Bændablaðið - 17.11.2016, Síða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 17. nóvember 2016
Að kvöldi miðvikudagsins 4.
maí 2016, var ökumaður á
dráttarvélinni ZZ-737 stöðvaður
af lögreglu við eftirlit er hann
dró óskráðan og óhemlaðan
eftirvagn er vó 11.650 kg. Var
hann 1.553,3% umfram leyfilega
heildarþyngd eftirvagnsins í akstri
austur Suðurlandveg við Birtu í
Flóahreppi.
Við fyrirtöku málsins þann 13.
október sl. mætti ákærði ásamt
lögfræðingi ,
sem skipaður
var verjandi
ákærða að hans
ósk. Ákærði
v iðu rkennd i
skýlaust að hafa
gerst sekur um
þá háttsemi sem
honum er gefin
að sök í ákæru.
Þriðju daginn
1. nóvember
2016 var dæmt
í málinu í
Héraðs dómi Suður lands og hljóðar
dómurinn eftirfarandi samkvæmt
vefmiðlinum www.domstolar.is.
Ákærði var fundinn sekur um
umferðarlagabrot, með því að hafa
ekið með óskráðan og óhemlaðan
eftirvagn, með 11.650 kg yfirþunga.
Refsing ákærða var hæfilega ákveðin
800.000 kr. sekt í ríkissjóð.
Þess má geta að fyrir tveim árum
var þessi sami aftanívagn tekinn út
af starfsmanni Vinnueftirlits ásamt
öðrum búnaði á búinu. Voru engar
athugasemdir gerðar við vagninn
þótt hann væri ekki á númerum og
þar með ekki skráður fyrir þyngri
farm en 750 kg.
Lögin virðast nokkuð skýr
Er þetta brotalöm á umferðarreglum
eða reglum um skráningu
tengivagna? Ekki er hægt annað
en að viðurkenna að ég hafi orðið
hissa. Eftir að hafa hraðlesið yfir
lög og reglur um kerrur og vagna
í umferðarlögum sýnist mér lögin
vera það skýr, að vagn eða kerra
sem er óskráð megi aldrei hlaða
meira en 750 kg. Sennilega eru
ekki margir sem hefðu trúað þessu,
en lögin virðast vera nokkuð
auðskilin við lestur. Samkvæmt
ofangreindu máli þar sem refsing
var 800.000 verður það að teljast
væg refsing, en hámarksrefsing
er nálægt 15.000.000, meira en
verðmat dráttarvélarinnar og vagns
í ofangreindu máli.
Skrásetja ætti rúlluvagna og
haugsugur
Þarf að skrá rúlluvagna og
haugsugur? Svar mitt er JÁ, eftir
lestur reglna og dóminn hér að ofan,
en eflaust er
þetta álitamál
sem endalaust
verða misjafnar
skoðanir um.
Margir hafa
smíðað sína
eigin flatvagna
til að flytja
sínar heyrúllur.
Þrátt fyrir
oft og tíðum
mikið snilldar
h a n d v e r k
hefur mér oft
fundist vanta betri ljósabúnað og
bremsur á þessa heimasmíðuðu
vagna. Síðan eru það haugsugurnar
sem oft er ekið með á bilinu 3.000
til 20.000 lítra af vökva. Bæði
haugsugur og flatvagnar eru oftast
án númeraplötu og verð ég að
kasta fram þeirri spurningu, hvar
er kerfið að klikka?
Ef farið væri eftir gildandi
lögum og reglum myndi örugglega
einhver skammast út í bændur ef
upp kæmi eldsvoði svipaður og var
í Borgarfirði fyrir nokkrum árum.
Þar áttu haugsugur fulllestaðar af
vatni stærstan þátt í að ekki fór verr.
Ef þeir bjargvættir sem þar notuðu
haugsugur sínar hefðu neitað því að
koma með haugsugur sínar vegna
þess að þeir hefðu ekki mátt setja
meira í haugsugurnar en 750 lítra,
hefði skaðinn eflaust orðið töluvert
meiri. Er ekki spurning um að
endurskoða aðeins regluverkið?
Rétt er kannski að benda
bændum á að skoða vel skráningu
aftanívagna sinna og fá staðfesta
úttekt eftirlits svo menn eigi ekki
mögulega hættu á að fá sekt upp á
15 milljónir króna.
Hvað má og hvað má ekki á þjóðvegum landsins:
Dómsmál vekur spurningar um
þörf á endurskoðun laga
ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI
Vegna mistaka í síðasta Bænda-
blaði fór nýja krossgátan sem þar
átti að birtast aldrei inn á síðu.
Heldur var tvítekin lausnin á
krossgátunni þar á undan.
Áhugasamir lesendur höfðu
eðlilega samband við ritstjórn og
þótti þetta ekki sérlega góð latína.
Fólk var búið að koma sér huggulega
fyrir með Bændablaðið í hönd og
tilbúið að leysa krossgátuna góðu,
en greip þá í útfyllta gátu í tvíriti.
Til að reyna að bæta fyrir þessar
misgjörðir eru að þessu sinni birtar
tvær krossgátur. Um leið er beðist
innilegrar afsökunar á mistökunum
með von um að lesendur geti
fundið hjá sér hvöt til að fyrirgefa
glappaskotið.
Með kærri kveðju,
Hörður Kristjánsson ritstjóri.
TÆPLEGA VARKÁRNI UMFRAM FUGLA-HLJÓÐ FUGL YFIRRÁÐ SVALL
KJAFTFOR
FLOKKA
MÓTA
PYNGJUR
GRÖM
HOLU-
FISKUR
SNÁÐA
HARLA ELDUR
EFNI
BERIST TIL
SKÍTUR UMHYGGJA
ÁTTÖRVA
INNMATUR
KRYDD
SKATTUR
DRAUP
FUGL
ÁMÆLA
RUNNI ÓNEFNDURGANGA
LJÁ
MÆTTU
SNYRTI-
LEGUR
MUNDA
OFNEYSLA
TAK
AF-
KLÆÐIST
SKJÓL-
LAUS
YNDIS
FROST-
SKEMMD
TVÍSTÍGA
ÓSKÖP
ÁN
ÁGENGUR
ÁÞEKKUR RÆÐA LEYNILEGA
GJALD-
MIÐILL
KÆNU
LAUT
BENDA Á
ANGAN
HANDA
SÓÐA
ALDUR
EIN-
SÖNGURHRAÐAÐ
INNYFLI
TVEIR
TVEIR EINS
FRÁ
LOKAÐUR
RISPAN
JAFNT
REIKA
KÁSSAHÓTA
TVEIR
EINS
49
liklegur@internet.is
Hjörtur L. Jónsson
KROSSGÁTA Bændablaðsins
ÆSIR ÞJÁLFUN TERTA LÆRIR SVARI YNDIS HUGUR
MEINLAUS
HEGNA
FJALLSNÖF
TILRÆÐI
VÆTA
FAG
SKÍNA
KÚNST
KVEIF
RÓMVERSK
TALA
HÆÐ
TVEIR EINS
ÁTT
GETSPAKUR
VÖRU-
MERKIARGUR
LEIFAR
SAMSULL
MAUKIÐ
SLÉTTA
REYKJA
FÖST
STÆRÐ
ÍÞRÓTT
BLUNDA STRITREIÐUR
HRÆÐA
MARGVÍS-
LEGAR
BLÁSA
FLÝTIR
TALA
STARFA
SKYNFÆRA
GAGN
ÆVINLEGA
Í RÖÐ
MÁNUÐUR
VÖRU-
FLUTNINGUR
ESPAST
ÁKÆRA
SÁÐJÖRÐÓHREINKA
ÞAKBRÚN
ÁVÖXTUR
FÉLAGI
TÆRA
RAGN
SAMTÖK
LYKT
MARR
SIÐA
GRENNA
EINKENNI
UPP-
HRÓPUN
SVÖRÐ KRINGUMÓVARÐARI
ÞJÁLFA
NIÐURLAG TANN-STÆÐI
FRUMEIND
HÖGG
TVEIR
50
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Næsta blað kemur út 1. desember
Sautján rúllur á óskráðum vagni, hvað
ætli sektardómsorð sé við því?
Umsóknir um styrki úr
Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins
frá Bændasamtökum Íslands:
Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr.
70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofn-
verndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu
lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsókna-
verkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verð-
mætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfða-
fjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og
útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár
hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2016.
Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum.
Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. desember 2016 og skal
umsóknum skilað til:
Fagráð í hrossarækt, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík.
Fagráð í hrossarækt.