Bændablaðið - 17.11.2016, Síða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Sala og ráðgjöf
Sími 540 1100
www.lifland.is Reykjavík
Lyngháls
Akureyri
Óseyri
Borgarnes
Borgarbraut
Blönduós
Efstubraut
Hvolsvöllur
Stórólfsvöllur
Bætiefni sem mæta þörfum íslensks búfjár
Lactation kurl 25 kg Verð: 4.352 kr.
Fínt möluð og lystug steinefnablanda fyrir mjólkurkýr
Lactation kögglar 25 kg Verð: 6.640 kr.
Köggluð og lystug steinefnablanda fyrir mjólkurkýr
Biggi-141 steinefnablanda 25 kg Verð: 5.109 kr.
Steinefnablanda fyrir nautgripi og kindur
Himag fata 20 kg Verð: 5.520 kr.
Magnesíumfata fyrir kýr og kindur auðug af steinefnum
og vítamínum
Kúafata 20 kg Verð: 5.520 kr.
Bætiefnafata fyrir mjólkurkýr með hátt kalsíuminnihald
Geldstöðufata 20 kg Verð: 5.946 kr.
Bætiefnafata sem mætir steinefna- og vítamínþörfum
kúa á geldstöðu
Kúasteinn 10 kg Verð: 808 kr.
Steinefnabættur saltsteinn fyrir jórturdýr
Alhliðasteinn 2 kg / 10 kg Verð: 316 / 750 kr.
Saltsteinn fyrir allan búfénað
FW vítamínsteinn 10 kg Verð: 1.498 kr.
Vítamínbættur steinefnasteinn sem hentar
sérstaklega vel fyrir sauðfé
ADE60-Se 5 ltr. Verð: 6.740 kr.
ADE60-Se 20 ltr. Verð: 28.490 kr.
úða á heyin eða blanda í drykkjarvatn
Öll verð eru með vsk.
Leiðandi framleiðandi í gólfum fyrir gripahús
naut - svín - hross - sauðfé
FORTÍÐ NÚTÍÐ FRAMTÍÐ
Hefðbundnir gólfbitar Rastaðir gólfbitar Velferðargólf - gúmmi og steinsteypa
G. Skaptason, Starengi 13, 800 Selfoss. Sími 481 1020 gsm 893 4334, netfang: gskapta@internet.is
Sala og ráðgjöf Norðurland: Benedikt Hjaltason, Akureyri. Sími 894 6946, netfang: bigben@simnet.is
AB Andersbeton www.andersbeton.com (VDV benton)
MENNING&LISTIR
Barátta við
óblíða náttúru
Út er komin hjá Veröld bókin
Hrakningar á heiðavegum eftir
þá Pálma Hannesson og Jón
Eyþórsson.
Hið rómaða stórvirki Hrakningar
og heiðavegir eftir þá Pálma
Hannesson og Jón Eyþórsson er
fyrir löngu orðið sígilt verk um
öræfi Íslands og ótrúlega baráttu
landsmanna við óblíða náttúru.
Bækurnar hafa verið ófáanlegar um
langt árabil en nú hefur verið safnað
saman úrvali af hrakningasögum úr
verkinu.
Hér er að finna magnaðar
frásagnir af hrakningum manna
víðs vegar á landinu og frá ýmsum
tímum. Í sumum tilfellum eru þetta
sögur af hreystimennum, oftar þó af
venjulegu fólki – körlum og konum –
sem þurfti að takast á við vægðarlaus
náttúruöflin fjarri mannabyggð.
Grípandi og átakanlegar frásagnir
sem kalla fram ískaldan spennuhroll,
undrun og aðdáun.
Ferð um framandi
samfélög
Út er komin hjá Veröld bókin
Hulduþjóðir Evrópu eftir Þorleif
Friðriksson.
Evrópa er samfélag fjölda þjóða
sem margar hverjar búa í sambýli
við stærri og voldugri þjóðir. Sumar
af þessum þjóðum þekkja flestir, t.d.
Sama. Færri vita um tilvist margra
þeirra, eins og t.d. Rútena, Husula
og Bojka. Í gegnum aldirnar hafa
landamæri færst til á meðan þessar
þjóðir hafa lifað áfram, oft í skugga
fjandsamlegra yfirvalda eins og
óhreinu börnin hennar Evu.
Hér er lesendum boðið í heillandi
ferðalag um Evrópu þar sem hátt í
fjörutíu hulduþjóðir eru heimsóttar
og fjallað á aðgengilegan og lifandi
hátt um sögu þeirra, sem oft og
tíðum er allt að því reyfarakennd,
og menningu sem stundum er
gjörólík því sem ríkir í viðkomandi
löndum. Yfir og allt um kring er svo
átakamikil saga Evrópu.
Þorleifur Friðriksson er doktor í
sagnfræði og eftir hann liggja ýmis
rit, m.a. saga Verkmannafélagsins
Dagsbrúnar. Þorleifur hefur í áraraðir
ferðast um slóðir hulduþjóða í
Evrópu og kynnst menningu þeirra
og sögu.