Bændablaðið - 17.11.2016, Page 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
og karlarnir. Hálsinn er langur og
á honum stór rauður húðsepi sem
karlfuglinn blæs út í tilhugadansinum
til að sýna mátt sinn og megin.
Kalkúnar hafa þrjár tær og einn
spora sem á karlfuglum geta verið
rúmir þrír sentímetrar að lengd og
er þeim beitt óspart þegar fuglarnir
berjast um yfirráðasvæði og hylli
kvenfugla.
Mökun villtra kalkúna á sér
stað snemma á vorin og gera
kvenfuglarnir sér hreiður í grunnum
dældum inni á milli runna eða
í háu grasi. Eftir mökun verpir
kvenfuglinn 8 til 15 eggjum sem hún
liggur á í 25 til 31 sólarhring áður
en ungarnir klekjast út. Ungarnir
eru komnir á stjá og farnir að afla
sér fæðu sólarhring eftir klak en
eru í hreiðrinu hjá kvenfuglinum á
nóttunni fyrsta hálfa mánuðinn þar
sem móðirin ver þá fyrir rándýrum.
Ungarnir halda sig í nálægð við
kvenfuglinn fyrstu tíu mánuðina,
eða þar til þeir verða kynþroska.
Nánast eingöngu kvenfuglar fara
í áframeldi eftir klak á kalkúnabúum
og er þeim yfirleitt slátrað þegar þeir
hafa náð fjórum til tólf kílóum að
þyngd.
Kalkúnar eiga það til að hegða
sér eins og gaukar og verpa í hreiður
annarra kalkúna og fugla af öðrum
tegundum.
Fuglinn frá Kalkútta
Á ensku kallast kalkúnar turkey
og er ein af skýringunum sú að
fyrstu kalkúnarnir hafi borist til
Englands með kaupskipum frá Mið-
Austurlöndum og Tyrklandi. Heiti
kalkúna á ýmsum tungum tengja
fuglana við Indland. Á arabísku
kallast þeir diiq hindi sem þýðir
grillaður fugl frá Indlandi og á
frönsku segja menn dinde, eða frá
Indlandi. Svipaða sögu er að segja
um rússnesku og pólsku, indjushka
og indyk, orð sem bæði benda til
indversks uppruna.
Íslenska heitið kalkúnn kemur úr
dönsku, kalkun. Danska heitið vísar
til þess að menn hafi talið að fuglinn
væri upprunninn í Austurlöndum
og stendur fyrir fugl frá Kalkútta
á Indlandi.
Nytjar og saga
Í dag eru kalkúnar aðallega nýttir
vegna kjötsins og á borðum við
hátíðleg tækifæri. Fornleifar sýna
að indíánar Norður-Ameríku nýttu
kalkúnafjaðrir í hátíðarklæði,
höfuðföt og teppi og að þeir skáru
út myndir af þeim á tótemsúlur að
minnsta kosti 800 árum fyrir upphaf
okkar tímatals. Telja má víst að þeir
hafi veitt villta kalkúna sér til matar
langt aftur í aldir.
Talið er að kalkúnar hafi fyrst
verið aldir af indíánum í suðvestur
hluta Bandaríkjanna og af Mayum og
Astekum í Suður-Ameríku. Astekar
tengdu kalkúninn við guðinn og
sprelligosann Teskatlipoka vegna
þess að þeim þótti hegðun fuglanna
skopleg.
Fyrstu kalkúnarnir bárust til
Evrópu með Spánverjum og frá
þeim urðu til ólík ræktunarkyn
eins og Svarti Spánverji og Royal
Palm. Í dag er Beltville Small White
vinsælt kyn í ræktun. Fjaðrir flestra
alikalkúnakynja í dag eru hvítar.
Kalkúnninn barst til Danmerkur
um miðja fimmtándu öld og var
fljótlega eftirsótt fæða danska
háaðalsins. Frá Danmörku breiddust
kalkúnar svo út til Svíþjóðar og
Noregs.
Englendingurinn William
Stricland er talinn hafa flutt fyrstu
kalkúnana til Bretlandseyja snemma
á sextándu öld. Í skjaldarmerki
fjölskyldu hans er kalkúnn og er
það ein elsta heimild um kalkúna
þar í landi.
Í bresku skjali frá 1584 er greint
frá því að flytja eigi kalkúna af
báðum kynjum vestur um haf til
nýja heimsins og bendir það til að
menn hafi talið kalkúna upprunna
í Austurlöndum. Eldi á kalkúnum
Sláturfélag Suðurlands svf. • www.ss.is • Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík • Simi 575 6000
Nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum um allt land og á skrifstofu SS
SS - Fossháls
Búvörudeild
Sími: 575-6000
SS - Selfossi
Afgreiðsla
Sími: 575-6000
Suðurland
Bergur Pálsson
Sími: 894-0491
Suðurland
Ingi Már Björnsson
Sími: 894-9422
Borgarfjörður
Sigfús Helgi Guðjónsson
Sími: 892-9757
Snæfellsnes
Brynjar Hildibrandsson
Sími: 893-1582
Dalasýsla
Unnsteinn Hermannsson
Sími: 864-1416
Reykhólar
Hafliði Viðar Ólafsson
Sími: 892-5022
Flateyri
Ásvaldur Magnússon
Sími: 868-8456
Strandasýsla
Sigrún Magnúsdóttir
Sími: 893-9964
Húnavatnssýslur
Pétur Daníelsson
Sími: 891-8626
Skagafjörður, Eyjafjörður og
Þingeyjarsýsla
Þorgils Sævarsson
Sími: 860-9898
N-Austurland
Eyþór Margeirsson
Sími: 893-1277
Austurland
Helgi Rúnar Elísson
Sími: 860-2729
Höfn
Bjarni Hákonarson
Sími: 894-0666
Vitfoss
Vitlick Soft Sheep - Bætiefnafata
• Steinefna- og snefilefnaríkt og hentugt með
vetrarfóðrun
• Inniheldur A-vítamín, D-vítamín og E-vítamí
• Án kopars
• Hátt seleninnihald
• Inniheldur hvítlauk
- 15 kg fata
Salto får - Saltsteinn fyrir sauðfé
• Inniheldur stein- og snefilefni
• Án kopars
• Inniheldur selen
• Inniheldur náttúrulegt bergsalt
• Má notast við lífræna ræktun
-10 kg steinn
n
Ærblanda SS - Óerfðabreytt kjarnfóður
framleitt af DLG fyrir íslenska sauðféð
• Orkurík kjarnfóðurblanda með 17,2% hrápróteini
• Inniheldur fjölbreytt hráefni með góðan lystugleika
• Inniheldur tormelt prótein fyrir hámarks ullarvöxt
• Gott jafnvægi í steinefnum og snefilefnum
• Rík af kalsíum, fosfór og magnesíum
- 15 kg pokar / 750 kg sekkir
Gott fengieldi er grunnur að góðri frjósemi
Fóður og bætiefni fyrir sauðfé
- Framhald á næstu síðu