ástæður þessa eru óljósar en þar sem hér er fyrst og fremst um innfluttar vörur að ræða mætti ætla að mikil gengisstyrking hefði átt að skila sér í lægra verði til neytenda. Neytendur eiga inni verðlækkun Niðurstaðan er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðlækkun á innfluttum vörum. /VH Jörðin Flaga í Svalbarðshreppi er til leigu Jörðin Flaga í Svalbarðshreppi Norðausturlandi er laus til ábúðar. Á jörðinni hefur verið stundaður sauðfjárbúskapur og hrossarækt, en jörðin býður upp á ýmsa möguleika. Ríflega 200 ærgildi fylgja jörðinni. Tún og ræktarlönd eru um 18 ha og ræktunarmöguleikar góðir. Leigutími er frá 1. Janúar 2017 en getur verið samkomu- lagsatriði. Eigandi jarðar er Svalbarðshreppur. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ráðgjafarmiðstöðvar Land- búnaðarins á Húsavík í síma 516 5036 og á netfanginu msj@rml.is. Útihúsin brenna í Fögruhlíð. Mynd / Ásgeir Páll Baldursson Ökumaður þessa bíls var án efa heppinn með að sleppa lifandi eftir að hafa mætt dráttarvél með illa búnum heimasmíðuðum heyvagni í umdæmi lögreglustjórands á Suðurlandi á síðasta ári. Bíllinn var hreinlega ristur upp eins og sardínudós. Mynd / Lögreglan á Suðurlandi Neytendamál: Sterk króna og afnám tolla skilar sér EKKI til neytenda

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.