Bændablaðið - 17.11.2016, Qupperneq 12

Bændablaðið - 17.11.2016, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016 Fréttir Aðsókn að Jarðböðunum í Mývatnssveit hefur slegið öll fyrri met nú í ár. Sumarið var verulega gott og þá hefur aðsókn í böðin aukist jafnt og þétt bæði að vori og hausti. Í burðarliðnum eru framkvæmdir á komandi ári til að bæta aðstöðu gestanna. Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna í Mývatnssveit, segir aðsókn á liðnu sumri hafa verið einstaklega góða. Á tímabilinu frá maí og fram til loka september, á 5 mánaða tímabili, komu um 158 þúsund gestir í Jarðböðin sem er ríflega 20% aukning frá því í fyrrasumar. „Það hafa aldrei komið fleiri gestir í Jarðböðin en síðastliðið sumar, það var metaðsókn hjá okkur og við erum auðvitað himinlifandi með það,“ segir hann. Jarðböðin hafa verið starfrækt í Mývatnssveit frá árinu 2004, eða í 12 ár. Nú í desember verður heilmikið um að vera í Jarðböðunum, dagskrá sem tengist jólum, en þar ber hæst hið árlega bað jólasveina sem verður sunnudaginn 11.desember. Sama dag verður handverks- markaður í Jarðböðunum „þannig að það verður mikið um að vera þennan dag og jafnan margt um manninn. Helgina á undan verður laufabrauðsgerð í Jarðböðunum þar sem gestum býðst að skera út laufabrauð og steikja. 85% gesta útlendingar Guðmundur segir að æ fleiri leggi leið sína í Jarðböðin og þau séu vel þekktur áfangastaður erlendra ferðamanna. Um 85% gesta eru útlendingar sem sækja sér upplifun með því að baða sig í náttúrulegri laug og virða fyrir sér útsýni yfir Mývatnssveit. „Gestir kunna vel að meta útsýnið og hafa gjarnan orð á því hversu einstakt það er.“ Hann segir aðsókn vera mesta yfir sumarið, þegar flestir eru á ferðinni, „en það er ánægjulegt að æ fleiri gestir eru einnig á ferðinni að vorlagi, í apríl og maí og eins á haustin, september og október. Þeir mánuðir eru orðnir virkilega góðir og hlutfallslega hefur aðsókn þá mánuði aukist meira en yfir sumarið. Það má því segja að einungis desember og janúar séu í rólegri kantinum,“ segir Guðmundur. Hann segir að þótt aðsókn sé mikil anni Jarðböðin miklum fjölda gesta og þeir dreifast yfir daginn og fram á kvöld, en opið er til miðnættis yfir sumarmánuðina og til kl. 22 á kvöldin að vetrinum. Endurbætur fyrirhugaðar á aðstöðu gesta Framkvæmdir hefjast innan tíðar við endurbætur á aðstöðu sem einkum miða að því að gera rýmra kringum gesti Jarðbaðanna. Nú eru um 430 búningsklefar í Jarðböðunum. „Við ætlum að stækka klefana, ekki fjölga þeim mikið en gera rýmra um gesti okkar,“ segir Guðmundur. F r a m k v æ m d i r við byggingu nýs húss við Jarðböðin hefjast næsta vor, „við eru að vinna að hugmyndum og skoða hver þörfin hugsanlega verður til framtíðar litið. Við höfum hug á að hefja jarðvegsframkvæmdir hér á svæðinu vorið 2017,“ segir hann. Í nýju húsi verður m.a. afgreiðsla, móttaka gesta, veitingastofa og búningsklefar. „Spár gera ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni áfram fjölga hér á landi og við ætlum að vera undir það búin að taka við auknum fjölda gesta hjá okkur.“ /MÞÞ Metaðsókn að Jarðböðunum í Mývatnssveit Árið 2015 mátu tæplega 8 af hverjum 10 íbúum á Íslandi heilsufar sitt sem gott eða mjög gott, eða 76%. Um 73% kvenna mátu heilsufar sitt sem gott en um 80% karla. Þetta er lægra en árið 2004 þegar lífskjararannsóknin var gerð í fyrsta sinn, en þá var hlutfallið 79% í heild, 75% hjá konum og 82% hjá körlum. Hæst fór hlutfall fólks við góða heilsu í 81% árið 2008, 79% meðal kvenna og rúmlega 82% meðal karla. Sé hins vegar litið einvörðungu á þann hóp sem segist búa við alvarlegar heilsufarslegar takmarkanir reynist hlutfallið meðal íslenskra kvenna annað hæsta í Evrópu og meðal karla það sjöunda hæsta. Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofu Íslands kveðst tæpur þriðjungur íbúa á Íslandi eiga við langvarandi veikindi að stríða árið 2015, 35% kvenna og 25% karla. Er þetta hærra hlutfall en árið 2004 þegar rúmlega fjórðungur, 27%, íbúa sagðist stríða við langvarandi veikindi, tæp 31% kvenna og tæp 23% karla. Lægst fór hlutfall langveikra í 18% árið 2007, 21% meðal kvenna og 15% meðal karla. Nýjustu samanburðartölur um heilsufar í Evrópu leiða í ljós að árið 2014 var hlutfall fólks við góða heilsu hátt á Íslandi. Hlutfall karla á Íslandi sem mátu heilsu sína góða eða mjög góða reyndist það sjötta hæsta í Evrópu en hlutfall heilsuhraustra kvenna það níunda hæsta. Langvinn heilsufarsvandamál voru ekki algeng á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd. Það sama á við um heilsufarsvandamál sem hamla fólki nokkuð eða alvarlega við daglegar athafnir. Þessar niðurstöður byggjast á lífskjararannsókn Hagstofunnar sem er hluti af samræmdri lífskjararannsókn Evrópska efnahagssvæðisins. /VH Heilbrigðismál: Heilsa Íslendinga góð í evrópskum samanburði Opið hús í nýju fjósi að Hvammi, Ölfusi laugardaginn, 19. nóvember frá kl. 13.00 til 16.30. Verið velkomin. Pétur og Charlotte. Opið hús Reiðkennari við Háskólann á Hólum Laust er til umsóknar fullt starf reiðkennara við Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Starfið felst aðallega í reiðkennslu nemenda og þjálfun á hestakosti skólans, Um framtíðarstarf er að ræða. Hæfni og menntunarkröfur Reiðkennaramenntun og reynsla af reiðkennslu, keppni og sýningum. Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og viðeigandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 5. desember 2016 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum jafnt karla og konur til að sækja um. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilsskrá og staðfestingu á menntun til Háskólans á Hólum á netfangið umsoknir@holar.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Ragnarsson deildarstjóri í síma 455 6300 eða Mette Mannseth í síma 898 8876. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um 85% gesta eru útlendingar sem sækja sér upplifun með því að baða sig í náttúrulegri laug og virða fyrir sér Spár gera ráð fyrir að erlendum ferða mönnum muni áfram fjölga hér á landi. Framkvæmdir við endurbætur og stækkun hefjast hjá Jarðböðunum í Mývatnssveit á næsta ári en þar á bæ vilja menn búa sig undir aukna aðsókn. Húnavatnshreppur og fjárlaganefnd: Auknu fjármagni verði veitt í viðhald vega Samgöngu- og fjarskiptamál, ferðaþjónusta, refa- og minka veiðar, sauðfjár veiki- varnar girðingar, dreifnám og heilbrigðis mál eru á meðal þeirra mála sem bar á góma á fundi fulltrúa Húnavatnshrepps og fjárlaganefndar Alþingis sem hittust á dögunum. Þessi mál eru ofarlega á baugi í hreppnum um þessar mundir. Þegar að samgöngumálum kemur gerir sveitarstjórn Húnavatnshrepps þá kröfu til stjórnvalda og þingmanna í fjárlaganefnd að brugðist verði við og auknu fjármagni veitt til viðhalds vega innan Húnavatnshrepps og á næstu árum verði stóraukin áhersla lögð á að leggja bundið slitlag á þá. Einnig telur sveitarstjórn nauðsynlegt að setja verulegt fjármagn í viðhald og uppbyggingu Kjalvegar enda sé ástand hans mjög slæmt. Jafnframt leggur sveitarstjórn mikla áherslu á að lagt verði bundið slitlag á Þingeyrarveg en um hann sé mikil umferð að sumri til, enda afar fjölsóttur sögu- og ferðamannastaður á Þingeyrum. Þá leggur sveitarstjórn þunga áherslu á að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin hafa verið um uppbyggingu Svínvetningabrautar. Komin að þolmörkum Hvað heilbrigðismál varðar þá leggur sveitarstjórn Húnavatnshrepps mikla áherslu á að þingmenn í fjárlaganefnd standi vörð um heilbrigðisþjónustu í Austur-Húnavatnssýslu og að grunnþjónusta verði tryggð. Fram kemur í gögnum sveitarstjórnar að Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi hafi búið við mikinn samdrátt síðastliðin ár. Starfsemi stofnunarinnar sé komin að þolmörkum og ef um frekari samdrátt verði að ræða muni það bitna verulega á þjónustu við íbúana. Áhersla er lögð á að staðinn verði vörður um heilbrigðisþjónustuna í héraðinu og að sú breyting sem gerð var með stofnun Heilbrigðisstofnunar Norðurlands leiði ekki til skertrar þjónustu fyrir íbúana né frekari fækkunar starfa. Störfum á svæðinu verði fjölgað „Traust og fjölbreytt atvinnulíf í þéttbýli og dreifbýli er grunnurinn að því að stöðva megi viðvarandi fólksfækkun á Norðurlandi vestra,“ segir í bókun sveitarstjórnar vegna fundarins og áréttað að ungt vel menntað fólk þurfi að eiga þess kost að fá störf við sitt hæfi í heimahéraði. „Gera verður þá kröfu til ríkisvaldsins að störfum á vegum ríkisins verði fjölgað á svæðinu, þá er löngu orðið tímabært að í Austur Húnavatnsýslu verði byggð upp starfsemi sem nýtir orku Blönduvirkjunar,“ segir í bókun sveitarstjórnar og jafnframt að tryggt verði að viljayfirlýsingu sem samþykkt var á Alþingi í október 2013 og varðar atvinnuuppbyggingu í Austur-Húnavatnssýslu verði framfylgt. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.