Bændablaðið - 23.02.2017, Síða 12

Bændablaðið - 23.02.2017, Síða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2017 Fréttir Fiskeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm tilkynnti Fiskistofu og Matvælastofnun fyrir skömmu um gat á botni eldiskvíar á vegum fyrirtækisins í Haukadalsbót í Dýrafirði. Fyrirtækið hefur í samráði við Fiskistofu sett af stað viðbragðs- áætlun vegna slysasleppinga og verið er að leggja mat á fjölda fiska sem hafa sloppið. Um er að ræða geldan og sjúkdómalausan regn- bogasilung sem er ekki fær um að fjölga sér í íslenskri náttúru. Í tilkynningu Arctic Sea Farm til fjölmiðla segir að gatið gæti útskýrt mögulega slysasleppingu regnboga- silungs sem var til umfjöllunar í fjöl- miðlum síðastliðið haust. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að stofnunin telji ósennilegt að málin tengist og nálgast þau sem tvö aðskilin tilfelli að svo stöddu. Talsverður stærðarmunur er á þeim fiskum sem veiddust í sumar og þeim fisk sem alinn er í umræddri kví, en þó skal tekið fram að ítar- legri upplýsinga verður óskað frá fyrirtækinu um þann lífmassa sem hefur verið í kvínni. Í eftirliti Matvælastofnunar með starfsstöðvum Arctic Sea Farm í Dýrafirði þann 20. júní síðastliðinn kom fram að búnaður fyrirtækisins var í lagi, þjálfun starfsmanna var einnig í lagi, neðansjávareftirlit var reglulegt, viðbragðsáætlun var til staðar vegna slysasleppinga og var hún aðgengileg á eldissvæðinu. Engin frávik komu fram í verklagi eða búnaði sem gætu orsakað slepp- ingar úr kvíum. /VH Regnbogasilungur veiddist á Vestfjörðum Á Eyrarbakka er starfrækt Konubókastofa sem er varðveislu- og fræðslusafn og eini staðurinn á Íslandi þar sem hægt er að fræðast um íslenska kvenrithöfunda. Núna eru um 2.500 titlar af bókum, tímaritum og ýmiss konar efni eftir konur í stofunni. „Við lánum ekki bækur út, ég einfaldlega tími því ekki því ég er svo hrædd um að þær skili sér ekki aftur. Hér er mikið af gersem- um, t.d. er elsta bókin frá 1886 og er fyrsta handavinnubókin sem kom út á Íslandi. Margar konur hafa heillast af henni og finnst mjög gaman að skoða. Margar bækur eru áritaðar af höfundi. Við erum með Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út og margt fleira sem gaman er að skoða,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir eig- andi Konubókastofunnar. Opið er tvo daga í viku yfir vetrartímann en í sumar er stefnt að því að hafa opið alla daga vikunnar. Hægt er að fræðast um Konubókastofuna á heimasíðunni www.konubokastofa.is /MHH Konubókastofan á Eyrarbakka: 2.500 titlar eftir íslenska kvenrithöfunda Ísland er nálægt meðaltalseyðslu Evrópusambandsríkja hvað varðar heildarhlutdeild af vergri landsframleiðslu (GDP) sem varið er til heilbrigðismála. Það er þó talsvert á eftir öllum hinum Norðurlöndunum samkvæmt úttekt Eurostat sem byggð er á tölum frá 2014. Ísland er þó nokkru framar í röð allra Evrópuríkja sé tillit tekið til höfðatölu. Samkvæmt tölum Eurostat var Ísland nokkurn veginn á pari við Finnland og Bretland sé miðað við fjármagn til heilbrigðismála á hvern íbúa. Hlutur sjúklinga í greiðslum vegna heilbrigðisþjónustu virð- ist vera heldur hærri á Íslandi en í Bretlandi en svipaður og í Finnlandi. Hann er hins vegar mun lægri en í Sviss sem ver reyndar langmestum hlutfallslegum fjármunum allra Evrópuríkja til heilbrigðismála miðað við höfðatölu. Spurning um skilvirkni Eins og fram kemur í gögnum Eurostat er þarna byggt á tölum frá 2014. Framlög til heilbrigðismála hafa aukist verulega á Íslandi frá þeim tíma og landið þá væntan- lega betur statt í samanburðinum. Flestir Íslendingar telja þó að gera þurfi miklu betur. Tímabært fer því væntanlega að verða að spyrja um skilvirkni heilbrigðiskerfisins. Hvort nýting fjármagnsins sé nægilega góð og ef ekki, hvað þurfi þá að laga. Svisslendingar með hæsta hlutfallið Ef höfðatöluviðmiðið er skoð- að frekar skera Svisslendingar og Norðmenn sig úr með mest fjármagn til heilbrigðismála. Þar á eftir kemur Lúxemborg, Þýskaland, Holland, Svíþjóð og Austurríki, en Danmörk fylgir þar fast á eftir. Ef þetta hlutfall er skoðað meðal ESB-landanna þá er Svíþjóð í fjórða sæti, Danmörk í sjötta sæti, Finnland í tíunda sæti á pari við Ísland, en sem fyrr segir er Noregur með langmesta fjármagn allra Norðurlandaþjóðanna til heilbrigðismála. Um miðbik Evrópulandanna Dæmið lítur aðeins öðruvísi út ef höfðatölusamanburðurinn er ekki inni í myndinni. Þar myndi Ísland lenda um miðbikið, eða í fjórtánda sæti, miðað við ESB-löndin, en í sextánda sæti allra Evrópuþjóða, rétt á eftir Spáni, Ítalíu og Portúgal. Þessi staða þykir væntanlega ekki glæsileg fyrir Ísland miðað við stöðu heilbrigðismála fyrir hrunið 2008. Hlutfallslegt fjármagn af vergri landsframleiðslu (GDP) sem lagt var í heilbrigðiskerfið á Íslandi 2014 samkvæmt tölum Eurostat var 8,8%. Þetta hlutfall var 11,1% í Svíþjóð, 10,4% í Danmörku, 9,5% í Finnlandi og 9,4% í Noregi. Hugmynd um að jafna hlutfall Svíþjóðar og Þýskalands Kári Stefánsson setti sem kunnugt er fram hugmyndir í fyrra um að 11% yrði varið til þessara mála, eða svipað og í Svíþjóð og í Þýskalandi. Væntanlega þýddi það að Ísland færi á toppinn miðað við höfðatölu í sam- anburði við allar aðrar Evrópuþjóðir. Til að ná því marki þyrfti trúlega að auka framlög ríkisins til heilbrigðis- mála um þrjá til fjóra tugi milljarða frá því sem nú er. /HKr. Eurostat - hlutfallslegt framlag Evrópuríkja til heilbrigðismála 2014: Ísland um miðbikið en á pari við Finnland miðað við höfðatölu Varahlutir í flestar tegundir dráttarvéla New Holland - Fiat - Ford - Case - Steyr - Zetor - Fendt Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Eigum fyrirliggjandi síur í flestar gerðir þessara véla og mikið úrval varahluta. Einnig sérpantanir. Mynd / MHH Mynd / HKr. DILL fær Michelin-stjörnu DILL Restaurant hlaut í gær eina Michelin-stjörnu, sem er ein eftir sóttasta viðurkenning í heimi veitingahúsareksturs. DILL er þar með fyrsti íslenski veitingastaðurinn sem fær stjörnu, en Michelin veitir ýmist eina, tvær eða þrjár stjörnur. Sjaldgæft er að veittar séu þrjár stjörnur og einung- is þeir sem státa af nánast óaðfinn- anlegum veitingastöðum að mati Michelin hlotnast slíkur heiður. Ragnar Eiríksson, yfirmat- reiðslumeistari á veitingastaðnum, tók við viðurkenningunni í gær- morgun, þegar Michelin Nordic Guide-viðburðurinn var haldinn. Hann sagðist af því tilefni vera stoltur og auðmjúkur – og að þetta væri afar mikilvægt fyrir allan veitingahúsarekstur á Íslandi. Þar kom líka fram að einungis fimm manns eru í matreiðsluteyminu á DILL Restaurant. Þess má geta að Færeyingar fengu líka sína fyrstu Michelin- stjörnu þegar KOKS í Þórshöfn fékk eina stjörnu. /smh Mynd / skjáskot frá viðburðinum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.