Bændablaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Þegar ný rannsóknarstofa Matís
var tekin í notkun í maí 2014 má
segja að endapunktur hafi verið
settur fyrir aftan nokkuð langt
aðlögunartímabil Íslands að því
að framfylgja reglugerðum um
matvælaöryggi og neytendavernd
sem það skuldbindur sig til
með aðild að samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið (EES).
Uppsetning á rannsóknarstofunni
var einmitt hluti af verkefninu
Örugg matvæli, sem átti að stuðla
að matvælaöryggi í þágu neytenda
og framleiðenda og miðaði,
að sögn Sveins Margeirssonar,
forstjóra Matís, að uppbyggingu
á tækjabúnaði og þekkingar
innan fyrirtækisins til þess meðal
annars að geta sinnt lögbundnum
efnagreiningum í matvælum.
Á undanförnum misserum
hafa komið fram upplýsingar sem
benda til þess að meira geti leynst
af óæskilegum efnum og örverum í
matvælum en áður var talið; til að
mynda sýklalyf, sýklalyfjaónæmar
bakteríur og margvísleg svokölluð
varnarefni sem notuð eru við
ávaxta- og grænmetisframleiðslu.
Því er ástæða til að athuga hversu
vel Ísland er nú í stakk búið til að
ná utan um allan þann aragrúa efna
sem notuð eru í matvælaframleiðslu
í heiminum í dag.
Matís vel í stakk búið
„Verkefnið Örugg matvæli gekk
mjög vel og upphafleg markmið
náðust. Matís er vel í stakk búið í
dag að þjónusta eftirlit og almennan
markað með mælingar á til dæmis
varnarefnum. Matís vinnur áfram
að frekari uppbyggingu á sömu
sviðum til að bæta enn þekkingu
og getu til mælinga, meðal annars
á varnarefnum, þörungaeitri
og fjölhringa arómatískum
vetniskolefnum (PAH-efni),“ segir
Sveinn.
Áður en tækjabúnaður Matís var
tekinn í notkun gátu Íslendingar
sjálfir einungis mælt rúmlega 60
varnarefni, af þeim 190 sem skylt
var að mæla samkvæmt EES-
samningnum. Ísland var þess vegna á
undanþágu frá almennu reglunni, sem
að auki krafðist getu um að hægt væri
að mæla alls 300 varnarefni. Með
nýjum búnaði var hægt að uppfylla
það, en vitað er að varnarefni í
notkun eru mun fleiri. „Tækjalega er
Matís fært um að mæla stærsta hluta
þeirra varnarefna sem er í notkun í
dag og við teljum okkur vel fær að
hefja þær mælingar ef reglugerðir
breytast. Varnarefnum sem þarf að
fylgjast með er sífellt að fjölga sem
þýðir að stöðugt þarf að þróa aðferðir
og mæligetu rannsóknarstofa um
allan heim. Nauðsynlegt er að gæta
allra gæða- og öryggisþátta til að
tryggja að mælingar gefi réttar og
áreiðanlegar niðurstöður og því
tekur tíma að bæta fleiri efnum inn í
mæliaðferðina. Matís er stöðugt að
vinna að því að auka mæligetuna og
stefnir að því að vera fullkomlega
samanburðarhæft við alþjóðlegar
rannsóknarstofnanir,“ segir Sveinn.
Flókið ferli að þróa mæliaðferðir
„Uppsetning á tækjabúnaði á
rannsóknarstofu Matís gekk vel
sem og þjálfun sérfræðinga Matís
í notkun þeirra,“ segir Sveinn.
„Það er töluvert flókið ferli að
þróa mæliaðferðir sem uppfylla
alþjóðlegar kröfur um gæðaeftirlit
og rekjanleika. Ferli við að þjálfa
starfsfólk hefur gengið vel en
þörfin til að viðhalda þekkingu
og endurþjálfun er stöðug. Starfið
í kringum verkefnið Örugg
matvæli hefur gert okkur kleift að
komast inn í alþjóðlegt tengslanet
rannsóknarstofa. Það hefur líka
hjálpað til að Matís hefur verið
útnefnt tilvísunarrannsóknarstofa í
14 mismunandi aðferðum mælinga
hér á landi.
Það er gríðarlega mikilvægt að
vera í þessu alþjóðlega starfi til
að viðhalda stöðugri endurþjálfun
starfsfólks ásamt því að geta fylgst
með örum framförum á sviði
mælinga á óæskilegum efnum og
örverum í matvælum og umhverfi.“
Matís er þjónustuaðili
Matvælastofnunar
Matvælastofnun (MAST) var
samstarfsaðili Matís í verkefninu
um Örugg matvæli. „Matís þjónustar
MAST við mælingar á varnarefnum,
meðal annars í ávöxtum, grænmeti
og korni. MAST setur saman árlega
sýnatökuáætlun og sér um sýnatökur
ásamt heilbrigðiseftirlitunum. Þegar
sýnin koma til Matís þá fylgja
sérfræðingar Matís stöðluðum
verkferlum og nýta sér alþjóðlega
viðurkennda aðferð við mælingar
á varnarefnum sem ber nafnið
QuEChERS. Eftir útdrátt eru
varnarefnin svo mæld með bæði
gasgreini og vökvagreini sem báðir
eru tengdir tvöföldum massagreini.
Fjöldi opinberra eftirlitssýna markast
af sýnatökuáætlun MAST,“ segir
Sveinn.
Að sögn Sveins er þjónusta
einnig í boði fyrir einkaaðila, sem
nýtist meðal annars til innra eftirlits.
„Ástæða mælinga einkaaðila geta
verið margs konar. Til dæmis vilja
innflutningsaðilar tryggja gæði
matvara og fylgjast með sínum
birgjum, til dæmis hvort erlendir
birgjar fylgi íslenskum reglugerðum
varðandi notkun varnarefna. Eins
geta innlendir aðilar notað þjónustu
Matís til að tryggja gæði sinnar
framleiðslu og/eða fylgjast með réttri
notkun varnarefna og tryggja rétta
verkferla í framleiðslunni.“
Hægt að mæla bakteríur
en ekki sýklalyf
„Matís er tilvísunarrannsóknarstofa
í sjö mismunandi örverumælingum
– ásamt því að vera faggild – og
mælir því magn örvera í matvælum
og umhverfissýnum, svo sem
Uppbygging hjá Matís til að stuðla að matvælaöryggi:
Fær um að mæla flest
nema sýklalyfjaleifar
– ekki er enn fylgst með sýklalyfjaleifum í innfluttum kjötvörum
Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. Mynd / smh
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300