Bændablaðið - 23.02.2017, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
Blómabærinn stendur áfram fyrir sínu:
Nýir eigendur komnir að Garðyrkjustöð
Ingibjargar í Hveragerði
– Tvær fjölskyldur með öflugan bakgrunn í garðyrkju hafa tekið við rekstrinum
Garðyrkjustöð Ingibjargar í
Hveragerði, sem var í eigu hjón-
anna Ingibjargar Sigmundsdóttur
og Hreins Kristóferssonar, hefur
nú skipt um eigendur. Fóru
eigendaskiptin formlega fram 1.
febrúar, en stöðin verður rekin
áfram að mestu með óbreyttu
sniði.
Það eru tvenn hjón sem keypt
hafa stöðina og hafa þau mikla
reynslu af garðyrkjustörfum. Það eru
þau Þorvaldur Snorrason og eigin-
kona hans, Sigríður Sigurðardóttir,
ásamt systur Sigríðar, Rögnu
Sigurðardóttur, og hennar manni,
Kristni Alexanderssyni.
Þorvaldur þekkir vel til
rekstursins á stöðinni, enda hefur
hann starfað þar í sex ár. Þær
Sigríður og Ragna eru uppaldar
við garðyrkjustörf, en þær eru frá
Fagrahvammi í Hveragerði.
Þorvaldur segir að stöðin hafi
verið til sölu um hríð og þegar þeim
hjónum hafi gefist tækifæri til að
koma þar inn hafi þau slegið til. Enda
telja þau mjög bjart fram undan í
þessum geira.
Þá kunna fastir starfsmenn
stöðvarinnar einnig vel til verka
og m.a. með menntun bæði frá
Garðyrkjuskólanum í Hveragerði
og Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri.
Góð tíðindi
„Það eru vissulega góð tíðindi þegar
það næst að selja svona stöðvar og
halda þeim í rekstri. Nú er búið að
skrifa undir og formlega fóru skipt-
in fram 1. febrúar. Við höfum síðan
verið að ganga endanlega frá ýmsum
lausum endum,“ segir Þorvaldur.
Hann segist hafa verið viðloðandi
garðyrkjuna allt frá því hann útskrif-
aðist úr Garðyrkjuskólanum rúm-
lega tvítugur. „Þá var konan líka alin
upp við þetta í Fagrahvammi og eins
systir hennar.“
Annatími blómabænda
Nú er háannatími íslenskra blóma-
bænda sem versla með afskorin
blóm. Verið var að ganga frá síð-
ustu sendingunum af túlípönum í
verslanir fyrir konudaginn þegar tíð-
indamaður Bændablaðsins rak inn
fréttamannsnefið í Garðyrkjustöð
Ingibjargar á fimmtudag í síðustu
viku. Þorvaldur sagði að sem stæði
væri allt á rúi og stúi, en nú yrði
farið að undirbúa pottablómin og
vorkomuna.
Þorvaldur segir að gróðrarstöðin
sé með rekstur á þremur stöðum í
Hveragerði auk þess sem þau leigi
stöðina í Fagrahvammi.
„Undir plasti og gleri eru líklega
um 10 þúsund fermetrar og síðan
eru útisvæði.“ Hann segist bjartsýnn
á framhaldið, enda séu þau með
góða samninga við Garðheima,
Ikea, ýmsar blómabúðir og nokkur
sveitarfélög.
Við erum þannig bæði með
heildsölu og síðan mikla heimasölu
hér á staðnum. Það sem hefur
verið að gerast nú síðustu tvö árin
er stóraukin sala á pottaplöntum.
Pottablómin eru að verða vinsæl á
nýjan leik á Íslandi eftir ríflega 20
ára doða. Unga fólkið sem nú er að
flytja í sínar íbúðir er að gera eins
og amma þeirra gerði sem var með
allt fullt af blómum. Svo óx hér upp
kynslóð fólks sem vildi engin potta-
blóm og þá átti allt að vera líflaust
og „sterilt“ með marmara í hólf og
gólf. Nú er áhuginn fyrir blómun-
um að kvikna aftur og við finnum
mjög mikla aukningu. Við erum t.d.
að senda svolítið af pottaplöntum í
verslanir núna sem er óvenjulegt,
því á þessum árstíma hefur nánast
ekkert verið um slíkt. Aukningin í
pottaplöntusölunni eykur því bjart-
sýnina hjá okkur.
Þá hefur sumarblómasalan alltaf
verið að aukast. Hún fór ekki niður í
efnahagshruninu og salan á afskorn-
um blómum hélst að mestu leyti.
Hins vegar minnkaði trjáplöntusalan
þá reyndar aðeins.“
Erum á mörkum hins mögulega í
ræktun ávaxtatrjáa
– Hefur fólk ekki verið að prófa sig
eitthvað áfram í ræktun ávaxtatrjáa?
„Slíkt var feikivinsælt á tímabili.
Sumrin 2014 og 2015 voru mjög
köld og þá datt salan á ávaxtatrjám
niður. Fólk lenti í vandræðum með
þessi tré og víða drápust þau. Við
búum hér á mörkum þess að það
sé mögulegt að rækta slík tré. Þó
gæti dugað að vera með kalt (ókynt)
plasthús til að rækta í. Eða að vera
með mjög skjólgóðan garð þannig að
trén séu vel varin fyrir öllum veðr-
um. Vindkæling og umhleypingar
fara illa með slík tré og við búum
bara á mörkum þess mögulega hvað
það varðar. Þó er einn og einn sem
náð hefur góðum árangri og það er
bara vegna þess að þeim hefur tek-
ist að búa til gott skjól. Það er svo
erfitt að treysta á veðurfarið hér. Við
fengum mjög gott sumar í fyrra en
tvö sumur þar á undan voru bæði
köld og rigningarsöm. Þá vitum við
aldrei hvernig vorið er. Það getur
hæglega gert slæm hret í vor þótt
fátt bendi til þess í þeirri sérstöku
blíðu sem verið hefur síðustu vikur.
Vegna þessa góða veðurs hefur fólk
verið að velta fyrir sér vorverkum
í görðum, en það er engan veginn
tímabært,“ segir Þorvaldur.
Grunnurinn lagður 1953
Garðyrkjustöð Ingibjargar er ein af
stærstu stöðvunum í blóma ræktinni
á landinu. Grunninn að garðyrkju-
stöðinni lögðu foreldrar Ingibjargar,
þau Sigmundur K. Guðmundsson
og Kristín Jónsdóttir, en þau reistu
100 fermetra gróðurhús í bakgarðin-
um hjá sér árið 1953.
Fljótlega var ráðist í upp-
byggingu og endurbætur á stöð-
inni og árið 1984 keyptu hjónin
garðyrkjustöð að Heiðmörk 38.
Þar var byggður 150 fermetra sölu-
skáli og sett upp rúmgott sölusvæði
fyrir garðplöntusölu. Við kaupin
jukust möguleikar á fjölbreytni
í framleiðslu. Úrval garðplantna
var stóraukið og pottablómaræktun
tekin upp. Garðplöntuframleiðslan
samanstendur nú af ræktun sumar-
blóma, trjáa, runna, rósa, fjölærra
blóma og matjurta og úrvalið er
alltaf að aukast.
Árið 1991 bættist við reksturinn
ein elsta garðyrkjustöð landsins,
Grímsstaðir. Þar var um að ræða
1.100 fermetra undir gleri auk
stórs útisvæðis undir trjá- og sum-
arblómaræktun. Síðan bættist við
Snæfell, þá Rósakot, Lindarbrekka
og Akur.
Garðyrkjustöð Ingibjargar
byggði lengi vel á grunni 8 eldri
garðyrkjustöðva og er nú sam-
tals 6.000 fermetrar undir gleri,
auk 4.000 fermetra í plasthús-
um, ræktunarsvæðis með vermi-
reitum og sölusvæði. Breytingar
hafa þó orðið hin síðari ár þar
sem búið er að selja tvær stöðv-
ar og Lindarbrekka brann árið
2010. Í staðinn voru gróðurhús í
Fagrahvammi tekin á leigu.
Til að byrja með voru stöðu-
gildin í Garðyrkjustöðinni um 1 1/2
ársverk. Nú starfa um 6-10 manns
í fullu starfi allt árið í garðyrkju-
stöðinni og annað eins bætist við
yfir sumarvertíðina. Þar sem hluti
garðplönturæktunar er árstíða-
bundinn er breytt um framleiðslu-
tegund um mitt ár. Frá janúar til júlí
eru ræktuð sumarblóm, en frá júlí
til desember eru húsin nýtt undir
græðlingatöku og jólastjörnurækt-
un. Þá eru laukblóm, s.s. túlípan-
ar, páskaliljur og hýasintur, einnig
þáttur í framleiðslunni. Afurðir
garðyrkjustöðvarinnar eru seldar
í smásölu að Heiðmörk 38 og í
heildsölu vítt og breitt um landið.
/HKr.
Fréttir
Nú fyrir skemmstu tilkynnti
Krónan um að tekist hefði á einu
ári að minnka sóunina um 53
prósent; úr 300 tonnum matvæla
niður í 140 tonn.
Krónuverslanirnar lögðu á síð-
asta ári af stað með verkefni til að
minnka matarsóun í sínum verslun-
um með því að selja matvörur sem
eru að renna út á tíma á niðursettu
verði.
Matarsóun er stórt vandamál um
allan heim. Þriðjungi framleiddra
matvæla er sóað í þessum heimi þar
sem einn af hverjum níu jarðarbúum
þjáist af vannæringu á degi hverjum,
samkvæmt upplýsingum frá FAO,
Landbúnaðar- og matvælastofnun
Sameinuðu þjóðanna.
Minnst matarsóun í landbúnaði
Samkvæmt nýlegum gögnum frá
Umhverfisstofnun um matarsóun á
Íslandi, sem eru sambærileg gögn-
um frá öðrum Evrópulöndum, er
mesta sóun á mat hjá gististöðum
og í veitingarekstri, þarnæst í mat-
vælaframleiðslu og þá á heimilum.
Þar á eftir koma skólar, heilsustofn-
anir, heildsala og smásöluverslanir,
en minnst er sóun í landbúnaði.
/smh
Krónan minnkar
matarsóun um 53%
– Minnst matarsóun í landbúnaði
Myndir / HKr.
Mynd / Krónan
Nú styttist í ársfund Bænda-
samtakanna en hann verður
haldinn á Akureyri föstudaginn
3. mars í menningarhúsinu Hofi
á Akureyri. Auk hefðbundinna
aðalfundarstarfa verður blásið til
opinnar ráðstefnu um landbún-
að og bændahátíðar um kvöldið.
Tekið er við miðapöntunum á
bændahátíðina fram til mánaða-
móta á bondi.is.
Ráðstefnan er öllum opin og ekki
þarf að skrá sig né borga aðgangseyri
að henni. Yfirskrift ráðstefnunnar er
„Búskapur morgundagsins“. Þemað
er tækni, nýsköpun og framtíð land-
búnaðarins.
Á bændahátíðinni um kvöldið
verður þriggja rétta veislumáltíð í
boði og skemmtikraftar halda uppi
fjörinu. Miðaverð er einungis 7.500
kr. fyrir félagsmenn BÍ. Fullt verð
er 8.900 kr.
Nánari upplýsingar um ársfund-
inn og dagskrána er að finna á www.
bondi.is og í auglýsingu hér í blaðinu
á bls. 33. Miðapantanir er hægt að
gera í síma 563-0300 og á bondi.is
til og með 28. febrúar. /TB
Ársfundur BÍ í Hofi:
Bændahátíð og
ráðstefna