Bændablaðið - 23.02.2017, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 23.02.2017, Blaðsíða 1
Íslenskir bændur í sóknarhug – framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 2,2% milli ára: Nær 31 þúsund tonn af kjöti voru framleidd á síðasta ári – Framleiðslan jókst um 3,3% og kjötsala frá afurðastöðvum jókst um 6% milli ára Samkvæmt tölum Búnaðarstofu MAST jókst heildarframleiðsla á kjöti á Íslandi um nær þúsund tonn frá 2015 til 2016, eða úr tæp- lega 29.870 tonnum í 30. 847 tonn. Það er 3,3% framleiðsluaukning frá árinu 2015. Sala á kjöti frá afurðastöðvum jókst hins vegar meira, eða um 1.500 tonn, sem gerir 6% aukningu milli ára. Hún var rúmlega 25.170 tonn árið 2015 en fór í 26.675 tonn á síðasta ári. Mest aukning í nautgripakjöti Langmest aukning var í framleiðslu á nautgripakjöti á síðasta ári eða um 21,7%. Var heildar nautakjötsfram- leiðslan rétt tæplega 4.387 tonn á móti tæplega 3.074 tonnum árið áður. Salan frá afurðastöðvum var nokkurn veginn í takt við fram- leiðsluaukninguna. Aukin framleiðsla og sala á kindakjöti Mest var framleitt af kindakjöti, þ.e. lambakjöti og af fullorðnu fé, eða samtals rúmlega 10.375 tonn. Er það 1,9% aukning á milli ára. Sala á kindakjöti frá afurðastöðv- um á innanlandsmarkaði jókst um 4,3% frá árinu 2016 og var tæplega 6.742 tonn. Aukning í alifuglakjöti Í öðru sæti er alifuglakjöt, en af því voru framleidd rúmlega 9.014 tonn á síðasta ári sem er 8,2% aukning frá árinu 2015. Sala á alifuglakjöti frá afurðastöðvum jókst enn meira, eða um 8,8%, þannig að gengið var á birgðir. Samdráttur í svínakjöti Í þriðja sæti er svo svínakjötsfram- leiðslan. Af því voru framleidd tæplega 6.089 tonn. Vekur athygli að töluverður samdráttur var í svínakjötsframleiðslunni á milli ára eða sem nam 717 tonnum. eða um -10,5%. Þá varð um 3,6% samdráttur í sölu á svínakjöti frá afurðastöðv- um á milli ára. Skýrist samdrátturinn trúlega af samkeppni við stóraukinn innflutning á svínakjöti eins og sjá má í umfjöllun á bls. 15. Aukin hrossakjötsframleiðsla Aukning var í framleiðslu á hrossa- kjöti á síðasta ári eftir 20,9% samdrátt á árinu 2015. Þannig jókst framleiðsla á hrossakjöti úr tæplega 946 tonnum í rúmlega 982 tonn, eða um 3,8%. Sala á hrossakjöti frá afurðastöðvum jókst enn meira, eða um 8,8%. Virðist því vera að skapast aukin eftirspurn eftir hrossakjöti á innanlandsmarkaði. Framleiðsluvirði jókst um 2,2% Áætlað heildarframleiðsluvirði land- búnaðarins jókst um 2,2% á árinu 2016 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Var framleiðsluvirðið 65,9 milljarðar á grunnverði, þ.e. að með- töldum vörustyrkjum en frátöldum vörusköttum. Búfjárrækt skilar 44 milljörðum og nytjaplönturæktun 18 Virði afurða búfjárræktar er talið vera 44,3 milljarðar króna og þar af vöru- tengdir styrkir og skattar um 10,8 milljarðar króna. Virði afurða nytja- plönturæktar eru tæpir 17,8 milljarðar og þ.a. vörutengdir styrkir og skattar 316 milljónir króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 44,3 milljarðar árið 2016 og jókst um 6,9% frá fyrra ári. Aukningu í framleiðsluvirði árið 2016 má rekja til magnbreytinga. En breytingu á notkun aðfanga má rekja til 5,9% magnaukningar og 1,0% hækkunar á verði. Framleiðsluverðmæti landbúnað- arins árið 2015 er metið 64,6 millj- arðar á grunnverði miðað við upp- færðar tölur og er það heildarlækkun um 2,4% frá fyrra árinu, 2014. Þessa lækkun má rekja til 0,1% magnaukn- ingar og 2,6% lækkunar á verði. /HKr. Þorvaldur Snorrason og eiginkona hans, Sigríður Sigurðardóttir, hafa, ásamt systur Sigríðar, Rögnu Sigurðardóttur, og hennar manni, Kristni Alexanderssyni, keypt Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði. Horfa þau fram á bjarta tíma, m.a. vegna þess að pottablóm eru aftur komin í tísku eftir um tveggja áratuga áhugaleysi. – Sjá nánar á bls. 2 Mynd / HKr. 14 Dýrahjálp Íslands er dýraverndari ársins 2016 22 4. tölublað 2017 Fimmtudagur 23. febrúar Blað nr. 485 23. árg. Upplag 32.000 Matís fagnar 10 ára afmæli 28–29 Þar sem kyrrðin og róin ræður ríkjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.