Bændablaðið - 23.02.2017, Qupperneq 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
Tómataræktendunum í Friðheimum
var á dögunum veittur sá heiður að
vera boðið á hinn árlega tómatavið-
burð í Berlín, The Tomato Inspiration
Event, sem haldinn var á dögunum.
Þangað er boðið þeim 100 tómatar-
æktendum í heiminum sem þykja hafa
skarað fram úr hvað varðar frum-
kvöðlastarf og nýsköpun.
Það eru þau Knútur Rafn Ármann og
Helena Hermundardóttir sem eiga og
reka Friðheima, en þar er einnig hesta-
búgarður og veitingastaður.
Á meðal tíu efstu
Knútur segir að það hafi komið
skemmtilega á óvart að fá boðsbréf á
viðburðinn. „Þegar við fengum boðið
fórum við að skoða hvað stæði á bak
við þennan viðburð og í ljós kom að
þarna voru öflugir styrktaraðilar að baki
og að þetta var alvöru viðburður. Þetta
eru styrktaraðilar, sem flestir starfandi
í þessum geira eiga viðskipti við með
einum eða öðrum hætti. Þetta eru aðil-
ar sem selja til dæmis lífrænar varnir
og stýri- og tölvukerfi fyrir gróðurhús.
Þessir aðilar mynda ráðgjafahóp sem
síðan velur þennan lista.
Það er auðvitað mikil upphefð í því
að vera á þessum lista. Það er einhver
sem hefur bent á okkur og hvað við erum að
gera. Svo erum við bara skoðuð – þær upp-
lýsingar sem liggja fyrir – og á endanum er
ákveðið að bjóða okkur að vera með. Þegar
á aðalviðburðinn var komið var hópurinn
þrengdur niður í 30 ræktendur, svo niður í
tíu og að lokum eru fimm aðilar sérstaklega
heiðraðir. Hollenska fyrirtækið Greenco hlaut
svo flest atkvæði sem voru greidd um efsta
sætið. Þeir eru tómataræktendur en eru líka
í framleiðslu á tómatvörum, sem við höfum
reyndar líka verið að færa okkur yfir í.
Það er gaman að segja frá því að við feng-
um upplýsingar um það í lok hátíðarinnar, frá
áreiðanlegum heimildarmanni, að við hefðum
lent á meðal þeirra tíu efstu,“ segir Knútur.
Mikill vöxtur í aðsókn ferðamanna
„Í þessum efstu sætum voru mjög áhugaverðir
ræktendur; einn er frá Dubai sem rekur
sína stöð úti í eyðimörkinni og sinnir inn-
anlandsmarkaði og stór stöð frá Kanada
sem er að gera svipaða hluti og við varð-
andi það að taka á móti gestum líka og
kynna garðyrkjuna.
Það sem horft var til þegar við vorum
valin á þennan lista var það hvað við
höfum opnað stöðina okkar mikið. Í fyrra
tókum við á móti 135 þúsund gestum sem
við sögðum frá hvað við erum að fást við.
Um leið erum við auðvitað að kynna garð-
yrkju almennt, hvar sem hún er stunduð í
heiminum,“ segir Knútur.
Fjórar tómatategundir ræktaðar
Friðheimar eru í Reykholti í
Bláskógabyggð, í um 90 km frá Reykjavík.
Þar eru ræktaðar fjórar tegundir af tómöt-
um, auk þess sem þar er rekinn veitinga-
staður þar sem uppistaða hráefnisins
eru afurðir tómataræktunarinnar. Mikill
vöxtur hefur verið í aðsókn ferðamanna
í stöðina og til að mæta honum þarf að
fjölga starfsfólki. „Já, við þurfum að fjölga
starfsfólki sem starfar yfir allt árið og
eins sumarstarfsfólki. Við erum líka með
vinsælar hestasýningar hérna sem þarf
mannskap í kringum. Þær byrja svona í
kringum miðjan apríl og eru svo reglulega
fram í lok september eða byrjun október.
En við bjóðum reyndar upp á hesthúsaheim-
sóknir allt árið og þá er bara ein manneskja
frá okkur sem tekur á móti gestunum, segir frá
uppruna og sögu íslenska hestsins, séreinkenn-
um og notagildi. Svo leggur knapi á einn hest
og svo er farið út á völlinn okkar og allar fimm
gangtegundirnar okkar sýndar og útskýrðar í
leiðinni. Þetta er svona persónulegri nálgun. Í
vetur höfum við verið með um 25 hópa í viku
með þessu sniði,“ segir Knútur. /smh
Friðheimar heiðraðir í Berlín
fyrir frumleika og nýsköpun
Líf og starf MÆLT AF
MUNNI FRAM
Þ á er Góan gengin í garð. Í fyrsta sinn þessa febrúarmánaðar mylgr-ar nú niður snjó við Eyjafjörð. Það
verða að teljast tíðindi og mikil umskipti.
Því verður nú einnig breytt um bragarhátt
í þessum þætti. Einhver liprasti limru-
smiður við Eyjafjörð er hann Davíð
Hjálmar Haraldsson. Hans er því sviðið
í þessum vísnaþætti:
Nú klaki og þeli þána
og þynnast öll svell og blána
og ég heyrði í gær
um hrút sem varð ær
því hann komst ekki yfir ána.
Er Hallgerður hönd sína gaf
Helga (með krukkur og staf
sem hann tæpast fær leynt)
hann trompaðist hreint
og tafarlaust hjó‘ana af.
Þessa limru nefnir Davíð „Sköpunarsagan
í hnotskurn“:
Er Guð bjó til einfaldan apann
tók ómælistíma að skap‘ann
og þróa í mann
en maðurinn fann
að bragði upp byssu og drap‘ann.
---
Hann Hallgrímur hálfblindi á Nögl
oft himbrima drepur og gögl
með tvíhleypu góðri
(fær tugi í róðri)
en tittliga ef knappt er um högl.
---
Kvað Albert „ég orðinn er skröggur,
þó er í mér dálítill töggur.
Ég elskaði tvær
í einu í gær
og aftur en þá var ég snöggur.“
Minning:
Um fjallveg og freðjökul rann‘ann
og fimmtíu maraþon vann‘ann.
Á hraðferð um Fljót
loks hrasaði um grjót
og tófan var fljótust og fann‘ann.
Á vordögum oft lagðist út
ei ærkind á fjallinu Strút
við kjarngrös og skjól
en kom heim um jól
en ekkert er ort hér um hrút.
Blánuðu börðin á skötum,
á bala kom fjöldi af götum,
tin varð að mold
og tófum reis hold
er Steingerður fækkaði fötum.
Smjörið er kolgrænt í kúpunni
og kasúldin bringan á rjúpunni
á veitingastað
en verst er þó að
kokkurinn situr í súpunni.
Óperusýning á Scala:
Sesselju, sópran frá Hala,
er syngur í Tosca á Scala,
tilbiðja flestir
tónleikagestir
en Þorsteini þykir hún la la.
Petra er prúð svo að dá hana
prestar, og enginn má fá hana,
en úti í hlöðu
í angandi töðu
þið ættuð með Jóni að sjá hana.
Atli var illkvittinn sauður,
ófrómur, lyginn og blauður.
Umbreyttist hann
í öndvegismann
í útfararræðunni, dauður.
Í uppsveitum Önundarfjarðar
ég æfingar stundaði harðar.
Þar var svo bratt
að þegar ég datt
þá var rúm tomma til jarðar.
172
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
xx
Knútur Rafn á hátíðinni í Berlín.
Helena Hermundardóttir, Martin Eyjólfsson, sendiherrann í Berlín og Knútur Rafn Ármann.