Bændablaðið - 23.02.2017, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir frá
Ljótarstöðum í Skaftártungu og
Hafliði Sævarsson frá Fossárdal
í Berufirði eru nýkomin heim
eftir sex vikur á Nýja-Sjálandi
þar sem þau tóku m.a. þátt í
heimsmeistarakeppninni í rún-
ingi.
Bæði stóðu þau sig frábærlega.
Hafliði hafnaði í 39. sæti af 56
keppendum og Heiða Guðný, sem
var eina konan í keppninni, lenti í
55. sæti.
Öttu kappi við mjög reynda
rúningsmenn
Þau voru að keppa við mjög
reynda og snögga rúningsmenn.
Hver keppandi rúði 15 kindur og
var það síðan hlutverk dómaranna
að fara yfir verkið og gefa einkunn.
Rúningur á Nýja-Sjálandi er
gerólíkur því sem þekkist á Íslandi
og því þurftu Heiða og Hafliði að
læra allt aðra tækni en þau eru
vön. Þau fóru því á námskeið hjá
heimamönnum áður
en keppnin sjálf
hófst.
Reynslunni
ríkari
Bæði segj-
ast þau
reynslunni
ríkari eftir
k e p p n i n a ,
aðstæðurnar á
Nýja-Sjálandi hafi
verið frábærar og þau hafi fengið
góðar móttökur hjá mótshöldurum
og heimamönnum. /MHH
Fréttir
Á næstu dögum munu
Bændasamtökin senda út gíró-
seðla vegna félagsgjalda samtak-
anna fyrir árið 2017. Guðbjörg
Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ,
segir að undirbúningurinn gangi
vel. Töluverð vinna hefur staðið
yfir við að yfirfara félagatal og
aðlaga tölvukerfi í tengslum við
breytingarnar og kynna þær fyrir
bændum. Hægt er að yfirfara
skráningar inni á Bændatorginu
en frestur til þess að gera leið-
réttingar á félagatalinu hefur verið
framlengdur til 27. febrúar nk.
„Vinnan við uppfærslu félagatals
fyrir Bændasamtökin hefur gengið
vel og bændur hafa verið virkir í
því að yfirfara sína félagsaðild inni
á Bændatorginu. Við höfum feng-
ið fjölda fyrirspurna og símtala frá
bændum sem eru að velta þessum
málum fyrir sér,“ segir Guðbjörg.
Hún segir jafnframt að margir hafi
nýtt sér þann valmöguleika að senda
fyrirspurn eða erindi í gegnum
Bændatorgið eða með tölvupósti.
„Það hefur verið ánægjulegt hversu
margir bændur hafa hringt til að
ráðfæra sig við starfsfólk samtak-
anna varðandi félagsaðildina. Við
ákváðum að gefa félagsmönnum
aðeins lengri frest til þess að gera
leiðréttingar á sínum skráningum,
eða til mánudagsins 27. febrúar.
Þeir sem ekki hafa nú þegar yfir-
farið sína aðild eru hvattir til þess,“
segir Guðbjörg.
Félagsmenn fá sendan greiðslu-
seðil í pósti um næstu mánaðamót
ásamt kynningarbréfi um félags-
gjöldin. Fyrir flesta félagsmenn
verður upphæðin 42.000 krónur.
Þeir sem vilja skipta greiðslum gefst
kostur á því og er bent á að hafa sam-
band við BÍ í síma 563-0300, senda
skilaboð í gegnum bændatorgið eða
með tölvupósti á bondi@bondi.is.
Að auki er bændum bent á upplýs-
ingar inni á bondi.is.
Fuglaflensa af H7N9 stofni herjar á Kínverja:
Er farin að smitast manna á milli
– 100 manns létust af völdum fuglaflensu í janúar
Óvenju skæður fuglaflensufar-
aldur hefur verið í Kína þar sem
veiran af stofni H7N9 hefur borist
bæði í fugla og menn. Í lok jan-
úar höfðu 100 manns látist af
völdum fuglaflensunnar sem er
mun skæðari en þegar fuglaflensa
greindist fyrst í mönnum árið 2013.
Þá urðu 79 dauðsföll af völdum
veirunnar.
Þeir sem smitast geta orðið mjög
veikir og nærri einn af hverjum
þrem sem smitast deyja. Kínversk
stjórnvöld hafa hvatt almenning til
að forðast markaði þar sem verslað er
með alifugla. Haft var eftir NI Daxin,
yfirmanni smitsjúkdómamiðstöðvar
Kína í China Daly, að algeng smitleið
væri með lifandi alifuglum eða af
kjöti af nýslátruðum fuglum.
„Ef fólk keypti aðeins frosið kjöt,
þá væri mun auðveldara að koma í
veg fyrir faraldur,“ sagði NI Daxin.
Viðskipti með kjúklinga hafa verið
stöðvuð í borgunum Guangzhou
í suðri og Changsha í Mið-Kína.
Einnig í austurhluta Zheijiang-héraðs
og á fleiri stöðum. Tilkynnt var um
35 smittilfelli í Zheijiang-héraði einu
saman í janúar að sögn ríkisreknu
fréttastofunnar Xinhua.
Flest smit sem vitað er um hafa
borist í fólk sem hefur komist í
snertingu við fugla, eða fuglaúrgang
á mörkuðum. Þó hafa í það minnsta
tvö tilvik verið tilkynnt síðan í sept-
ember þar sem um smit milli manna
var að ræða.
Nokkur hræðsla hefur gripið um
sig í Kína vegna fuglaflensunnar,
en viðbrögð fólks eru æði misjöfn.
Sumir neita að viðurkenna hættuna
á meðan aðrir fyllast skelfingu út af
venjulegi kvefi. /HKr.
Heimsmeistarakeppnin í rúningi á Nýja-Sjálandi:
Heiða Guðný og Hafliði
stóðu sig frábærlega
Mynd / MHH
Bændur fá brátt senda gíróseðla vegna félagsgjalda BÍ:
Er þín félagsaðild rétt skráð?
Mynd / TB